Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 70-86 | Snæfell einum leik frá úrslitaeinvíginu Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 1. apríl 2017 18:00 Berglind Gunnarsdóttir átti ágætan leik í dag. Vísir/Eyþór Snæfell vann góðan sigur á Stjörnunni, 86-70, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna en liðið leiðir því einvígið 2-0 og getur með sigri í næsta leik komist í úrslitaeinvígið. Leikurinn fór fram í Ásgarði í Garðabæ og því fer næstu leikur fram í Stykkishólmi. Snæfell hafði yfirhöndina frá fyrstu mínútu og hleyptu Stjörnunni aldrei í takt við leikinn. Aaryn Ellenberg var frábær að vanda hjá Snæfellingum og gerði hún x stig. Dani Radriguez var með x stig fyrir Stjörnuna.Af hverju vann Snæfell?Gæðamunurinn á liðunum er of mikill og Stjarnan átti bara ekki möguleika í þessum leik í dag. Gestirnir spiluðu betri varnarleik og betri sóknarleik. Snæfell var einfaldlega betra liðið á öllum sviðum.Bestu menn vallarins?Aaryn Ellenberg og Bryndís Guðmundsdóttir voru flottar í liði Snæfells. Aaryn frábær í sókninni og Bryndís átti einnig góðan leik þar. Bryndís stjórnaði aftur á móti vörn Snæfells eins og herforingi og Ellenberg stýrði sóknarleik gestanna á sama hátt.Hvað gekk illa?Stjarnan spilaði ekki nægilega góðan varnarleik annan leikinn í röð og voru Snæfellingar að hirða fráköst af leikmönnum Stjörnunnar á of auðveldan hátt. Sóknarleikurinn gekk ekki smurt fyrir sig og var hver einasta karfi gríðarlega erfið, þær þurftu að hafa meira fyrir hverri körfu en Snæfellingar.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 33/9 fráköst/9 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13/7 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 4/7 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 3/5 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 3, Jenný Harðardóttir 2, Eyrún Embla Jónsdóttir 0, Shanna Dacanay 0, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 0. Snæfell: Aaryn Ellenberg 31/11 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 21/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, María Björnsdóttir 7, Berglind Gunnarsdóttir 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0. Ingi: Klárum þetta í næsta leik„Ég er ánægður að vera kominn í 2-0 en það var reyndar margt í þessum leik sem ég var ekki ánægður með,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Það sem ég var ánægður með var að það stigu aðrir leikmenn upp og Bryndís [Guðmundsdóttir] átti sinn besta leik. Ég var óánægður með að við vorum að ná forystu og henda henni síðan strax frá okkur til baka. Við komumst tuttugu stigum yfir og svo allt í einu munaði bara tíu stigum.“ Ingi segir að Stjarnan sé þannig lið að leikmennirnir gefast aldrei upp. „Þær fengu allt og mörg tækifæri til að komast sér inn í leikinn og mér fannst það algjör óþarfi. Þetta var samt mjög jákvæður sigur og sigur liðsheildarinnar. Við ætlum okkur langt í þessari keppni og þurfum því að skoða allt í okkar leik. Við fáum núna tækifæri til að klára þetta í Hólminum á miðvikudaginn og ætlum okkur að gera það.“ Pétur: Töpuðum fáránlega mörgum boltum„Við erum bara ekki nægilega grimmar í leiknum og þær ýta okkur bara út úr stöðum,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Í næstu sókn ætlum við síðan að hefna okkar og verðum í stað klaufalegar og of æstar og fáum þá á okkur klaufalegar villur. Snæfellsliðið er gott, með góða leikmenn og mjög reynslumikla, og þær gerðu bara vel í dag.“ Hann segir að Snæfell hafi náð að lokka Stjörnuna í þeirra leik. „Ég veit ekki hvort mínir leikmenn hafi kannski verið eitthvað yfirspenntir. Margar eru að stíga sín fyrstu skref í úrslitakeppni og núna er mikil umfjöllun og það gæti farið inn í hausinn á leikmönnum.“ Pétur segir að tapaði boltar hafi farið með þennan leik. „Við erum að tapa 26 boltum sem er alveg gjörsamlega fáránlegt. Við erum að frákasta vel og fín barátta í liðinu en að tapa svona mörgum boltum þá á maður ekki séns.“ Hann segir að Stjarnan ætli sér að selja sig dýrt í næsta leik. „Við vitum að verkefnið er erfitt en við ætlum bara að fara í Hólminn og sækja sigur, það kemur ekkert annað til greina.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Njarðvík | Barist um farmiða í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Sjá meira
Snæfell vann góðan sigur á Stjörnunni, 86-70, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna en liðið leiðir því einvígið 2-0 og getur með sigri í næsta leik komist í úrslitaeinvígið. Leikurinn fór fram í Ásgarði í Garðabæ og því fer næstu leikur fram í Stykkishólmi. Snæfell hafði yfirhöndina frá fyrstu mínútu og hleyptu Stjörnunni aldrei í takt við leikinn. Aaryn Ellenberg var frábær að vanda hjá Snæfellingum og gerði hún x stig. Dani Radriguez var með x stig fyrir Stjörnuna.Af hverju vann Snæfell?Gæðamunurinn á liðunum er of mikill og Stjarnan átti bara ekki möguleika í þessum leik í dag. Gestirnir spiluðu betri varnarleik og betri sóknarleik. Snæfell var einfaldlega betra liðið á öllum sviðum.Bestu menn vallarins?Aaryn Ellenberg og Bryndís Guðmundsdóttir voru flottar í liði Snæfells. Aaryn frábær í sókninni og Bryndís átti einnig góðan leik þar. Bryndís stjórnaði aftur á móti vörn Snæfells eins og herforingi og Ellenberg stýrði sóknarleik gestanna á sama hátt.Hvað gekk illa?Stjarnan spilaði ekki nægilega góðan varnarleik annan leikinn í röð og voru Snæfellingar að hirða fráköst af leikmönnum Stjörnunnar á of auðveldan hátt. Sóknarleikurinn gekk ekki smurt fyrir sig og var hver einasta karfi gríðarlega erfið, þær þurftu að hafa meira fyrir hverri körfu en Snæfellingar.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 33/9 fráköst/9 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13/7 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 4/7 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 3/5 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 3, Jenný Harðardóttir 2, Eyrún Embla Jónsdóttir 0, Shanna Dacanay 0, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 0. Snæfell: Aaryn Ellenberg 31/11 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 21/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, María Björnsdóttir 7, Berglind Gunnarsdóttir 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0. Ingi: Klárum þetta í næsta leik„Ég er ánægður að vera kominn í 2-0 en það var reyndar margt í þessum leik sem ég var ekki ánægður með,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Það sem ég var ánægður með var að það stigu aðrir leikmenn upp og Bryndís [Guðmundsdóttir] átti sinn besta leik. Ég var óánægður með að við vorum að ná forystu og henda henni síðan strax frá okkur til baka. Við komumst tuttugu stigum yfir og svo allt í einu munaði bara tíu stigum.“ Ingi segir að Stjarnan sé þannig lið að leikmennirnir gefast aldrei upp. „Þær fengu allt og mörg tækifæri til að komast sér inn í leikinn og mér fannst það algjör óþarfi. Þetta var samt mjög jákvæður sigur og sigur liðsheildarinnar. Við ætlum okkur langt í þessari keppni og þurfum því að skoða allt í okkar leik. Við fáum núna tækifæri til að klára þetta í Hólminum á miðvikudaginn og ætlum okkur að gera það.“ Pétur: Töpuðum fáránlega mörgum boltum„Við erum bara ekki nægilega grimmar í leiknum og þær ýta okkur bara út úr stöðum,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Í næstu sókn ætlum við síðan að hefna okkar og verðum í stað klaufalegar og of æstar og fáum þá á okkur klaufalegar villur. Snæfellsliðið er gott, með góða leikmenn og mjög reynslumikla, og þær gerðu bara vel í dag.“ Hann segir að Snæfell hafi náð að lokka Stjörnuna í þeirra leik. „Ég veit ekki hvort mínir leikmenn hafi kannski verið eitthvað yfirspenntir. Margar eru að stíga sín fyrstu skref í úrslitakeppni og núna er mikil umfjöllun og það gæti farið inn í hausinn á leikmönnum.“ Pétur segir að tapaði boltar hafi farið með þennan leik. „Við erum að tapa 26 boltum sem er alveg gjörsamlega fáránlegt. Við erum að frákasta vel og fín barátta í liðinu en að tapa svona mörgum boltum þá á maður ekki séns.“ Hann segir að Stjarnan ætli sér að selja sig dýrt í næsta leik. „Við vitum að verkefnið er erfitt en við ætlum bara að fara í Hólminn og sækja sigur, það kemur ekkert annað til greina.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Njarðvík | Barist um farmiða í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Sjá meira