Brjálaðir fótboltapabbar fóru að slást í miðjum leik strákanna sinna | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2017 12:00 Myndin tengist ekki fréttinni en slagsmál koma upp á mörgum stöðum tengdum fóboltanum en sjaldnast þó á leikjum unglingaliða. Það kom þó fyrir á Spáni um síðustu helgi. Vísir/Getty Foreldrar barna í íþróttum geta verið til vandræða en vandamálið er þó sjaldan eins mikið og á Spáni þar sem mörg félög eru að lenda í miklum vandræðum með skapheita foreldra. Eitt alvarlegasta dæmið um þetta var á leik tólf og þrettán ára stráka á Mallorca um helgina en þá varð allt vitlaust, ekki inn á vellinum heldur utan hans. Unglingaliðin Alaró og Collerense voru að þarna mætast en leikurinn kláraðist aldrei. Spænska blaðið El Confidencial sagði frá slagsmálum foreldra en mikil ósætti urðu milli foreldra úr sitthvoru liðinu eftir harða tæklingu inn á vellinum. Eftir rifildi og köll manna í milli gengu tveir pabbar lengst og létu bæði hnefahögg og spörk vaða í hvorn annan. Rifildið og slagsmálin byrjuðu utan vallar en enduðu innan hans. Dómari leiksins tók að lokum þá ákvörðun að flauta leikinn af. Fréttin varð stærri því slagsmálin náðust á myndaband sem má sjá hér fyrir neðan. Það var kaldhæðni örlaganna að Spánverjar voru einmitt að halda upp á Feðradaginn þennan umrædda sunnudag. El Confidencial segir líka frá því að hegðun foreldra er orðið mikið vandamál á Spáni. Það voru því önnur dæmi um að foreldrar höfðu ruðst inn á völlinn til að segja hvorum öðrum til syndanna á leik hjá enn yngri börnum. Fyrr á þessu ári tóku líka forráðamenn Atlético Madrid þá ákvörðun að banna foreldrum að vera á æfingasvæðinu á virkum dögum þar sem að félagið treysti sér ekki til að gæta öryggis þeirra. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Foreldrar barna í íþróttum geta verið til vandræða en vandamálið er þó sjaldan eins mikið og á Spáni þar sem mörg félög eru að lenda í miklum vandræðum með skapheita foreldra. Eitt alvarlegasta dæmið um þetta var á leik tólf og þrettán ára stráka á Mallorca um helgina en þá varð allt vitlaust, ekki inn á vellinum heldur utan hans. Unglingaliðin Alaró og Collerense voru að þarna mætast en leikurinn kláraðist aldrei. Spænska blaðið El Confidencial sagði frá slagsmálum foreldra en mikil ósætti urðu milli foreldra úr sitthvoru liðinu eftir harða tæklingu inn á vellinum. Eftir rifildi og köll manna í milli gengu tveir pabbar lengst og létu bæði hnefahögg og spörk vaða í hvorn annan. Rifildið og slagsmálin byrjuðu utan vallar en enduðu innan hans. Dómari leiksins tók að lokum þá ákvörðun að flauta leikinn af. Fréttin varð stærri því slagsmálin náðust á myndaband sem má sjá hér fyrir neðan. Það var kaldhæðni örlaganna að Spánverjar voru einmitt að halda upp á Feðradaginn þennan umrædda sunnudag. El Confidencial segir líka frá því að hegðun foreldra er orðið mikið vandamál á Spáni. Það voru því önnur dæmi um að foreldrar höfðu ruðst inn á völlinn til að segja hvorum öðrum til syndanna á leik hjá enn yngri börnum. Fyrr á þessu ári tóku líka forráðamenn Atlético Madrid þá ákvörðun að banna foreldrum að vera á æfingasvæðinu á virkum dögum þar sem að félagið treysti sér ekki til að gæta öryggis þeirra.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira