Byrjaði að æfa aðeins sautján dögum eftir að hún eignaðist barnið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 09:30 Helena Sverrisdóttir. Vísir/Anton Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, snéri aftur úr barnsburðarleyfi á sunnudagskvöldið og skoraði þá sextán stig í sínum fyrsta leik í næstum því eitt ár. Helena átti dótturina Elínu Hildi Finnsdóttur 9. febrúar og lék sinn fyrsta leik aðeins 38 dögum síðar. Helena var þó búin að mæta á æfingar í mun lengri tíma eins og kemur fram í viðtali við hana í Morgunblaðinu. Helena byrjaði að æfa aðeins sautján dögum eftir að hún eignaðist barnið. „Mér líður mjög vel og er bara mun hressari en ég hafði ímyndað mér. Ég er búin að vera að æfa síðustu vikurnar og hef verið að styrkja mig og þá að ég eigi langt í land fannst mér ég komin á þann stað að geta farið að spila,“ sagði Helena í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Helena lék á móti Stjörnunni á Ásvöllum á sunnudagskvöldið þar sem hún skoraði 16 stig og tók 7 fráköst á aðeins 21 mínútu. „Ég spilaði þennan leik því bara vegna þess að ég saknaði körfubolta svo mikið,“ sagði Helena sem tók þá ákvörðun með Ingvari Guðjónssyni þjálfara að spila tvo síðustu leiki tímabilsins. Dóttrin er fastagestur í íþróttahúsinu á Ásvöllum enda leikur faðir hennar, Finnur Atli Magnússon, með karlaliðinu. „Hún verður alin upp í íþróttahúsinu svo að það er bara fínt að venja hana strax við,“ segir Helena. Helena hefur sett strax stefnuna á því að komast í landsliðshóp Ívar Ásgrímssonar fyrir verkefni vorsins en íslenska liðið spilar meðal annars á Smáþjóðaleikunum eftir rúma tvo mánuði. „Við höfum alltaf verið að horfa til þess að ég yrði tilbúin þegar Smáþjóðaleikarnir byrja. Landsliðsþjálfarinn er að þjálfa á Ásvöllum svo hann sér mig á hverjum degi, en það er fínt að láta aðeins vita af sér með því að spila, svo að fólk viti að ég ætla að koma til baka,“ sagði Helena en það má lesa allt viðtalið við hana í Morgunblaðinu í dag. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, snéri aftur úr barnsburðarleyfi á sunnudagskvöldið og skoraði þá sextán stig í sínum fyrsta leik í næstum því eitt ár. Helena átti dótturina Elínu Hildi Finnsdóttur 9. febrúar og lék sinn fyrsta leik aðeins 38 dögum síðar. Helena var þó búin að mæta á æfingar í mun lengri tíma eins og kemur fram í viðtali við hana í Morgunblaðinu. Helena byrjaði að æfa aðeins sautján dögum eftir að hún eignaðist barnið. „Mér líður mjög vel og er bara mun hressari en ég hafði ímyndað mér. Ég er búin að vera að æfa síðustu vikurnar og hef verið að styrkja mig og þá að ég eigi langt í land fannst mér ég komin á þann stað að geta farið að spila,“ sagði Helena í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Helena lék á móti Stjörnunni á Ásvöllum á sunnudagskvöldið þar sem hún skoraði 16 stig og tók 7 fráköst á aðeins 21 mínútu. „Ég spilaði þennan leik því bara vegna þess að ég saknaði körfubolta svo mikið,“ sagði Helena sem tók þá ákvörðun með Ingvari Guðjónssyni þjálfara að spila tvo síðustu leiki tímabilsins. Dóttrin er fastagestur í íþróttahúsinu á Ásvöllum enda leikur faðir hennar, Finnur Atli Magnússon, með karlaliðinu. „Hún verður alin upp í íþróttahúsinu svo að það er bara fínt að venja hana strax við,“ segir Helena. Helena hefur sett strax stefnuna á því að komast í landsliðshóp Ívar Ásgrímssonar fyrir verkefni vorsins en íslenska liðið spilar meðal annars á Smáþjóðaleikunum eftir rúma tvo mánuði. „Við höfum alltaf verið að horfa til þess að ég yrði tilbúin þegar Smáþjóðaleikarnir byrja. Landsliðsþjálfarinn er að þjálfa á Ásvöllum svo hann sér mig á hverjum degi, en það er fínt að láta aðeins vita af sér með því að spila, svo að fólk viti að ég ætla að koma til baka,“ sagði Helena en það má lesa allt viðtalið við hana í Morgunblaðinu í dag.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira