Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2017 19:30 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það gerist ekki oft að þingmenn vitni beinlínisí gróusögur í ræðustól Alþingis. En það gerðist í dag þegar þingmaður Framsóknarflokksins sagðist hafa heyrt á göngum þingsins að heilbrigðisráðherra væri búinn að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfnu. „Það er margt sem hægt væri að ræða hér í dag hvað varðar störf þingsins. Má þar meðal annars nefna að aðilar hafa komið að máli við nokkra háttvirta þingmenn og sagt að nú þegar hefði háttvirtur heilbrigðisráðherra gefið leyfi fyrir því að fyrsta einkarekna sjúkrahúsþjónustan hér á landi geti hafið þjónustu sína. Ég háttvirtur þingmaður hef ekki heyrt fréttir þessa efnis frá hæstvirtum heilbrigðisráðherra og þetta mál hefur ekki komið fyrir háttvirt Alþingi. Ég get því ekki annað en spurt hér í ræðustól Alþingis hvort hæstvirtur heilbrigðisráðherra sé búinn að stíga stærstu skref í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins án þess að koma með málið hér inn til þingsins. getur einhver háttvirtur þingmaður ríkisstjórnarinnar upplýst okkur um málið,“ sagði Elsa Lára. Fréttastofan spurði heilbrigðisráðherra að þessu fyrir þingmanninn.Varstu að ganga frá einhverjum samningum í dag?„Nei ég hef nú ekki gert það. Ég var ekki í þingsal en þetta kemur mér á óvart. Vegna þess að eins og ég hef marg oft sagt meðal annars í þingsal, þá stendur ekki til hjá mér að gera neinar stórar breytingar á heilbrigðiskerfinu eða semja sérstaklega um einkavæðingu eða aukinn einkarekstur. Þannig að ég verð eiginlega að vísa þessu til föðurhúsanna,“ sagði Óttarr Proppé. Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það gerist ekki oft að þingmenn vitni beinlínisí gróusögur í ræðustól Alþingis. En það gerðist í dag þegar þingmaður Framsóknarflokksins sagðist hafa heyrt á göngum þingsins að heilbrigðisráðherra væri búinn að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfnu. „Það er margt sem hægt væri að ræða hér í dag hvað varðar störf þingsins. Má þar meðal annars nefna að aðilar hafa komið að máli við nokkra háttvirta þingmenn og sagt að nú þegar hefði háttvirtur heilbrigðisráðherra gefið leyfi fyrir því að fyrsta einkarekna sjúkrahúsþjónustan hér á landi geti hafið þjónustu sína. Ég háttvirtur þingmaður hef ekki heyrt fréttir þessa efnis frá hæstvirtum heilbrigðisráðherra og þetta mál hefur ekki komið fyrir háttvirt Alþingi. Ég get því ekki annað en spurt hér í ræðustól Alþingis hvort hæstvirtur heilbrigðisráðherra sé búinn að stíga stærstu skref í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins án þess að koma með málið hér inn til þingsins. getur einhver háttvirtur þingmaður ríkisstjórnarinnar upplýst okkur um málið,“ sagði Elsa Lára. Fréttastofan spurði heilbrigðisráðherra að þessu fyrir þingmanninn.Varstu að ganga frá einhverjum samningum í dag?„Nei ég hef nú ekki gert það. Ég var ekki í þingsal en þetta kemur mér á óvart. Vegna þess að eins og ég hef marg oft sagt meðal annars í þingsal, þá stendur ekki til hjá mér að gera neinar stórar breytingar á heilbrigðiskerfinu eða semja sérstaklega um einkavæðingu eða aukinn einkarekstur. Þannig að ég verð eiginlega að vísa þessu til föðurhúsanna,“ sagði Óttarr Proppé.
Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira