Óstöðvandi Dustin Johnson fyrstur til að vinna öll heimsmótin Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2017 15:30 Dustin Johnson með sigurlaunin í nótt. vísir/getty Dustin Johnson, efsti maður heimslistans í golfi, sýndi og sannaði enn eina ferðina í nótt að hann er besti kylfingur heims um þessar mundir. Johnson fagnaði sigri á heimsmótinu í holukeppni með því að leggja Spánverjann Jon Rahn í úrslitum en sigurinn vannst á síðustu holunni. Sá bandaríski var með fimm vinninga forskot eftir átta holur en Rahm, 22 ára gamall Spánverji, átti fína endurkomu. Þetta er þriðji sigur Johnson á PGA-mótaröðinni í röð en hann varð jafnframt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna öll fjögur heimsmótin. Hann er búinn að vera sjóðheitur síðustu mánuði. „Það hvetur mig áfram að vera efstur á heimslistanum. Ég legg meira á mig til að verða betri. Ég get enn bætt mig þannig ég held bara áfram,“ sagði Johnson eftir sigurinn. Dustin Johnson komst með sigrinum á stall með Tiger Woods en þeir eru einu mennirnir sem hafa unnið fjögur eða fleiri heimsmót. Tiger hefur reyndar unnið 18 slík og er langefstur á listanum. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Dustin Johnson, efsti maður heimslistans í golfi, sýndi og sannaði enn eina ferðina í nótt að hann er besti kylfingur heims um þessar mundir. Johnson fagnaði sigri á heimsmótinu í holukeppni með því að leggja Spánverjann Jon Rahn í úrslitum en sigurinn vannst á síðustu holunni. Sá bandaríski var með fimm vinninga forskot eftir átta holur en Rahm, 22 ára gamall Spánverji, átti fína endurkomu. Þetta er þriðji sigur Johnson á PGA-mótaröðinni í röð en hann varð jafnframt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna öll fjögur heimsmótin. Hann er búinn að vera sjóðheitur síðustu mánuði. „Það hvetur mig áfram að vera efstur á heimslistanum. Ég legg meira á mig til að verða betri. Ég get enn bætt mig þannig ég held bara áfram,“ sagði Johnson eftir sigurinn. Dustin Johnson komst með sigrinum á stall með Tiger Woods en þeir eru einu mennirnir sem hafa unnið fjögur eða fleiri heimsmót. Tiger hefur reyndar unnið 18 slík og er langefstur á listanum.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira