Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2017 15:31 Björt Ólafsdóttir umhverfis-og auðlindaráðherra. vísir/anton brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók til máls um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar og sagði að það hefði ekki komið í ljós fyrr en fyrir hádegi í dag að ráðherrann myndi ekki mæta í óundirbúinn fyrirspurnartíma. Gerði Svandís athugasemd við það þar sem Björt væri nú í eldlínunni vegna mengunar frá kísilverksmiðju United Silicon á Reykjanesi en bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill að verksmiðjunni verði lokað tafarlaust vegna mikillar arseníkmengunar sem stafar frá verksmiðjunni. Óskaði Svandís eftir skýringum á því hvers vegna ráðherrann hefði afboðað sig í fyrirspurnartímann og undir orð hennar tók Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sem og Birgitta Jónsdóttir, samflokksmaður hennar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði að það væri gríðarlega bagalegt að ráðherrann sæi sér ekki fært að koma og eiga orðastað við þingmenn. Sagði hann að það gæti ekki verið ráðherra í sjálsvald sett „að mæta bara ekki án þess að ræða það neit frekar hverju sæti.“ Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði einnig eftir skýringum á fjarveru Bjartra frá forseta þingsins eða ráðherranum sjálfum sem og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sagði hann að ef ráðherrann hefði ekki lögmæta afsökun fyrir fjarveru sinni ætti hún að mæta í þingsal strax; annað væri dónaskapur og óforskammað gagnvart þjóðinni sem biði eftir því að fá að vita hvaða aðgerðir ráðherrann ætlar að fara í vegna mengunarinnar frá kísilverksmiðjunni. Ekki fengust hins vegar skýringar á því frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, hvers vegna ráðherrann afboðaði sig í óundirbúnar fyrirspurnir í dag. Alþingi Tengdar fréttir „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók til máls um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar og sagði að það hefði ekki komið í ljós fyrr en fyrir hádegi í dag að ráðherrann myndi ekki mæta í óundirbúinn fyrirspurnartíma. Gerði Svandís athugasemd við það þar sem Björt væri nú í eldlínunni vegna mengunar frá kísilverksmiðju United Silicon á Reykjanesi en bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill að verksmiðjunni verði lokað tafarlaust vegna mikillar arseníkmengunar sem stafar frá verksmiðjunni. Óskaði Svandís eftir skýringum á því hvers vegna ráðherrann hefði afboðað sig í fyrirspurnartímann og undir orð hennar tók Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sem og Birgitta Jónsdóttir, samflokksmaður hennar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði að það væri gríðarlega bagalegt að ráðherrann sæi sér ekki fært að koma og eiga orðastað við þingmenn. Sagði hann að það gæti ekki verið ráðherra í sjálsvald sett „að mæta bara ekki án þess að ræða það neit frekar hverju sæti.“ Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði einnig eftir skýringum á fjarveru Bjartra frá forseta þingsins eða ráðherranum sjálfum sem og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sagði hann að ef ráðherrann hefði ekki lögmæta afsökun fyrir fjarveru sinni ætti hún að mæta í þingsal strax; annað væri dónaskapur og óforskammað gagnvart þjóðinni sem biði eftir því að fá að vita hvaða aðgerðir ráðherrann ætlar að fara í vegna mengunarinnar frá kísilverksmiðjunni. Ekki fengust hins vegar skýringar á því frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, hvers vegna ráðherrann afboðaði sig í óundirbúnar fyrirspurnir í dag.
Alþingi Tengdar fréttir „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58