Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. mars 2017 23:09 Konan var verslunarstjóri hjá Subway Vísir/GVA Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt. Var konunni gefið að sök að hafa, mánudaginn 16. mars 2015, er hún var við afgreiðslustörf á veitingastað Subway, útbúið 12 tommu bát og afhent eiginmanni sínum bátinn og pappamál, samtals að andvirði 1.568 krónur. Konan hafði ekki stimplað vörurnar inn og greitt fyrir þær. Þá var hún einnig ákærð fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðsvél veitingastaðarins þegar hún starfaði þar sem verslunarstjóri með því að hafa eytt út sölufærslum en tekið við andvirði þeirra í reiðufé af viðskiptavinum og sett í sjóðsvélina. Seinna hafi konan tekið samsvarandi fjárhæð úr uppgjöri veitingastaðarins í sínar vörslur, alls í sjö skipti samtals 12.589 krónur. Stjarnan ehf, sem rekur veitingastaði Subway, kærði málið til lögreglu í lok apríl árið 2015 en konunni var sagt upp í lok mars 2015 þegar upp komst um málið. Þess var krafist að konan yrði dæmd til að greiða fyrirtækinu skaðabætur að fjárhæð 12.589 krónur ásamt vöxtum. Í öðru lagi var þess krafist að hún greiddi skaðabætur að fjárhæð 1.568 krónur.Í dómi héraðsdóms segir að ekkert vitni hafi fyrir dómi lýst því að það hafi séð eða orðið vitni að því að konan hefði á ólögmætan hátt tekið peninga úr peningakassanum á Subway-staðnum. Konan gaf þær skýringar að kassinn hafi verið leiðinlegur og eyðslufærslurnar mætti rekja til þess að hún reyndi að fá hann til að virka. Hún sagði kassann iðulega hafa frosið og þá hafi þurft að endurræsa hann. Það tæki nokkrar mínútur sem væru ekki í boði á meðan viðskiptavinir biðu eftir afgreiðslu. Hvað bátinn til eiginmannsins varðar sagðist hún hafa fengið þau fyrirmæli frá skrifstofunni að greiða honum á þennan hátt fyrir ýmis smáviðvik. Fyrirmælin hafi komið frá gæðastjóra sem hafi verið yfirmaður hennar á þessum tíma. Ekki hafi fylgt þessu nein nánari fyrirmæli um hvernig þetta skyldi gert. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði konuna af öllum kröfum ákæruvaldsins á þesim forsendum að ekki væri hafið yfir skynsaman vafa að hún hafi dregið að sér fé. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt. Var konunni gefið að sök að hafa, mánudaginn 16. mars 2015, er hún var við afgreiðslustörf á veitingastað Subway, útbúið 12 tommu bát og afhent eiginmanni sínum bátinn og pappamál, samtals að andvirði 1.568 krónur. Konan hafði ekki stimplað vörurnar inn og greitt fyrir þær. Þá var hún einnig ákærð fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðsvél veitingastaðarins þegar hún starfaði þar sem verslunarstjóri með því að hafa eytt út sölufærslum en tekið við andvirði þeirra í reiðufé af viðskiptavinum og sett í sjóðsvélina. Seinna hafi konan tekið samsvarandi fjárhæð úr uppgjöri veitingastaðarins í sínar vörslur, alls í sjö skipti samtals 12.589 krónur. Stjarnan ehf, sem rekur veitingastaði Subway, kærði málið til lögreglu í lok apríl árið 2015 en konunni var sagt upp í lok mars 2015 þegar upp komst um málið. Þess var krafist að konan yrði dæmd til að greiða fyrirtækinu skaðabætur að fjárhæð 12.589 krónur ásamt vöxtum. Í öðru lagi var þess krafist að hún greiddi skaðabætur að fjárhæð 1.568 krónur.Í dómi héraðsdóms segir að ekkert vitni hafi fyrir dómi lýst því að það hafi séð eða orðið vitni að því að konan hefði á ólögmætan hátt tekið peninga úr peningakassanum á Subway-staðnum. Konan gaf þær skýringar að kassinn hafi verið leiðinlegur og eyðslufærslurnar mætti rekja til þess að hún reyndi að fá hann til að virka. Hún sagði kassann iðulega hafa frosið og þá hafi þurft að endurræsa hann. Það tæki nokkrar mínútur sem væru ekki í boði á meðan viðskiptavinir biðu eftir afgreiðslu. Hvað bátinn til eiginmannsins varðar sagðist hún hafa fengið þau fyrirmæli frá skrifstofunni að greiða honum á þennan hátt fyrir ýmis smáviðvik. Fyrirmælin hafi komið frá gæðastjóra sem hafi verið yfirmaður hennar á þessum tíma. Ekki hafi fylgt þessu nein nánari fyrirmæli um hvernig þetta skyldi gert. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði konuna af öllum kröfum ákæruvaldsins á þesim forsendum að ekki væri hafið yfir skynsaman vafa að hún hafi dregið að sér fé.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira