Kavanagh: Hef alltaf sagt að Gunnar er næsta stjarna veltivigtarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2017 09:00 Gunnar Nelson er búinn að vinna tvo bardaga í röð í UFC. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir Írski bardagaíþróttaþjálfarinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conors McGregors, er meira en sáttur með frammistöðu Gunnars í búrinu á móti Bandaríkjamanninum Alan Jouban síðastliðið laugardagskvöld. Gunnar pakkaði Jouban saman og kláraði hann með hengingartaki eftir 47 sekúndur í annarri lotu. Hengingunni náði hann eftir að slökkva ljósin hjá Jouban með fallegu höggi og fylgja því eftir með sparki í andlitið. „Gæðin sem ég sá hjá Gunnari á laugardaginn eru þau sömu og ég hef séð frá byrjun,“ segir Kavanagh í viðtali við The Mirror á Írlandi.John Kavanagh fylgist með Gunnari berja á Jouban í London á laugardaginn.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirKavanagh hefur ávallt haft tröllatrú á Gunnari og lýst því yfir nokkrum sinnum að hann verði heimsmeistari í veltivigt UFC. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann búist við því að Gunnar fái titilbardaga í lok þessa árs. „Ég hef alltaf sagt að Gunnar er næsta stjarna veltivigtarinnar. Við höfum hrasað tvisvar sinnum en lært mikið á leiðinni,“ segir Kavanagh og vísar til tapanna á móti Rick Story og Demian Maia. „Við lærðum mikið af tapinu á móti Story og enn þá meira af tapinu gegn Maia.“ „Í síðustu tveimur bardögum hefur Gunnar sýnt hvert hann getur komist. Hann er búinn að bæta þolið svakalega og að berjast standandi. Hann útboxaði Albert Tumenov sem er boxari og hann var líka betri standandi en Jouban en það er styrkleiki hans. Síðan er Gunnar augljóslega frábær í gólfinu,“ segir John Kavanagh. MMA Tengdar fréttir Vill að Gunnar berjist við Undradrenginn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur ákveðnar hugmyndir um hverjum Gunnar eigi að berjast á móti næst. 21. mars 2017 08:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Sjá meira
Írski bardagaíþróttaþjálfarinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conors McGregors, er meira en sáttur með frammistöðu Gunnars í búrinu á móti Bandaríkjamanninum Alan Jouban síðastliðið laugardagskvöld. Gunnar pakkaði Jouban saman og kláraði hann með hengingartaki eftir 47 sekúndur í annarri lotu. Hengingunni náði hann eftir að slökkva ljósin hjá Jouban með fallegu höggi og fylgja því eftir með sparki í andlitið. „Gæðin sem ég sá hjá Gunnari á laugardaginn eru þau sömu og ég hef séð frá byrjun,“ segir Kavanagh í viðtali við The Mirror á Írlandi.John Kavanagh fylgist með Gunnari berja á Jouban í London á laugardaginn.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirKavanagh hefur ávallt haft tröllatrú á Gunnari og lýst því yfir nokkrum sinnum að hann verði heimsmeistari í veltivigt UFC. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann búist við því að Gunnar fái titilbardaga í lok þessa árs. „Ég hef alltaf sagt að Gunnar er næsta stjarna veltivigtarinnar. Við höfum hrasað tvisvar sinnum en lært mikið á leiðinni,“ segir Kavanagh og vísar til tapanna á móti Rick Story og Demian Maia. „Við lærðum mikið af tapinu á móti Story og enn þá meira af tapinu gegn Maia.“ „Í síðustu tveimur bardögum hefur Gunnar sýnt hvert hann getur komist. Hann er búinn að bæta þolið svakalega og að berjast standandi. Hann útboxaði Albert Tumenov sem er boxari og hann var líka betri standandi en Jouban en það er styrkleiki hans. Síðan er Gunnar augljóslega frábær í gólfinu,“ segir John Kavanagh.
MMA Tengdar fréttir Vill að Gunnar berjist við Undradrenginn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur ákveðnar hugmyndir um hverjum Gunnar eigi að berjast á móti næst. 21. mars 2017 08:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Sjá meira
Vill að Gunnar berjist við Undradrenginn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur ákveðnar hugmyndir um hverjum Gunnar eigi að berjast á móti næst. 21. mars 2017 08:30