Hörður tryggði fyrsta sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2017 06:00 Hörður Björgvin Magnússon setur boltann smekklega yfir írska varnarvegginn og skorar sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið. vísir/getty Ísland vann 0-1 sigur á Írlandi á Aviva-vellinum í Dublin í gær, í fyrsta leik þjóðanna í 20 ár. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Íslands á Írlandi en hann kom í áttundu tilraun. Eina mark leiksins kom á 20. mínútu. Kjartan Henry fiskaði þá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Venjulega kemur það í hlut Gylfa Þórs Sigurðssonar að taka aukaspyrnur á þessum stað en þar sem Swansea-maðurinn var ekki með í gær steig Hörður Björgvin Magnússon fram. Hann sveiflaði vinstri fætinum og setti boltann yfir varnarvegg Íra og í nærhornið, óverjandi fyrir Keiren Westwood, markvörð heimamanna. Glæsilegt mark og það fyrsta hjá Herði Björgvini fyrir íslenska landsliðið. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum á Kósóvó á föstudaginn. Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson voru þeir einu sem héldu sætum sínum í byrjunarliðinu. Leikurinn í gær var heldur rislítill og lítið fyrir augað. Færin voru engin og boltinn var mikið í loftinu. Sigur Íslands var þó sanngjarn á erfiðum útivelli. Holningin á íslenska liðinu var góð og varnarleikurinn til mikillar fyrirmyndar. Jón Daði Böðvarsson og Kjartan Henry Finnbogason voru afar vinnusamir í fremstu víglínu og kantmennirnir Rúrik Gíslason og Aron Sigurðarson voru duglegir að hjálpa bakvörðunum. Aron átti líka ágætis spretti í fyrri hálfleik en minna fór fyrir Rúrik þegar íslenska liðið var með boltann. Sóknarleikur Íranna var einhæfur en það eina sem þeir buðu upp á voru endalausar fyrirgjafir sem íslensku miðverðirnir réðu vel við. Sverrir Ingi Ingason var gríðarlega öflugur og spilaði sinn besta landsleik til þessa. Líkt og í leiknum gegn Kósóvó gekk Íslandi heldur illa að halda boltanum innan liðsins. Þó brá fyrir einstaka samleiksköflum í fyrri hálfleik, þótt þeir hefðu mátt vera fleiri. Það var meiri kraftur í Írunum í seinni hálfleik en þeir ógnuðu ekki neitt. Bæði vantaði hugmyndaauðgi í sóknarleik þeirra og þá varðist íslenska liðið mjög vel. Til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið í leiknum. Heimir Hallgrímsson getur vel við unað eftir landsleikina tvo í vikunni. Báðir unnust þeir og varnarleikurinn í þeim var sterkur. Sóknarleikur íslenska liðsins hefur þó oft verið betri. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira
Ísland vann 0-1 sigur á Írlandi á Aviva-vellinum í Dublin í gær, í fyrsta leik þjóðanna í 20 ár. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Íslands á Írlandi en hann kom í áttundu tilraun. Eina mark leiksins kom á 20. mínútu. Kjartan Henry fiskaði þá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Venjulega kemur það í hlut Gylfa Þórs Sigurðssonar að taka aukaspyrnur á þessum stað en þar sem Swansea-maðurinn var ekki með í gær steig Hörður Björgvin Magnússon fram. Hann sveiflaði vinstri fætinum og setti boltann yfir varnarvegg Íra og í nærhornið, óverjandi fyrir Keiren Westwood, markvörð heimamanna. Glæsilegt mark og það fyrsta hjá Herði Björgvini fyrir íslenska landsliðið. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum á Kósóvó á föstudaginn. Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson voru þeir einu sem héldu sætum sínum í byrjunarliðinu. Leikurinn í gær var heldur rislítill og lítið fyrir augað. Færin voru engin og boltinn var mikið í loftinu. Sigur Íslands var þó sanngjarn á erfiðum útivelli. Holningin á íslenska liðinu var góð og varnarleikurinn til mikillar fyrirmyndar. Jón Daði Böðvarsson og Kjartan Henry Finnbogason voru afar vinnusamir í fremstu víglínu og kantmennirnir Rúrik Gíslason og Aron Sigurðarson voru duglegir að hjálpa bakvörðunum. Aron átti líka ágætis spretti í fyrri hálfleik en minna fór fyrir Rúrik þegar íslenska liðið var með boltann. Sóknarleikur Íranna var einhæfur en það eina sem þeir buðu upp á voru endalausar fyrirgjafir sem íslensku miðverðirnir réðu vel við. Sverrir Ingi Ingason var gríðarlega öflugur og spilaði sinn besta landsleik til þessa. Líkt og í leiknum gegn Kósóvó gekk Íslandi heldur illa að halda boltanum innan liðsins. Þó brá fyrir einstaka samleiksköflum í fyrri hálfleik, þótt þeir hefðu mátt vera fleiri. Það var meiri kraftur í Írunum í seinni hálfleik en þeir ógnuðu ekki neitt. Bæði vantaði hugmyndaauðgi í sóknarleik þeirra og þá varðist íslenska liðið mjög vel. Til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið í leiknum. Heimir Hallgrímsson getur vel við unað eftir landsleikina tvo í vikunni. Báðir unnust þeir og varnarleikurinn í þeim var sterkur. Sóknarleikur íslenska liðsins hefur þó oft verið betri.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira