Leggja til að ríkisstarfsmenn þurfi ekki að vera íslenskir ríkisborgarar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2017 08:22 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, er einn af flutningsmönnum frumvarpsins. vísir/anton brink Fjórir þingmenn Viðreisnar, þau Pawel Bartoszek, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson og Jóna Sólveig Elínardóttir hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Í frumvarpinu er lagt til að felld verði á brott almenn krafa sem gerð er í lögunum um að ríkisstarfsmenn þurfi að hafa íslenskan ríkisborgararétt eða ríkisborgararétt frá öðru EES- eða EFTA-ríki eða þá Færeyjum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með ákvæðinu sé útlendingum á Íslandi skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn hafi „sömu tækifæri og Íslendingar til að starfa hjá hinu opinbera en hinn ekki. Rétt er að vekja athygli á að takmörkun 4. tölul. nær einnig til ríkisborgara frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem fengið hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem ella mundi veita þeim heimild til að vinna viðkomandi starf. Að mati flutningsmanna frumvarpsins er reglan barn síns tíma og óþarflega íþyngjandi,“ segir í greinargerðinni. Þá kemur þar jafnframt fram að þetta ákvæði sé einsdæmi á Norðurlöndunum þar sem ekki sé að finna sambærilegt ákvæði í lögum hvorki í Danmörku, Svíþjóð, Noregi né Finnlandi. Þar eru opinber störf aðgengileg öllum þeim sem hafa tiltekin atvinnuleyfi. „Eðli málsins samkvæmt er víða gerð krafa um tungumálakunnáttu o.fl. þess háttar til að gegna tilteknum störfum og hróflar þetta frumvarp ekki við rétti opinberra aðila til að setja slík málefnaleg skilyrði eftir sem áður. Þá er ekki lagt til að gerðar verði breytingar á þeirri kröfu 20. gr. stjórnarskrárinnar að embættismenn skuli vera íslenskir ríkisborgarar, en til embættismanna heyra m.a. dómarar og lögreglumenn, sbr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,“ segir í lok greinargerðarinnar en frumvarpið má sjá hér. Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Fjórir þingmenn Viðreisnar, þau Pawel Bartoszek, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson og Jóna Sólveig Elínardóttir hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Í frumvarpinu er lagt til að felld verði á brott almenn krafa sem gerð er í lögunum um að ríkisstarfsmenn þurfi að hafa íslenskan ríkisborgararétt eða ríkisborgararétt frá öðru EES- eða EFTA-ríki eða þá Færeyjum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með ákvæðinu sé útlendingum á Íslandi skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn hafi „sömu tækifæri og Íslendingar til að starfa hjá hinu opinbera en hinn ekki. Rétt er að vekja athygli á að takmörkun 4. tölul. nær einnig til ríkisborgara frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem fengið hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem ella mundi veita þeim heimild til að vinna viðkomandi starf. Að mati flutningsmanna frumvarpsins er reglan barn síns tíma og óþarflega íþyngjandi,“ segir í greinargerðinni. Þá kemur þar jafnframt fram að þetta ákvæði sé einsdæmi á Norðurlöndunum þar sem ekki sé að finna sambærilegt ákvæði í lögum hvorki í Danmörku, Svíþjóð, Noregi né Finnlandi. Þar eru opinber störf aðgengileg öllum þeim sem hafa tiltekin atvinnuleyfi. „Eðli málsins samkvæmt er víða gerð krafa um tungumálakunnáttu o.fl. þess háttar til að gegna tilteknum störfum og hróflar þetta frumvarp ekki við rétti opinberra aðila til að setja slík málefnaleg skilyrði eftir sem áður. Þá er ekki lagt til að gerðar verði breytingar á þeirri kröfu 20. gr. stjórnarskrárinnar að embættismenn skuli vera íslenskir ríkisborgarar, en til embættismanna heyra m.a. dómarar og lögreglumenn, sbr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,“ segir í lok greinargerðarinnar en frumvarpið má sjá hér.
Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira