Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2017 15:31 Björt Ólafsdóttir umhverfis-og auðlindaráðherra. vísir/anton brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók til máls um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar og sagði að það hefði ekki komið í ljós fyrr en fyrir hádegi í dag að ráðherrann myndi ekki mæta í óundirbúinn fyrirspurnartíma. Gerði Svandís athugasemd við það þar sem Björt væri nú í eldlínunni vegna mengunar frá kísilverksmiðju United Silicon á Reykjanesi en bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill að verksmiðjunni verði lokað tafarlaust vegna mikillar arseníkmengunar sem stafar frá verksmiðjunni. Óskaði Svandís eftir skýringum á því hvers vegna ráðherrann hefði afboðað sig í fyrirspurnartímann og undir orð hennar tók Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sem og Birgitta Jónsdóttir, samflokksmaður hennar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði að það væri gríðarlega bagalegt að ráðherrann sæi sér ekki fært að koma og eiga orðastað við þingmenn. Sagði hann að það gæti ekki verið ráðherra í sjálsvald sett „að mæta bara ekki án þess að ræða það neit frekar hverju sæti.“ Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði einnig eftir skýringum á fjarveru Bjartra frá forseta þingsins eða ráðherranum sjálfum sem og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sagði hann að ef ráðherrann hefði ekki lögmæta afsökun fyrir fjarveru sinni ætti hún að mæta í þingsal strax; annað væri dónaskapur og óforskammað gagnvart þjóðinni sem biði eftir því að fá að vita hvaða aðgerðir ráðherrann ætlar að fara í vegna mengunarinnar frá kísilverksmiðjunni. Ekki fengust hins vegar skýringar á því frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, hvers vegna ráðherrann afboðaði sig í óundirbúnar fyrirspurnir í dag. Alþingi Tengdar fréttir „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók til máls um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar og sagði að það hefði ekki komið í ljós fyrr en fyrir hádegi í dag að ráðherrann myndi ekki mæta í óundirbúinn fyrirspurnartíma. Gerði Svandís athugasemd við það þar sem Björt væri nú í eldlínunni vegna mengunar frá kísilverksmiðju United Silicon á Reykjanesi en bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill að verksmiðjunni verði lokað tafarlaust vegna mikillar arseníkmengunar sem stafar frá verksmiðjunni. Óskaði Svandís eftir skýringum á því hvers vegna ráðherrann hefði afboðað sig í fyrirspurnartímann og undir orð hennar tók Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sem og Birgitta Jónsdóttir, samflokksmaður hennar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði að það væri gríðarlega bagalegt að ráðherrann sæi sér ekki fært að koma og eiga orðastað við þingmenn. Sagði hann að það gæti ekki verið ráðherra í sjálsvald sett „að mæta bara ekki án þess að ræða það neit frekar hverju sæti.“ Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði einnig eftir skýringum á fjarveru Bjartra frá forseta þingsins eða ráðherranum sjálfum sem og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sagði hann að ef ráðherrann hefði ekki lögmæta afsökun fyrir fjarveru sinni ætti hún að mæta í þingsal strax; annað væri dónaskapur og óforskammað gagnvart þjóðinni sem biði eftir því að fá að vita hvaða aðgerðir ráðherrann ætlar að fara í vegna mengunarinnar frá kísilverksmiðjunni. Ekki fengust hins vegar skýringar á því frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, hvers vegna ráðherrann afboðaði sig í óundirbúnar fyrirspurnir í dag.
Alþingi Tengdar fréttir „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58