Sigurður Sæberg Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs Advania, en alls starfa um 50 manns á sviðinu. Sigurður hefur gegngt starfi deildarstjóra á rekstrarlausnasviði Advaniua undanfarið ár.
Áður en Sigurður hóf störf hjá Advania var hann sölu- og markaðsstjóri Þekkingar frá árinu 2013. Hann er með B.Sc. í viðskipta- og markaðsfræðum frá Auburn Montgomery háskólanum í Bandaríkjunum.
„Það er virkilega ánægjulegt að fá Sigurð í framkvæmdastjórn. Hann hefur starfað hjá félaginu í rúmt ár og við vitum vel hvers megnugur hann er. “ er haft eftir Ægi Má Þórissyni, forstjóra Advania á Íslandi, í tilkynningu.
„Væntingar viðskiptavina aukast sífellt og því er mikilvægt fyrir okkur að vinna stöðugt að því að laga sölu- og þjónustuframboð að kröfum þeirra. Þarna á Sigurður eftir að koma sterkur inn, enda með mikla reynslu úr heimi upplýsingatæknilausna.“
Sigurður Sæberg í framkvæmdastjórn Advania
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar

Mest lesið


Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent


Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent


Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent

Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent