Björgólfur Thor á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 21. mars 2017 07:07 Björgólfur Thor Björgólfsson vísir/gva Bill Gates, stofnandi Microsoft tölvurisans er enn eina ferðina í efsta sæti á lista Forbes tímaritsins um ríkustu menn jarðar. Björgólfur Thor Björgólfsson er á listanum en hann komst fyrst á listann árið 2005. Eftir hrun hvarf hann svo af honum en er nú aftur á listanum, þriðja árið í röð. Samkvæmt úttektinni fjölgaði milljarðamæringum í dollurum talið í heiminum á síðasta ári um þrettán prósent og eru þeir nú 2043. Bill Gates er metinn á áttattíu og sex milljarða dollara og hefur auður hans aukist um ellefu milljarða dollara á einu ári. Í öðru sæti er fjárfestirinn Warren Buffet sem bætti sig um tæpa fimmtán milljarða og á alls rúma sjötíu og fimm milljarða. Donald Trump Bandaríkjaforseti er á listanum en hann fellur þó töluvert á milli ára, eða um 220 sæti og hafnar í sæti númer 544. Hann þarf að gera sér að góðu að skrimta af þremur komma fimm milljörðum dollara. Björgólf Thor Björgólfsson er einnig að finna á listanum en hann lendir í sæti númer 1161 og er metinn á 1,8 milljarða bandaríkjadala. Í grein Forbes er farið yfir sögu Björgólfs sem var tíður gestur á téðum lista á árunum fyrir hrun. Hann hafi síðan næstum því misst aleiguna í hruninu en náð að vinna sig upp að nýju eftir að hafa gert flókna samninga við kröfuhafa sína. Í dag er pólska fjarskiptafyrirtækið Play sagt vera hans verðmætasta fjárfesting. Í meðfylgjandi myndbandi frá Forbes má sjá þá sem verma tíu efstu sæti listans í ár. Tengdar fréttir Björgólfur fellur um 400 sæti hjá Forbes Björgólfur Thor Björgólfsson hefur fallið um 400 sæti frá því í fyrra á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, en tímaritið birti í gærkvöldi nýjan lista yfir einstaklinga sem taldir eru eiga yfir einn milljarð bandaríkjadala. 12. mars 2009 07:03 Milljarðamæringar heimsins: Bill Gates ríkastur og Björgólfur snýr aftur Íslendingur snýr aftur á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsins eftir fimm ára fjarveru. 2. mars 2015 12:08 Björgólfur Thor fallinn af lista Forbes - Mexikani er ríkastur Björgólfur Thor Björgólfsson er ekki lengur á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Mexíkóskur símakóngur er ríkasti maður heims að mati tímaritsins. 11. mars 2010 07:02 Björgólfur Thor hækkar um nærri 300 sæti á Forbes-listanum Metinn á 206 milljarða. Bill Gates áfram ríkasti maður heims. 1. mars 2016 17:26 Björgólfur fellur á lista Forbes þrátt fyrir jafnmiklar eignir Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður er í 307. sæti á nýjum lista Forbes yfir ríkustu menn heims og nema eignir hans 3,5 milljörðum dollara, eða um 227 milljörðum króna. Hefur hann fallið úr 249. sæti eða um 58 sæti frá því í fyrra en þá voru eignir hans metnar jafnmiklar. 6. mars 2008 09:33 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bill Gates, stofnandi Microsoft tölvurisans er enn eina ferðina í efsta sæti á lista Forbes tímaritsins um ríkustu menn jarðar. Björgólfur Thor Björgólfsson er á listanum en hann komst fyrst á listann árið 2005. Eftir hrun hvarf hann svo af honum en er nú aftur á listanum, þriðja árið í röð. Samkvæmt úttektinni fjölgaði milljarðamæringum í dollurum talið í heiminum á síðasta ári um þrettán prósent og eru þeir nú 2043. Bill Gates er metinn á áttattíu og sex milljarða dollara og hefur auður hans aukist um ellefu milljarða dollara á einu ári. Í öðru sæti er fjárfestirinn Warren Buffet sem bætti sig um tæpa fimmtán milljarða og á alls rúma sjötíu og fimm milljarða. Donald Trump Bandaríkjaforseti er á listanum en hann fellur þó töluvert á milli ára, eða um 220 sæti og hafnar í sæti númer 544. Hann þarf að gera sér að góðu að skrimta af þremur komma fimm milljörðum dollara. Björgólf Thor Björgólfsson er einnig að finna á listanum en hann lendir í sæti númer 1161 og er metinn á 1,8 milljarða bandaríkjadala. Í grein Forbes er farið yfir sögu Björgólfs sem var tíður gestur á téðum lista á árunum fyrir hrun. Hann hafi síðan næstum því misst aleiguna í hruninu en náð að vinna sig upp að nýju eftir að hafa gert flókna samninga við kröfuhafa sína. Í dag er pólska fjarskiptafyrirtækið Play sagt vera hans verðmætasta fjárfesting. Í meðfylgjandi myndbandi frá Forbes má sjá þá sem verma tíu efstu sæti listans í ár.
Tengdar fréttir Björgólfur fellur um 400 sæti hjá Forbes Björgólfur Thor Björgólfsson hefur fallið um 400 sæti frá því í fyrra á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, en tímaritið birti í gærkvöldi nýjan lista yfir einstaklinga sem taldir eru eiga yfir einn milljarð bandaríkjadala. 12. mars 2009 07:03 Milljarðamæringar heimsins: Bill Gates ríkastur og Björgólfur snýr aftur Íslendingur snýr aftur á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsins eftir fimm ára fjarveru. 2. mars 2015 12:08 Björgólfur Thor fallinn af lista Forbes - Mexikani er ríkastur Björgólfur Thor Björgólfsson er ekki lengur á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Mexíkóskur símakóngur er ríkasti maður heims að mati tímaritsins. 11. mars 2010 07:02 Björgólfur Thor hækkar um nærri 300 sæti á Forbes-listanum Metinn á 206 milljarða. Bill Gates áfram ríkasti maður heims. 1. mars 2016 17:26 Björgólfur fellur á lista Forbes þrátt fyrir jafnmiklar eignir Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður er í 307. sæti á nýjum lista Forbes yfir ríkustu menn heims og nema eignir hans 3,5 milljörðum dollara, eða um 227 milljörðum króna. Hefur hann fallið úr 249. sæti eða um 58 sæti frá því í fyrra en þá voru eignir hans metnar jafnmiklar. 6. mars 2008 09:33 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Björgólfur fellur um 400 sæti hjá Forbes Björgólfur Thor Björgólfsson hefur fallið um 400 sæti frá því í fyrra á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, en tímaritið birti í gærkvöldi nýjan lista yfir einstaklinga sem taldir eru eiga yfir einn milljarð bandaríkjadala. 12. mars 2009 07:03
Milljarðamæringar heimsins: Bill Gates ríkastur og Björgólfur snýr aftur Íslendingur snýr aftur á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsins eftir fimm ára fjarveru. 2. mars 2015 12:08
Björgólfur Thor fallinn af lista Forbes - Mexikani er ríkastur Björgólfur Thor Björgólfsson er ekki lengur á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Mexíkóskur símakóngur er ríkasti maður heims að mati tímaritsins. 11. mars 2010 07:02
Björgólfur Thor hækkar um nærri 300 sæti á Forbes-listanum Metinn á 206 milljarða. Bill Gates áfram ríkasti maður heims. 1. mars 2016 17:26
Björgólfur fellur á lista Forbes þrátt fyrir jafnmiklar eignir Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður er í 307. sæti á nýjum lista Forbes yfir ríkustu menn heims og nema eignir hans 3,5 milljörðum dollara, eða um 227 milljörðum króna. Hefur hann fallið úr 249. sæti eða um 58 sæti frá því í fyrra en þá voru eignir hans metnar jafnmiklar. 6. mars 2008 09:33