Borgin opnar ungbarnadeildir á leikskólum Skúli Helgason skrifar 31. mars 2017 07:00 Eitt helsta forgangsmál meirihlutans í borginni er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær mikilvægan áfanga á þeirri leið. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og felur m.a. í sér fjölgun leikskólaplássa um nærri 300 með áherslu á börn um 18 mánaða aldur. Í haust verða opnaðar ungbarnadeildir við fjóra leikskóla borgarinnar og verða þær sérhæfðar, með aðstöðu, leikrými og búnaði sem hæfir þroska og þörfum barna á öðru og þriðja aldursári. Stefnt er að því að slíkar ungbarnadeildir verði starfræktar í öllum hverfum borgarinnar. Í fyrsta áfanga verða opnaðar sjö ungbarnadeildir við leikskólana Miðborg í miðbænum, Holt í Breiðholti, Sunnuás í Laugardal og Blásali í Árbæ og taka þær til starfa í ágúst/september 2017. Alls verður pláss fyrir um 90 börn á þessum sjö ungbarnadeildum. Þá er stefnt að því að reisa sérhæfðan ungbarnaleikskóla á Kirkjusandi. Eftir páska verður opnað fyrir innritun barna sem fædd eru frá janúar til apríl 2016 á almennum leikskóladeildum borgarinnar. Þá munum við samþykkja fjölgun plássa fyrir ung börn í sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni um rúmlega 200. Með þessum aðgerðum vonumst við til að stór hluti barna sem fædd eru á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs hafi fengið boð um leikskólapláss í haust. Loks verða niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum hækkaðar um 10% til viðbótar við 2,5% hækkun sem tók gildi um áramótin. Auglýst verður eftir nýjum dagforeldrum og settur á fót starfshópur með þátttöku dagforeldra um aukin gæði og öryggi í þjónustu dagforeldra. Samhliða verður lögð aukin áhersla á að auglýsa og kynna störf á leikskólum Reykjavíkurborgar sem eftirsóknarverð og gefandi störf með börnum í skapandi umhverfi. Stýrihópurinn mun á næstu mánuðum móta áætlun um hvernig megi bjóða 12-18 mánaða börnum leikskólapláss í borginni á komandi árum. Ljóst er að framundan er mikið uppbyggingarskeið í leikskólamálum í borginni samhliða vinnu við að bæta starfsumhverfi og aðbúnað starfsfólks leikskólanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Eitt helsta forgangsmál meirihlutans í borginni er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær mikilvægan áfanga á þeirri leið. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og felur m.a. í sér fjölgun leikskólaplássa um nærri 300 með áherslu á börn um 18 mánaða aldur. Í haust verða opnaðar ungbarnadeildir við fjóra leikskóla borgarinnar og verða þær sérhæfðar, með aðstöðu, leikrými og búnaði sem hæfir þroska og þörfum barna á öðru og þriðja aldursári. Stefnt er að því að slíkar ungbarnadeildir verði starfræktar í öllum hverfum borgarinnar. Í fyrsta áfanga verða opnaðar sjö ungbarnadeildir við leikskólana Miðborg í miðbænum, Holt í Breiðholti, Sunnuás í Laugardal og Blásali í Árbæ og taka þær til starfa í ágúst/september 2017. Alls verður pláss fyrir um 90 börn á þessum sjö ungbarnadeildum. Þá er stefnt að því að reisa sérhæfðan ungbarnaleikskóla á Kirkjusandi. Eftir páska verður opnað fyrir innritun barna sem fædd eru frá janúar til apríl 2016 á almennum leikskóladeildum borgarinnar. Þá munum við samþykkja fjölgun plássa fyrir ung börn í sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni um rúmlega 200. Með þessum aðgerðum vonumst við til að stór hluti barna sem fædd eru á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs hafi fengið boð um leikskólapláss í haust. Loks verða niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum hækkaðar um 10% til viðbótar við 2,5% hækkun sem tók gildi um áramótin. Auglýst verður eftir nýjum dagforeldrum og settur á fót starfshópur með þátttöku dagforeldra um aukin gæði og öryggi í þjónustu dagforeldra. Samhliða verður lögð aukin áhersla á að auglýsa og kynna störf á leikskólum Reykjavíkurborgar sem eftirsóknarverð og gefandi störf með börnum í skapandi umhverfi. Stýrihópurinn mun á næstu mánuðum móta áætlun um hvernig megi bjóða 12-18 mánaða börnum leikskólapláss í borginni á komandi árum. Ljóst er að framundan er mikið uppbyggingarskeið í leikskólamálum í borginni samhliða vinnu við að bæta starfsumhverfi og aðbúnað starfsfólks leikskólanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun