Kristófer stigahæstur í sigri Furman | Ekki á heimleið strax Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2017 22:30 Kristófer Acox stuðaði marga á Twitter í dag með mynd af pizzusneið. vísir/ernir Kristófer Acox, leikmaður Furman í bandaríska háskólakörfuboltanum, átti sannkallaðan stórleik í 79-64 stiga sigri Furman gegn Campbell Fighting Camels en óvíst er hvaða liði Furman mætir í undanúrslitum College Insider Tournament. Kristófer sem er á lokaári sínu í Furman-háskólanum er að leika síðustu leiki sína og lét hann heldur betur taka til sín í dag. Var hann stigahæstur í liði Furman en heimamenn tóku níu stiga forskot inn í hálfleikinn og unnu að lokum fimmtán stiga sigur. Kristófer var ekki aðeins stigahæstur en ásamt því að setja 24 stig tók hann tíu fráköst og lauk því leiknum með tvöfalda tvennu. Skotnýting Kristófers var til fyrirmyndar í leiknum en hann nýtti ellefu af tólf skotum sínum ásamt því að setja niður bæði vítaskot sín í leiknum. Undanúrslitaleikurinn er á miðvikudaginn og kemur í ljós um helgina hvaða liði Furman mætir en úrslitaleikurinn fer svo fram á föstudaginn næstkomandi. Það verður því einhver töf á væntanlegri heimkomu Kristófers í Dominos-deild karla en Kristófer sem er uppalinn í KR deildi á Twitter-síðu sinni mynd af pizzusneið í dag og voru margir fljótir að álykta að hann væri á heimleið. Sé hann á heimleið verður einhver töf á því en það fer ekki framhjá neinum að hann yrði flottur liðsstyrkur fyrir KR.Final from Campbell! Furman advances to the semifinals of the College Insider Tournament! #CIT pic.twitter.com/3wo34hIjxY— Furman Basketball (@FurmanHoops) March 25, 2017 Tíst Kristófers sem vakti mikla athygli: — kristofer acox (@krisacox) March 25, 2017 Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Íslenski boltinn Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Kristófer Acox, leikmaður Furman í bandaríska háskólakörfuboltanum, átti sannkallaðan stórleik í 79-64 stiga sigri Furman gegn Campbell Fighting Camels en óvíst er hvaða liði Furman mætir í undanúrslitum College Insider Tournament. Kristófer sem er á lokaári sínu í Furman-háskólanum er að leika síðustu leiki sína og lét hann heldur betur taka til sín í dag. Var hann stigahæstur í liði Furman en heimamenn tóku níu stiga forskot inn í hálfleikinn og unnu að lokum fimmtán stiga sigur. Kristófer var ekki aðeins stigahæstur en ásamt því að setja 24 stig tók hann tíu fráköst og lauk því leiknum með tvöfalda tvennu. Skotnýting Kristófers var til fyrirmyndar í leiknum en hann nýtti ellefu af tólf skotum sínum ásamt því að setja niður bæði vítaskot sín í leiknum. Undanúrslitaleikurinn er á miðvikudaginn og kemur í ljós um helgina hvaða liði Furman mætir en úrslitaleikurinn fer svo fram á föstudaginn næstkomandi. Það verður því einhver töf á væntanlegri heimkomu Kristófers í Dominos-deild karla en Kristófer sem er uppalinn í KR deildi á Twitter-síðu sinni mynd af pizzusneið í dag og voru margir fljótir að álykta að hann væri á heimleið. Sé hann á heimleið verður einhver töf á því en það fer ekki framhjá neinum að hann yrði flottur liðsstyrkur fyrir KR.Final from Campbell! Furman advances to the semifinals of the College Insider Tournament! #CIT pic.twitter.com/3wo34hIjxY— Furman Basketball (@FurmanHoops) March 25, 2017 Tíst Kristófers sem vakti mikla athygli: — kristofer acox (@krisacox) March 25, 2017
Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Íslenski boltinn Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga