Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2017 11:33 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. vísir/gva Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem fjallað er um að ríkisstjórnin boði nýjan skatt á ferðaþjónustuna. Er meðal annars verið að skoða að krefja rútufyrirtækin um að kaupa leyfi fyrir starfsemi þeirra. Fjallað er um þennan mögulega nýja skatt í miðlum á borð við The Telegraph, Travel and Leisure og The Sun. Í viðtali Bloomberg við ráðherrann segir að ríkisstjórnin sé nú að íhuga hvaða leiðir séu færar varðandi aukna skattlagningu á ferðaþjónustuna þar sem markmiðið væri að takmarka þann fjölda sem fer á vinsælustu ferðamannastaðina hérlendis. „Ferðaþjónustan og við öll verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Þórdís Kolbrún.Ísland að verða enn dýrara? Eins og ítrekað hefur verið fjallað um hefur ferðamönnum sem sækja Ísland heim fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Er því spáð að allt að 2,3 milljónir ferðamanna komi hingað á þessu ári. Eitthvað hefur þó verið um afbókanir undanfarið vegna óhagstæðs gengis þar sem krónan hefur styrkst mikið gagnvart erlendum gjaldmiðlum og ferðir hingað til lands hafa því hækkað í verði, sem og vörur og þjónusta sem ferðamenn kaupa hér. Í tengslum við viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu og nýja skattinn sem ríkisstjórnin er að skoða er því einmitt slegið upp í miðlunum erlendis að Ísland stefni nú í að verða dýrara en það er nú þegar. Þórdís Kolbrún hefur áhyggjur af því að of mikil ásókn í helstu náttúruperlur landsins geti spillt fyrir upplifun ferðamanna og jafnvel spillt perlunum sjálfum. Hún kallar eftir hugrekki frá kollegum sínum í ríkisstjórninni og aðilum í ferðaþjónustunni.Þarf að tryggja að upplifun ferðamanna sé jákvæð „Sum svæði eru einfaldlega þannig að þau bera ekki eina milljón ferðamanna á ári. Ef við hleypum enn fleira fólki inn á þau svæði þá missum við það sem gerir þau sértsök; einstakar náttúruperlur sem eru hluti af ímynd okkar og við erum að selja,“ segir Þórdís Kolbrún. Á meðal þess sem ríkisstjórnin er að skoða varðandi aukna skattheimtu er að krefja rútufyrirtækin og ferðaþjónustufyrirtæki sem selja skipulagðar ferðir að kaupa sérstakt leyfi fyrir starfsemi sinni. Unnið er að útfærslu á þessu af hópi sem starfar á vegum fjármálaráðuneytisins. Þá hefur þegar verið ákveðið að hækka gistináttagjald úr 100 krónum í 300 krónur frá og með næsta hausti en það var ákveðið á síðasta ári. Þá skilaði gjaldið 400 milljónum króna í ríkiskassann en í ár gæti hann skilað allt að 1,2 milljörðum króna. Öll frekari skattheimta færi í að byggja upp innviði. „Þegar við tölum um að taka gjald fyrir aðgang þá þýðir það fyrir mér að stýra því hversu margir geta heimsótt tiltekin svæði sem er nauðsynlegt fyrir okkur að gera. Við þurfum líka að tryggja að upplifun ferðamanna sem hingað koma sé jákvæð.“Uppfært klukkan 15:00: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að verið væri að skoða að hækka gistináttagjaldið, eins og fram kom í frétt Bloomberg. Hið rétta er hins vegar að í fyrra var ákveðið að hækka gjaldið frá og með næsta hausti. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem fjallað er um að ríkisstjórnin boði nýjan skatt á ferðaþjónustuna. Er meðal annars verið að skoða að krefja rútufyrirtækin um að kaupa leyfi fyrir starfsemi þeirra. Fjallað er um þennan mögulega nýja skatt í miðlum á borð við The Telegraph, Travel and Leisure og The Sun. Í viðtali Bloomberg við ráðherrann segir að ríkisstjórnin sé nú að íhuga hvaða leiðir séu færar varðandi aukna skattlagningu á ferðaþjónustuna þar sem markmiðið væri að takmarka þann fjölda sem fer á vinsælustu ferðamannastaðina hérlendis. „Ferðaþjónustan og við öll verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Þórdís Kolbrún.Ísland að verða enn dýrara? Eins og ítrekað hefur verið fjallað um hefur ferðamönnum sem sækja Ísland heim fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Er því spáð að allt að 2,3 milljónir ferðamanna komi hingað á þessu ári. Eitthvað hefur þó verið um afbókanir undanfarið vegna óhagstæðs gengis þar sem krónan hefur styrkst mikið gagnvart erlendum gjaldmiðlum og ferðir hingað til lands hafa því hækkað í verði, sem og vörur og þjónusta sem ferðamenn kaupa hér. Í tengslum við viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu og nýja skattinn sem ríkisstjórnin er að skoða er því einmitt slegið upp í miðlunum erlendis að Ísland stefni nú í að verða dýrara en það er nú þegar. Þórdís Kolbrún hefur áhyggjur af því að of mikil ásókn í helstu náttúruperlur landsins geti spillt fyrir upplifun ferðamanna og jafnvel spillt perlunum sjálfum. Hún kallar eftir hugrekki frá kollegum sínum í ríkisstjórninni og aðilum í ferðaþjónustunni.Þarf að tryggja að upplifun ferðamanna sé jákvæð „Sum svæði eru einfaldlega þannig að þau bera ekki eina milljón ferðamanna á ári. Ef við hleypum enn fleira fólki inn á þau svæði þá missum við það sem gerir þau sértsök; einstakar náttúruperlur sem eru hluti af ímynd okkar og við erum að selja,“ segir Þórdís Kolbrún. Á meðal þess sem ríkisstjórnin er að skoða varðandi aukna skattheimtu er að krefja rútufyrirtækin og ferðaþjónustufyrirtæki sem selja skipulagðar ferðir að kaupa sérstakt leyfi fyrir starfsemi sinni. Unnið er að útfærslu á þessu af hópi sem starfar á vegum fjármálaráðuneytisins. Þá hefur þegar verið ákveðið að hækka gistináttagjald úr 100 krónum í 300 krónur frá og með næsta hausti en það var ákveðið á síðasta ári. Þá skilaði gjaldið 400 milljónum króna í ríkiskassann en í ár gæti hann skilað allt að 1,2 milljörðum króna. Öll frekari skattheimta færi í að byggja upp innviði. „Þegar við tölum um að taka gjald fyrir aðgang þá þýðir það fyrir mér að stýra því hversu margir geta heimsótt tiltekin svæði sem er nauðsynlegt fyrir okkur að gera. Við þurfum líka að tryggja að upplifun ferðamanna sem hingað koma sé jákvæð.“Uppfært klukkan 15:00: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að verið væri að skoða að hækka gistináttagjaldið, eins og fram kom í frétt Bloomberg. Hið rétta er hins vegar að í fyrra var ákveðið að hækka gjaldið frá og með næsta hausti. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42
Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00
Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54