Sýknaður af ákæru fyrir líkamsárás vegna ófullkominnar rannsóknar lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2017 15:06 Héraðsdómur Reykjavíkur var ekki ánægður með störf lögreglu vegna rannsóknar þessa máls. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir grófa líkamsárás en dómari í málinu taldi rannsókn lögreglu hafa verið verulega ófullkomna. Var karlmaðurinn ákærður fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili fórnarlambsins í Kópavogi í félagi við óþekktan aðila að kvöldi til í fyrra. Þar áttu þeir að hafa slegið manninn sem varð fyrir árásinni með krepptum hnefa í andlitið. Þegar húsráðandi reyndi að verjast árásinni með því að ýta mönnunum út féll hann á stétt framan við aðalinnganginn og í kjölfarið var slegið og sparkað í höfuð, handleggi og fætur hans. Hlaut hann tannbrot, sprungna vör og yfirborðsáverka á handlegg og fótlegg. Hringdi húsráðandi í föður sinn og var í kjölfarið haft samband við lögreglu. Var húsráðandi í miklu uppnámi þegar lögregla kom á vettvang en hann sagði árásina tengjast fyrrverandi kærustu hans og mannsins sem var ákærður fyrir árásina sem kvaðst vera kærasti hennar.Samskipti brotaþola við fyrrveandi kærustu hans á Snapchat voru í títtnefnd í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/GettyHótaði að birta nektarmyndir á netinu Húsráðandi sagðist hafa sent fyrrverandi kærustu sinni skilaboð á samskiptaforritinu Snapchat til að leita skýringa á tilteknu atriði. Þau hafi rifist sem varð til þess að sá sem var ákærður í málinu brást við með því að senda honum skilaboð um að láta hana í friði. Húsráðandi sagði fyrrverandi kærustu sína og kærasta hennar hafa tvívegis komið að heimili hans en í fyrra skiptið hafi þau grýtt eggjum í húsið. Nokkru síðar kom sá sem var ákærður í málinu ásamt öðrum pilti heim til húsráðandans. Þegar hann opnaði dyrnar fékk hann hnefahögg í andlitið. Var hann kýldur af þeim báðum og féll í gangstéttina við að reyna að verja sig. Þeir spörkuðu þá í hann liggjandi en húsráðandi sagðist hafa náð að koma sér inn í forstofuna, sótt sér hníf sem var þar í skúffu, gripið í annan piltanna og ógnað með hnífi. Hann otaði svo hnífnum að þeim báðum og þá hafi þeir báðir haft sig á brott. Húsráðandi sagðist hafa séð fyrrverandi kærustu sína og aðra stúlku á vettvangi og virtist sem hún væri að taka árásina upp á síma.Sagðist ekki eiga myndir Í skýrslutöku á lögreglustöðinni í Kópavogi sagðist maðurinn sem varð fyrir árásina hafa hótað því að birta nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni á netinu þegar hún og kærasti hennar hentu eggjum í húsið. Slíkar myndir ætti hann hins vegar ekki. Sá sem var ákærður neitaði allri aðkomu að málinu. Fyrrverandi kærasta þess sem varð fyrir árásina sagði að eftir að sambandinu lauk hefði maðurinn sífellt verið að áreita hana og biðja hana um að sofa hjá sér en hún hafi beðið hann um að láta sig í friði. Áreitið hafi haldið áfram þrátt fyrir að hún væri byrjuð með öðrum.Ákærði neitaði sök Sá sem var ákærður neitaði sök fyrir dómi og kvaðst ekki hafa farið að heimili mannsins sem varð fyrir árásinni, daginn sem árásin átti sér stað. Hann staðfesti þó hótanir sem bárust í gegnum Snapchat um birtingu nektarmynda en neitaði þó alfarið að það hefði haft eftirmála af hans hálfu. Kærastan fyrrverandi sagði hins vegar að sá sem var ákærður í málinu hefði reiðst mikið þegar hann heyrði af hótuninni og farið út. Hún hefði heyrt af slagsmálum hans og þess sem fyrir árásinni varð síðar. Hvorki hún né sá sem var ákærður könnuðust við eggjakast skömmu áður en atviki þetta átti sér stað. Nágranni húsráðanda sagðist hafa orðið vitni að eggjakasti nokkurra ungmenna og hann hafi náð upptöku af því. Hann sagðist ekki þekkja ungmennin í sjón en hann afhenti lögreglunni myndskeiðið á myndlykli. Héraðsdómur Reykjavíkur mat framburð þess sem fyrir árásinni varð trúverðugan en sagði framburð þess sem var sakaður um árásina vera ótrúverðugan.Lögreglan fær skammir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/HariRannsókn lögreglu verulega áfátt Dómurinn taldi rannsókn lögreglu á málinu hafa verið verulega áfátt, eða ófullkomna. Sagði dómurinn lögreglu ekki hafa fylgt málinu eftir en frá upphafi lá fyrir að bornar voru alvarlegar sakir á nafngreindan aðila og að sá sem fyrir árásinni varð hefði að eigin sögn notað vopn til að reka árásarmennina á brott. Þá var fyrrverandi kærasta þess sem varð fyrir árásinni nafngreind á vettvangi og grunur um að hún hefði tekið árásina upp á síma. Dómurinn tók fram að svo virtist vera sem ekki hafi verið kannað hvort nágrannar hafi orðið varir við háreysti eða orðið vitni að mannaferðum. Þá gagnrýndi dómurinn lögregluna fyrir að hafa ekki tekið skýrslu af manninum sem afhenti lögreglunni myndskeið sem gæti nýst við rannsókn málsins. Dómurinn taldi að þegar litið er til framburðar brotaþola og fyrrverandi kærustunnar, og að nokkru með stoð í myndskeiði því sem tekið var á árásardaginn, að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn sem sakaður var um árásina hefði farið að heimili brotaþola. Dómurinn taldi hins vegar að ekki yrði hjá því litið að engin vitni eru að árásinni og að sá sem fyrir árásinni varð væri einn til frásagnar um það sem þar gerðist.Ekki reynt að komast að því hver hinn óþekkti árásaraðili væri Ekki var séð að gerð hafi verið tilraun til að komast að því hver hinn óþekkti árásaraðili væri en sá sem fyrir árásinni varð var staðfastur í frásögn sinni þegar hann sagði hinn óþekkta aðila hafa einnig sparkað og kýlt hann í andlitið. Dómurinn taldi að framburður þess sem fyrir árásinni varð hafi ekki stoð í gögnum málsins og að það nægi til sakfellingar gegn eindreginni neitun þess sem var ákærður. Þá taldi dómurinn ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir. Var ákærði því sýknaður.Lesa dóminn hér. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir grófa líkamsárás en dómari í málinu taldi rannsókn lögreglu hafa verið verulega ófullkomna. Var karlmaðurinn ákærður fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili fórnarlambsins í Kópavogi í félagi við óþekktan aðila að kvöldi til í fyrra. Þar áttu þeir að hafa slegið manninn sem varð fyrir árásinni með krepptum hnefa í andlitið. Þegar húsráðandi reyndi að verjast árásinni með því að ýta mönnunum út féll hann á stétt framan við aðalinnganginn og í kjölfarið var slegið og sparkað í höfuð, handleggi og fætur hans. Hlaut hann tannbrot, sprungna vör og yfirborðsáverka á handlegg og fótlegg. Hringdi húsráðandi í föður sinn og var í kjölfarið haft samband við lögreglu. Var húsráðandi í miklu uppnámi þegar lögregla kom á vettvang en hann sagði árásina tengjast fyrrverandi kærustu hans og mannsins sem var ákærður fyrir árásina sem kvaðst vera kærasti hennar.Samskipti brotaþola við fyrrveandi kærustu hans á Snapchat voru í títtnefnd í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/GettyHótaði að birta nektarmyndir á netinu Húsráðandi sagðist hafa sent fyrrverandi kærustu sinni skilaboð á samskiptaforritinu Snapchat til að leita skýringa á tilteknu atriði. Þau hafi rifist sem varð til þess að sá sem var ákærður í málinu brást við með því að senda honum skilaboð um að láta hana í friði. Húsráðandi sagði fyrrverandi kærustu sína og kærasta hennar hafa tvívegis komið að heimili hans en í fyrra skiptið hafi þau grýtt eggjum í húsið. Nokkru síðar kom sá sem var ákærður í málinu ásamt öðrum pilti heim til húsráðandans. Þegar hann opnaði dyrnar fékk hann hnefahögg í andlitið. Var hann kýldur af þeim báðum og féll í gangstéttina við að reyna að verja sig. Þeir spörkuðu þá í hann liggjandi en húsráðandi sagðist hafa náð að koma sér inn í forstofuna, sótt sér hníf sem var þar í skúffu, gripið í annan piltanna og ógnað með hnífi. Hann otaði svo hnífnum að þeim báðum og þá hafi þeir báðir haft sig á brott. Húsráðandi sagðist hafa séð fyrrverandi kærustu sína og aðra stúlku á vettvangi og virtist sem hún væri að taka árásina upp á síma.Sagðist ekki eiga myndir Í skýrslutöku á lögreglustöðinni í Kópavogi sagðist maðurinn sem varð fyrir árásina hafa hótað því að birta nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni á netinu þegar hún og kærasti hennar hentu eggjum í húsið. Slíkar myndir ætti hann hins vegar ekki. Sá sem var ákærður neitaði allri aðkomu að málinu. Fyrrverandi kærasta þess sem varð fyrir árásina sagði að eftir að sambandinu lauk hefði maðurinn sífellt verið að áreita hana og biðja hana um að sofa hjá sér en hún hafi beðið hann um að láta sig í friði. Áreitið hafi haldið áfram þrátt fyrir að hún væri byrjuð með öðrum.Ákærði neitaði sök Sá sem var ákærður neitaði sök fyrir dómi og kvaðst ekki hafa farið að heimili mannsins sem varð fyrir árásinni, daginn sem árásin átti sér stað. Hann staðfesti þó hótanir sem bárust í gegnum Snapchat um birtingu nektarmynda en neitaði þó alfarið að það hefði haft eftirmála af hans hálfu. Kærastan fyrrverandi sagði hins vegar að sá sem var ákærður í málinu hefði reiðst mikið þegar hann heyrði af hótuninni og farið út. Hún hefði heyrt af slagsmálum hans og þess sem fyrir árásinni varð síðar. Hvorki hún né sá sem var ákærður könnuðust við eggjakast skömmu áður en atviki þetta átti sér stað. Nágranni húsráðanda sagðist hafa orðið vitni að eggjakasti nokkurra ungmenna og hann hafi náð upptöku af því. Hann sagðist ekki þekkja ungmennin í sjón en hann afhenti lögreglunni myndskeiðið á myndlykli. Héraðsdómur Reykjavíkur mat framburð þess sem fyrir árásinni varð trúverðugan en sagði framburð þess sem var sakaður um árásina vera ótrúverðugan.Lögreglan fær skammir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/HariRannsókn lögreglu verulega áfátt Dómurinn taldi rannsókn lögreglu á málinu hafa verið verulega áfátt, eða ófullkomna. Sagði dómurinn lögreglu ekki hafa fylgt málinu eftir en frá upphafi lá fyrir að bornar voru alvarlegar sakir á nafngreindan aðila og að sá sem fyrir árásinni varð hefði að eigin sögn notað vopn til að reka árásarmennina á brott. Þá var fyrrverandi kærasta þess sem varð fyrir árásinni nafngreind á vettvangi og grunur um að hún hefði tekið árásina upp á síma. Dómurinn tók fram að svo virtist vera sem ekki hafi verið kannað hvort nágrannar hafi orðið varir við háreysti eða orðið vitni að mannaferðum. Þá gagnrýndi dómurinn lögregluna fyrir að hafa ekki tekið skýrslu af manninum sem afhenti lögreglunni myndskeið sem gæti nýst við rannsókn málsins. Dómurinn taldi að þegar litið er til framburðar brotaþola og fyrrverandi kærustunnar, og að nokkru með stoð í myndskeiði því sem tekið var á árásardaginn, að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn sem sakaður var um árásina hefði farið að heimili brotaþola. Dómurinn taldi hins vegar að ekki yrði hjá því litið að engin vitni eru að árásinni og að sá sem fyrir árásinni varð væri einn til frásagnar um það sem þar gerðist.Ekki reynt að komast að því hver hinn óþekkti árásaraðili væri Ekki var séð að gerð hafi verið tilraun til að komast að því hver hinn óþekkti árásaraðili væri en sá sem fyrir árásinni varð var staðfastur í frásögn sinni þegar hann sagði hinn óþekkta aðila hafa einnig sparkað og kýlt hann í andlitið. Dómurinn taldi að framburður þess sem fyrir árásinni varð hafi ekki stoð í gögnum málsins og að það nægi til sakfellingar gegn eindreginni neitun þess sem var ákærður. Þá taldi dómurinn ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir. Var ákærði því sýknaður.Lesa dóminn hér.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira