Hótað brottvísun úr Verzló: Nemandi sagður hafa afbakað orð Bjarna Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2017 11:45 Bjarni Benediktsson mætti í Verzlunarskólann sem gestur í stjórnmálafræðiáfanga í síðustu viku. Vísir Nemanda Verzlunarskóla Íslands, sem tók Bjarna Benediktsson forsætisráðherra upp á myndband í tíma í liðinni viku og birti á Twitter, var gert að hugsa sinn gang og biðjast afsökunar hefði hann áhuga á áframhaldandi skólavist. Eftir að myndskeið voru birt á samfélagsmiðlum úr þessum tíma kviknaði heit umræða á Twitter um það sem Bjarni átti að hafa sagt í umræddum tíma. Bjarni tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að hann hafi hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. „Afar dapurleg umræða,“ sagði Bjarni á Twitter.Að gefnu tilefni. Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. Afar dapurleg umræða.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 24, 2017 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða vaxandi vandamál í skólum landsins, bæði í grunn- og framhaldsskólum, að nemendur séu farnir að taka bæði ljósmyndir og myndskeið af kennurum eða öðrum í tímum með tilkomu snjallsímanna. Það sé ekki í boði í Verzlunarskóla Íslands og tekið hart á því. Um var að ræða tíma í stjórnmálafræðiáfanga í skólanum síðastliðinn fimmtudag þar sem Bjarni Benediktsson hafði verið fenginn sem gestur. Kennari áfangans hefur undanfarin ár fengið fulltrúa frá öllum flokkum, þingmenn og ráðherra, til að mæta sem gesti og spjalla við nemendur.Fékk skilaboð um að hugsa sinn gangIngi segir umræddan nemanda hafa tekið Bjarna upp á myndband þegar hann ræddi við nemendur og birt afbakaða útgáfu af því á netinu. „Hann fékk skilaboð um það að hugsa sinn gang og koma svo á minn fund í gær, sem hann gerði og við ræddum málin. Ég ætla ekki að tala meira um það hvað okkur fór í milli,“ segir Ingi og tekur fram að þetta hafi ekkert með það að gera að umræddur gestur hafi verið forsætisráðherra landsins, þetta sé einfaldlega bannað, sama hver eigi í hlut. Hann segir að ef nemendur brjóta af sér, alveg sama hver það er, þá sé þeim gert að hugsa sinn gang og mæta þá á fund skólastjóra; hafi þeir áhuga á áframhaldandi skólavist.„Gjörsamlega misboðið“Vísir hefur heimildir fyrir því að skólinn hafi gert nemandanum að biðja Bjarna Benediktsson afsökunar skriflega en Ingi vildi ekki ræða hvað hefði farið þeirra á milli, hans og nemandans. „Þingmenn og ráðherrar eru mjög viljugir að koma og spjalla við krakkana. Okkur er gjörsamlega misboðið þegar nemandi hagar sér svona,“ segir Ingi.Nemendurnir eiga að vera aðgangsharðirNemendur í umræddum stjórnmálafræðiáfanga voru, samkvæmt heimildum Vísis, fremur ágengir þegar kom að opnum spurningum til Bjarna. Til að mynda voru spurningar bornar upp sem snéru að Panama-skjölum, afstöðu hans til fóstureyðingarlaga í Póllandi og þá var hann gagnrýndur fyrir framgöngu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum. Ingi segist ekki vita hvað fór fram í umræddum tíma en segist vona að nemendurnir hafi verið aðgangsharðir í spurningum til forsætisráðherrans. „Krakkarnir eiga að vera það og pólitíkusar eiga að sitja fyrir svörum og svara fyrir sínar skoðanir og gjörðir.“ Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Nemanda Verzlunarskóla Íslands, sem tók Bjarna Benediktsson forsætisráðherra upp á myndband í tíma í liðinni viku og birti á Twitter, var gert að hugsa sinn gang og biðjast afsökunar hefði hann áhuga á áframhaldandi skólavist. Eftir að myndskeið voru birt á samfélagsmiðlum úr þessum tíma kviknaði heit umræða á Twitter um það sem Bjarni átti að hafa sagt í umræddum tíma. Bjarni tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að hann hafi hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. „Afar dapurleg umræða,“ sagði Bjarni á Twitter.Að gefnu tilefni. Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. Afar dapurleg umræða.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 24, 2017 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða vaxandi vandamál í skólum landsins, bæði í grunn- og framhaldsskólum, að nemendur séu farnir að taka bæði ljósmyndir og myndskeið af kennurum eða öðrum í tímum með tilkomu snjallsímanna. Það sé ekki í boði í Verzlunarskóla Íslands og tekið hart á því. Um var að ræða tíma í stjórnmálafræðiáfanga í skólanum síðastliðinn fimmtudag þar sem Bjarni Benediktsson hafði verið fenginn sem gestur. Kennari áfangans hefur undanfarin ár fengið fulltrúa frá öllum flokkum, þingmenn og ráðherra, til að mæta sem gesti og spjalla við nemendur.Fékk skilaboð um að hugsa sinn gangIngi segir umræddan nemanda hafa tekið Bjarna upp á myndband þegar hann ræddi við nemendur og birt afbakaða útgáfu af því á netinu. „Hann fékk skilaboð um það að hugsa sinn gang og koma svo á minn fund í gær, sem hann gerði og við ræddum málin. Ég ætla ekki að tala meira um það hvað okkur fór í milli,“ segir Ingi og tekur fram að þetta hafi ekkert með það að gera að umræddur gestur hafi verið forsætisráðherra landsins, þetta sé einfaldlega bannað, sama hver eigi í hlut. Hann segir að ef nemendur brjóta af sér, alveg sama hver það er, þá sé þeim gert að hugsa sinn gang og mæta þá á fund skólastjóra; hafi þeir áhuga á áframhaldandi skólavist.„Gjörsamlega misboðið“Vísir hefur heimildir fyrir því að skólinn hafi gert nemandanum að biðja Bjarna Benediktsson afsökunar skriflega en Ingi vildi ekki ræða hvað hefði farið þeirra á milli, hans og nemandans. „Þingmenn og ráðherrar eru mjög viljugir að koma og spjalla við krakkana. Okkur er gjörsamlega misboðið þegar nemandi hagar sér svona,“ segir Ingi.Nemendurnir eiga að vera aðgangsharðirNemendur í umræddum stjórnmálafræðiáfanga voru, samkvæmt heimildum Vísis, fremur ágengir þegar kom að opnum spurningum til Bjarna. Til að mynda voru spurningar bornar upp sem snéru að Panama-skjölum, afstöðu hans til fóstureyðingarlaga í Póllandi og þá var hann gagnrýndur fyrir framgöngu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum. Ingi segist ekki vita hvað fór fram í umræddum tíma en segist vona að nemendurnir hafi verið aðgangsharðir í spurningum til forsætisráðherrans. „Krakkarnir eiga að vera það og pólitíkusar eiga að sitja fyrir svörum og svara fyrir sínar skoðanir og gjörðir.“
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira