Umfjöllun og myndir: KR - Keflavík 90-71 | Keflvíkingar lítil fyrirstaða fyrir meistarana Kristinn G. Friðriksson í DHL-höllinni skrifar 30. mars 2017 20:45 Darri Hilmarsson brýst í gegnum vörn Keflavíkur. vísir/ernir KR og Keflavík áttust við í fjögurra liða úrslitum Domino‘s deildar karla í kvöld í Vesturbænum. Þetta var fyrsti leikur liðanna en það lið sem vinnur þrjá leiki kemst í sjálfa úrslitarimmuna um titilinn eftirsótta.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. KR átti í litlum erfiðleikum með lélega Keflvíkinga í kvöld og sigruðu örugglega 90-71 eftir að hafa leitt 46-41 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þó KR hafi verið með ákveðna yfirburði. Keflvíkingar náðu að halda sér inní leiknum á stoltinu en alveg ljóst að munurinn í hálfleik hefði auðveldlega geta verið meiri. Í seinni hálfleik kafsilgdu svo KR Keflavík; frábær varnarleikur liðsins hélt gestunum í járnum og skoraði Keflavík aðeins 14 stig í hlutanum. Það má segja að lokafjórðungurinn hafi aðeins verið formsatriði að spila, slíkur var munurinn á liðunum. Staðan 71-55 og engin merki um að gestirnir gætu brúað þennan mun. KR sleppti tökunum í nokkrar mínútur en svo herti liðið aftur tökin og slökkti mjög afgerandi á vonum Suðurnesjamanna. Þetta var leikur kattarins að músinni og ljóst að róðurinn verður sérlega erfiður fyrir Keflavík í þessari seríu. Hjá Keflavík var Amin Stevens bestur en langt frá því eins afgerandi og hans er von og vísa. Reggie Dupree átti spretti en aðrir langt frá sínu besta og liðsheildin ljósárum frá sínu besta. Hjá KR voru allir í sparifötunum; liðsheildin frábær og allir byrjunarliðsmenn liðsins góðir. Sigurður Þorvaldsson kom gríðarlega sterkur af bekknum, sem og Þórir Þorbjarnarson. Frábær liðsigur hjá frábæru liði. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.KR-Keflavík 90-71 (24-21, 22-20, 25-14, 19-16)KR: Darri Hilmarsson 18/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/9 fráköst, Philip Alawoya 11/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11, Jón Arnór Stefánsson 10/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 4/6 fráköst/8 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4, Vilhjálmur Kári Jensson 3.Keflavík: Amin Khalil Stevens 25/24 fráköst, Reggie Dupree 14/5 fráköst, Magnús Már Traustason 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 8, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 2.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
KR og Keflavík áttust við í fjögurra liða úrslitum Domino‘s deildar karla í kvöld í Vesturbænum. Þetta var fyrsti leikur liðanna en það lið sem vinnur þrjá leiki kemst í sjálfa úrslitarimmuna um titilinn eftirsótta.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. KR átti í litlum erfiðleikum með lélega Keflvíkinga í kvöld og sigruðu örugglega 90-71 eftir að hafa leitt 46-41 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þó KR hafi verið með ákveðna yfirburði. Keflvíkingar náðu að halda sér inní leiknum á stoltinu en alveg ljóst að munurinn í hálfleik hefði auðveldlega geta verið meiri. Í seinni hálfleik kafsilgdu svo KR Keflavík; frábær varnarleikur liðsins hélt gestunum í járnum og skoraði Keflavík aðeins 14 stig í hlutanum. Það má segja að lokafjórðungurinn hafi aðeins verið formsatriði að spila, slíkur var munurinn á liðunum. Staðan 71-55 og engin merki um að gestirnir gætu brúað þennan mun. KR sleppti tökunum í nokkrar mínútur en svo herti liðið aftur tökin og slökkti mjög afgerandi á vonum Suðurnesjamanna. Þetta var leikur kattarins að músinni og ljóst að róðurinn verður sérlega erfiður fyrir Keflavík í þessari seríu. Hjá Keflavík var Amin Stevens bestur en langt frá því eins afgerandi og hans er von og vísa. Reggie Dupree átti spretti en aðrir langt frá sínu besta og liðsheildin ljósárum frá sínu besta. Hjá KR voru allir í sparifötunum; liðsheildin frábær og allir byrjunarliðsmenn liðsins góðir. Sigurður Þorvaldsson kom gríðarlega sterkur af bekknum, sem og Þórir Þorbjarnarson. Frábær liðsigur hjá frábæru liði. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.KR-Keflavík 90-71 (24-21, 22-20, 25-14, 19-16)KR: Darri Hilmarsson 18/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/9 fráköst, Philip Alawoya 11/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11, Jón Arnór Stefánsson 10/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 4/6 fráköst/8 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4, Vilhjálmur Kári Jensson 3.Keflavík: Amin Khalil Stevens 25/24 fráköst, Reggie Dupree 14/5 fráköst, Magnús Már Traustason 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 8, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 2.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum