Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2017 19:30 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það gerist ekki oft að þingmenn vitni beinlínisí gróusögur í ræðustól Alþingis. En það gerðist í dag þegar þingmaður Framsóknarflokksins sagðist hafa heyrt á göngum þingsins að heilbrigðisráðherra væri búinn að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfnu. „Það er margt sem hægt væri að ræða hér í dag hvað varðar störf þingsins. Má þar meðal annars nefna að aðilar hafa komið að máli við nokkra háttvirta þingmenn og sagt að nú þegar hefði háttvirtur heilbrigðisráðherra gefið leyfi fyrir því að fyrsta einkarekna sjúkrahúsþjónustan hér á landi geti hafið þjónustu sína. Ég háttvirtur þingmaður hef ekki heyrt fréttir þessa efnis frá hæstvirtum heilbrigðisráðherra og þetta mál hefur ekki komið fyrir háttvirt Alþingi. Ég get því ekki annað en spurt hér í ræðustól Alþingis hvort hæstvirtur heilbrigðisráðherra sé búinn að stíga stærstu skref í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins án þess að koma með málið hér inn til þingsins. getur einhver háttvirtur þingmaður ríkisstjórnarinnar upplýst okkur um málið,“ sagði Elsa Lára. Fréttastofan spurði heilbrigðisráðherra að þessu fyrir þingmanninn.Varstu að ganga frá einhverjum samningum í dag?„Nei ég hef nú ekki gert það. Ég var ekki í þingsal en þetta kemur mér á óvart. Vegna þess að eins og ég hef marg oft sagt meðal annars í þingsal, þá stendur ekki til hjá mér að gera neinar stórar breytingar á heilbrigðiskerfinu eða semja sérstaklega um einkavæðingu eða aukinn einkarekstur. Þannig að ég verð eiginlega að vísa þessu til föðurhúsanna,“ sagði Óttarr Proppé. Alþingi Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það gerist ekki oft að þingmenn vitni beinlínisí gróusögur í ræðustól Alþingis. En það gerðist í dag þegar þingmaður Framsóknarflokksins sagðist hafa heyrt á göngum þingsins að heilbrigðisráðherra væri búinn að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfnu. „Það er margt sem hægt væri að ræða hér í dag hvað varðar störf þingsins. Má þar meðal annars nefna að aðilar hafa komið að máli við nokkra háttvirta þingmenn og sagt að nú þegar hefði háttvirtur heilbrigðisráðherra gefið leyfi fyrir því að fyrsta einkarekna sjúkrahúsþjónustan hér á landi geti hafið þjónustu sína. Ég háttvirtur þingmaður hef ekki heyrt fréttir þessa efnis frá hæstvirtum heilbrigðisráðherra og þetta mál hefur ekki komið fyrir háttvirt Alþingi. Ég get því ekki annað en spurt hér í ræðustól Alþingis hvort hæstvirtur heilbrigðisráðherra sé búinn að stíga stærstu skref í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins án þess að koma með málið hér inn til þingsins. getur einhver háttvirtur þingmaður ríkisstjórnarinnar upplýst okkur um málið,“ sagði Elsa Lára. Fréttastofan spurði heilbrigðisráðherra að þessu fyrir þingmanninn.Varstu að ganga frá einhverjum samningum í dag?„Nei ég hef nú ekki gert það. Ég var ekki í þingsal en þetta kemur mér á óvart. Vegna þess að eins og ég hef marg oft sagt meðal annars í þingsal, þá stendur ekki til hjá mér að gera neinar stórar breytingar á heilbrigðiskerfinu eða semja sérstaklega um einkavæðingu eða aukinn einkarekstur. Þannig að ég verð eiginlega að vísa þessu til föðurhúsanna,“ sagði Óttarr Proppé.
Alþingi Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira