Kristófer Acox: Var að spila á móti strákum sem eru kannski að fara í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2017 19:00 Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og ætlar að spila næsta leik með KR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en annar leikur Keflavíkur og KR fer fram á mánudagskvöldið. Kristófer er landsliðsmaður og því mikill liðstyrkur fyrir hið sterka lið KR sem vann 19 stiga sigur á Keflavík í fyrsta leik undanúrslitanna. Kristófer hefur undanfarin fjögur ár leikið með Furman í bandaríska háskólakörfuboltanum og setti meðal annars skólamet í skotnýtingu auk þess að skora yfir þúsund stig í leikjum með skólanum. Kristófer mætti á fyrstu æfingu með KR-liðinu í kvöld en hann hefur spilað með mörgum strákanna áður, bæði með landsliðnu og með KR áður en hann fór út í skóla. „Ég lenti bara í morgun og fer bara á fyrstu æfingu á eftir. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður á mánudaginn,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er mikil tilhlökkun enda fjögur ár síðan að ég spilaði síðast heima. Ég held að ég geti fullyrt það að ég hafi bætt mig mikið á þessum tíma í skólanum. Ég er búinn að æfa mikið og ég hef líka eytt tíma í að bæta minn leik á sumrin. Ég geng mjög sáttur frá þessu,“ sagði Kristófer. „Það er mjög mikill agi þarna úti og körfuboltinn er líka allt öðruvísi en hér heima. Þú ert að spila með meiri íþróttamönnum og að spila á móti strákum sem eru kannski að fara í NBA,“ sagði Kristófer. „Planið er að koma heim í eitt ár en ég sé það meira eftir sumarið hvernig þetta fer. Vonandi næ ég að gera eitthvað á Eurobasket en ég veit meira eftir sumarið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það sé best fyrir mig að koma heim í eitt ár og spila mína réttu stöðu. Ég ætla að leggja áherslu á það í sumar og komast í það að spila aðra stöðu en ég hef verið að gera út í Bandaríkjunum. Ísland er mjög góður staður fyrir það,“ sagði Kristófer en það má sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer stigahæstur í sigri Furman | Ekki á heimleið strax Kristófer Acox átti sannkallaðan stórleik í fimmtán stiga sigri Furman á heimavelli í kvöld en hann nýtti ellefu af tólf skotum sínum í leiknum og tók tíu fráköst fyrir tvöfaldri tvennu. 25. mars 2017 22:30 Kristófer: Vildi gefa fólkinu eitthvað til að japla á Kristófer Acox, leikmaður Furman-háskólans og íslenska landsliðsins í körfubolta, segist hafa verið að stríða landanum er hann birti mynd af pizzusneið á Twitter-síðu sinni í gær en hann hefur heyrt orðrómana um að hann sé að snúa aftur í KR-treyjuna. 26. mars 2017 14:45 Kristófer Acox tekur slaginn með KR í úrslitakeppninni Ógnarsterkt lið KR-inga fékk í dag liðsstyrk þegar staðfest var að landsliðsmaðurinn Kristófer Acox myndi leika með liðinu það sem eftir lifir úrslitakeppninnar en Kristófer kemur aftur í lið KR eftir að hafa leikið með Furman í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár. 25. mars 2017 17:17 Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og er orðinn löglegur leikmaður KR. Hann verður með Íslandsmeisturunum í öðrum leik liðsins gegn Keflavík. Kristófer hefur undirbúið þessa heimför síðan í desember. 31. mars 2017 06:00 Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 31. mars 2017 12:00 Furman tapaði í nótt í síðasta leik Kristófers fyrir skólann Kristófer Acox spilaði í nótt síðasta leikinn á tímabilinu með Furman-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum en liðið datt þá út í undanúrslitum CollegeInsider.com úrslitakeppninnar (CIT). 30. mars 2017 11:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og ætlar að spila næsta leik með KR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en annar leikur Keflavíkur og KR fer fram á mánudagskvöldið. Kristófer er landsliðsmaður og því mikill liðstyrkur fyrir hið sterka lið KR sem vann 19 stiga sigur á Keflavík í fyrsta leik undanúrslitanna. Kristófer hefur undanfarin fjögur ár leikið með Furman í bandaríska háskólakörfuboltanum og setti meðal annars skólamet í skotnýtingu auk þess að skora yfir þúsund stig í leikjum með skólanum. Kristófer mætti á fyrstu æfingu með KR-liðinu í kvöld en hann hefur spilað með mörgum strákanna áður, bæði með landsliðnu og með KR áður en hann fór út í skóla. „Ég lenti bara í morgun og fer bara á fyrstu æfingu á eftir. