Fullyrða enn að þýski Hauck & Aufhäuser hafi keypt hlut Haraldur Guðmundsson skrifar 30. mars 2017 06:00 Ólafur Ólafsson og samstarfsmenn hans eru bornir þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem er meðal annars byggð á tölvupóstssamskiptum og öðrum gögnum. vísir/pjetur Þeir Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu og samstarfsmaður Ólafs í þátttöku félagsins á kaupum á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum árið 2003, fullyrða enn að engum blekkingum hafi verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í viðskiptunum. Ólafur vísar niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis á bug í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Þýski bankinn hafi innt af hendi hlutafjárframlag sitt og því verið lögmætur hluthafi í Eglu. Guðmundur fullyrti í vitnisburði sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þegar hann var kallaður fyrir rannsóknarnefndina, að þær upplýsingar sem veittar voru um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum hefðu verið réttar. Vitnisburðurinn gengur þvert á niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að Guðmundur hafi komið að gerð baksamninga, sem hafi leitt til þess að þýski bankinn fór aldrei í raun með umráð hluta í Búnaðarbankanum, af hálfu og í þágu Ólafs Ólafssonar. Samningarnir hafi á endanum leitt til þess að íslenskir ráðamenn, almenningur og fjölmiðlar voru blekktir.Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu„Það er bara vitleysa. […] Ég er ekki búinn að lesa skýrsluna og ætla að lesa hana áður en ég fer að tjá mig um hana,“ sagði Guðmundur Hjaltason í samtali við Fréttablaðið í gær og vildi ekki svara öðrum spurningum blaðamanns. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er bent á að Guðmundur hefur ítrekað neitað eða borið til baka umfjöllun um að þátttaka Hauck & Aufhäuser hafi verið með öðrum hætti en greint var frá opinberlega. Fréttablaðið hafi í febrúar 2006 birt gagnrýna umfjöllun um einkavæðingu Búnaðarbankans. Fyrirsögn þeirrar fréttar var „Þetta er rangt“ og var þar vísað í orð Guðmundar þar sem hann hafnaði staðhæfingum Vilhjálms Bjarnasonar, núverandi alþingismanns, um að blekkingum hefði verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans.Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa„Við buðum Hauck & Aufhäuser að koma inn í Eglu og þeir komu inn sem fjárfestar og lögðu fram sitt hlutafé eins og allir aðrir. Ég er með samninginn sem sýnir það. Ásakanir um annað eru úr lausu lofti gripnar,“ sagði Guðmundur í febrúar 2006. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar lagði þýski bankinn ekki fram neitt hlutafé, gat engu tapað á viðskiptunum en þáði þóknun upp á eina milljón evra. Tíu árum eftir að fréttin birtist sagðist Guðmundur í samtali við Fréttablaðið ekki vita til þess að þýski bankinn hafi verið leppur. „Ég þekki það ekki og ég þekki engan sem þekkir það, svo ég viti til. Ég veit bara hverjir voru eigendur Eglu og það er alveg rétt,“ sagði Guðmundur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Þeir Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu og samstarfsmaður Ólafs í þátttöku félagsins á kaupum á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum árið 2003, fullyrða enn að engum blekkingum hafi verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í viðskiptunum. Ólafur vísar niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis á bug í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Þýski bankinn hafi innt af hendi hlutafjárframlag sitt og því verið lögmætur hluthafi í Eglu. Guðmundur fullyrti í vitnisburði sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þegar hann var kallaður fyrir rannsóknarnefndina, að þær upplýsingar sem veittar voru um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum hefðu verið réttar. Vitnisburðurinn gengur þvert á niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að Guðmundur hafi komið að gerð baksamninga, sem hafi leitt til þess að þýski bankinn fór aldrei í raun með umráð hluta í Búnaðarbankanum, af hálfu og í þágu Ólafs Ólafssonar. Samningarnir hafi á endanum leitt til þess að íslenskir ráðamenn, almenningur og fjölmiðlar voru blekktir.Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu„Það er bara vitleysa. […] Ég er ekki búinn að lesa skýrsluna og ætla að lesa hana áður en ég fer að tjá mig um hana,“ sagði Guðmundur Hjaltason í samtali við Fréttablaðið í gær og vildi ekki svara öðrum spurningum blaðamanns. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er bent á að Guðmundur hefur ítrekað neitað eða borið til baka umfjöllun um að þátttaka Hauck & Aufhäuser hafi verið með öðrum hætti en greint var frá opinberlega. Fréttablaðið hafi í febrúar 2006 birt gagnrýna umfjöllun um einkavæðingu Búnaðarbankans. Fyrirsögn þeirrar fréttar var „Þetta er rangt“ og var þar vísað í orð Guðmundar þar sem hann hafnaði staðhæfingum Vilhjálms Bjarnasonar, núverandi alþingismanns, um að blekkingum hefði verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans.Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa„Við buðum Hauck & Aufhäuser að koma inn í Eglu og þeir komu inn sem fjárfestar og lögðu fram sitt hlutafé eins og allir aðrir. Ég er með samninginn sem sýnir það. Ásakanir um annað eru úr lausu lofti gripnar,“ sagði Guðmundur í febrúar 2006. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar lagði þýski bankinn ekki fram neitt hlutafé, gat engu tapað á viðskiptunum en þáði þóknun upp á eina milljón evra. Tíu árum eftir að fréttin birtist sagðist Guðmundur í samtali við Fréttablaðið ekki vita til þess að þýski bankinn hafi verið leppur. „Ég þekki það ekki og ég þekki engan sem þekkir það, svo ég viti til. Ég veit bara hverjir voru eigendur Eglu og það er alveg rétt,“ sagði Guðmundur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira