Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2017 15:31 Björt Ólafsdóttir umhverfis-og auðlindaráðherra. vísir/anton brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók til máls um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar og sagði að það hefði ekki komið í ljós fyrr en fyrir hádegi í dag að ráðherrann myndi ekki mæta í óundirbúinn fyrirspurnartíma. Gerði Svandís athugasemd við það þar sem Björt væri nú í eldlínunni vegna mengunar frá kísilverksmiðju United Silicon á Reykjanesi en bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill að verksmiðjunni verði lokað tafarlaust vegna mikillar arseníkmengunar sem stafar frá verksmiðjunni. Óskaði Svandís eftir skýringum á því hvers vegna ráðherrann hefði afboðað sig í fyrirspurnartímann og undir orð hennar tók Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sem og Birgitta Jónsdóttir, samflokksmaður hennar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði að það væri gríðarlega bagalegt að ráðherrann sæi sér ekki fært að koma og eiga orðastað við þingmenn. Sagði hann að það gæti ekki verið ráðherra í sjálsvald sett „að mæta bara ekki án þess að ræða það neit frekar hverju sæti.“ Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði einnig eftir skýringum á fjarveru Bjartra frá forseta þingsins eða ráðherranum sjálfum sem og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sagði hann að ef ráðherrann hefði ekki lögmæta afsökun fyrir fjarveru sinni ætti hún að mæta í þingsal strax; annað væri dónaskapur og óforskammað gagnvart þjóðinni sem biði eftir því að fá að vita hvaða aðgerðir ráðherrann ætlar að fara í vegna mengunarinnar frá kísilverksmiðjunni. Ekki fengust hins vegar skýringar á því frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, hvers vegna ráðherrann afboðaði sig í óundirbúnar fyrirspurnir í dag. Alþingi Tengdar fréttir „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók til máls um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar og sagði að það hefði ekki komið í ljós fyrr en fyrir hádegi í dag að ráðherrann myndi ekki mæta í óundirbúinn fyrirspurnartíma. Gerði Svandís athugasemd við það þar sem Björt væri nú í eldlínunni vegna mengunar frá kísilverksmiðju United Silicon á Reykjanesi en bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill að verksmiðjunni verði lokað tafarlaust vegna mikillar arseníkmengunar sem stafar frá verksmiðjunni. Óskaði Svandís eftir skýringum á því hvers vegna ráðherrann hefði afboðað sig í fyrirspurnartímann og undir orð hennar tók Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sem og Birgitta Jónsdóttir, samflokksmaður hennar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði að það væri gríðarlega bagalegt að ráðherrann sæi sér ekki fært að koma og eiga orðastað við þingmenn. Sagði hann að það gæti ekki verið ráðherra í sjálsvald sett „að mæta bara ekki án þess að ræða það neit frekar hverju sæti.“ Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði einnig eftir skýringum á fjarveru Bjartra frá forseta þingsins eða ráðherranum sjálfum sem og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sagði hann að ef ráðherrann hefði ekki lögmæta afsökun fyrir fjarveru sinni ætti hún að mæta í þingsal strax; annað væri dónaskapur og óforskammað gagnvart þjóðinni sem biði eftir því að fá að vita hvaða aðgerðir ráðherrann ætlar að fara í vegna mengunarinnar frá kísilverksmiðjunni. Ekki fengust hins vegar skýringar á því frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, hvers vegna ráðherrann afboðaði sig í óundirbúnar fyrirspurnir í dag.
Alþingi Tengdar fréttir „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira
„Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58