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður á mánudaginn,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er mikil tilhlökkun enda fjögur ár síðan að ég spilaði síðast heima. Ég held að ég geti fullyrt það að ég hafi bætt mig mikið á þessum tíma í skólanum. Ég er búinn að æfa mikið og ég hef líka eytt tíma í að bæta minn leik á sumrin. Ég geng mjög sáttur frá þessu,“ sagði Kristófer. „Það er mjög mikill agi þarna úti og körfuboltinn er líka allt öðruvísi en hér heima. Þú ert að spila með meiri íþróttamönnum og að spila á móti strákum sem eru kannski að fara í NBA,“ sagði Kristófer. „Planið er að koma heim í eitt ár en ég sé það meira eftir sumarið hvernig þetta fer. Vonandi næ ég að gera eitthvað á Eurobasket en ég veit meira eftir sumarið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það sé best fyrir mig að koma heim í eitt ár og spila mína réttu stöðu. Ég ætla að leggja áherslu á það í sumar og komast í það að spila aðra stöðu en ég hef verið að gera út í Bandaríkjunum. Ísland er mjög góður staður fyrir það,“ sagði Kristófer en það má sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer stigahæstur í sigri Furman | Ekki á heimleið strax Kristófer Acox átti sannkallaðan stórleik í fimmtán stiga sigri Furman á heimavelli í kvöld en hann nýtti ellefu af tólf skotum sínum í leiknum og tók tíu fráköst fyrir tvöfaldri tvennu. 25. mars 2017 22:30 Kristófer: Vildi gefa fólkinu eitthvað til að japla á Kristófer Acox, leikmaður Furman-háskólans og íslenska landsliðsins í körfubolta, segist hafa verið að stríða landanum er hann birti mynd af pizzusneið á Twitter-síðu sinni í gær en hann hefur heyrt orðrómana um að hann sé að snúa aftur í KR-treyjuna. 26. mars 2017 14:45 Kristófer Acox tekur slaginn með KR í úrslitakeppninni Ógnarsterkt lið KR-inga fékk í dag liðsstyrk þegar staðfest var að landsliðsmaðurinn Kristófer Acox myndi leika með liðinu það sem eftir lifir úrslitakeppninnar en Kristófer kemur aftur í lið KR eftir að hafa leikið með Furman í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár. 25. mars 2017 17:17 Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og er orðinn löglegur leikmaður KR. Hann verður með Íslandsmeisturunum í öðrum leik liðsins gegn Keflavík. Kristófer hefur undirbúið þessa heimför síðan í desember. 31. mars 2017 06:00 Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 31. mars 2017 12:00 Furman tapaði í nótt í síðasta leik Kristófers fyrir skólann Kristófer Acox spilaði í nótt síðasta leikinn á tímabilinu með Furman-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum en liðið datt þá út í undanúrslitum CollegeInsider.com úrslitakeppninnar (CIT). 30. mars 2017 11:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Kristófer stigahæstur í sigri Furman | Ekki á heimleið strax Kristófer Acox átti sannkallaðan stórleik í fimmtán stiga sigri Furman á heimavelli í kvöld en hann nýtti ellefu af tólf skotum sínum í leiknum og tók tíu fráköst fyrir tvöfaldri tvennu. 25. mars 2017 22:30
Kristófer: Vildi gefa fólkinu eitthvað til að japla á Kristófer Acox, leikmaður Furman-háskólans og íslenska landsliðsins í körfubolta, segist hafa verið að stríða landanum er hann birti mynd af pizzusneið á Twitter-síðu sinni í gær en hann hefur heyrt orðrómana um að hann sé að snúa aftur í KR-treyjuna. 26. mars 2017 14:45
Kristófer Acox tekur slaginn með KR í úrslitakeppninni Ógnarsterkt lið KR-inga fékk í dag liðsstyrk þegar staðfest var að landsliðsmaðurinn Kristófer Acox myndi leika með liðinu það sem eftir lifir úrslitakeppninnar en Kristófer kemur aftur í lið KR eftir að hafa leikið með Furman í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár. 25. mars 2017 17:17
Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og er orðinn löglegur leikmaður KR. Hann verður með Íslandsmeisturunum í öðrum leik liðsins gegn Keflavík. Kristófer hefur undirbúið þessa heimför síðan í desember. 31. mars 2017 06:00
Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 31. mars 2017 12:00
Furman tapaði í nótt í síðasta leik Kristófers fyrir skólann Kristófer Acox spilaði í nótt síðasta leikinn á tímabilinu með Furman-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum en liðið datt þá út í undanúrslitum CollegeInsider.com úrslitakeppninnar (CIT). 30. mars 2017 11:00
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum