Gunnar Nelson: Sigur á Undradrengnum kæmi mér hraðar að peningunum og gullinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. mars 2017 09:45 Gunnar Nelson ætlar sér stóra hluti. vísir/getty Gunnar Nelson ætlar sér að berjast tvisvar sinnum í viðbót á árinu 2017 en ef þjálfarinn hans, John Kavanagh, fær draum sinn uppfylltan og allt gengur vel gæti seinni bardaginn verið titilbardagi í lok árs. Kavanagh kallaði eftir því eftir sigurinn á Alan Jouban að Gunnar berjist næst við Stephen Thompson sem kallar sig Undradrenginn eða Wonderboy. Thompson, sem hefur grunn úr karate eins og Gunnar, er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyrone Woodley en er búinn að tapa tvisvar sinnum í röð fyrir Woodley í bardaga um beltið. „Ég myndi elska að berjast við Undradrenginn. Það er bardagi sem fólkið vill sjá. Það er bardaginn sem allir eru að tala um núna. Bardagi við hann og sigur á Undradrengnum yrði risastórt fyrir minn feril. Ég myndi elska það en eins og ég hef alltaf sagt þá er ég klár í að berjast við hvern sem er af þessum bestu,“ segir Gunnar Nelson í viðtali við Fox Sports.Stephen „Wonderboy“ Thompson er efstur á styrkleikalistanum.vísir/gettySama í hvaða röð þeir koma Líklegt þykir að Gunnar, sem er í níunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar, berjist fyrst við einhvern af mönnunum sem eru aðeins fyrir ofan hann. Hafa nöfn eins og Dong Hyun Kim (7. sæti) og Neil Magny (6. sæti) verið nefnd til sögunnar sem og Carlos Condit sem er í fjórða sæti. Taki Gunnar þetta eðlilega milliskref yrði bardaginn á eftir því líklega á móti Thompson eða Robbie Lawler sem er í öðru sæti styrkleikalistans að því gefnu að ekkert breytist á toppnum og Woodley haldi beltinu sínu út árið. Titilbardagi gæti þá verið möguleiki snemma á næsta ári. „Það væri líka risastórt að berjast við Robbie Lawler eða bara einhvern af þessum bestu,“ segir Gunnar sem áttar sig alveg á því að hann væri að sleppa einu þrepi eða svo fari hann beint í þá bestu. En honum er alveg sama. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá veit ég alveg að ég væri að sleppa nokkrum þrepum ef ég berst við Robbie eða Undradrenginn næst. Ég kæmist hraðar að peningunum og gullinu en mér líst vel á þá hugmynd. Þegar allt kemur til alls þá trúi ég því að ég muni berjast við alla þessa gaura þannig það skipti mig ekki miklu í hvaða röð þeir koma,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00 Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00 Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00 Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30 Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Gunnar Nelson ætlar sér að berjast tvisvar sinnum í viðbót á árinu 2017 en ef þjálfarinn hans, John Kavanagh, fær draum sinn uppfylltan og allt gengur vel gæti seinni bardaginn verið titilbardagi í lok árs. Kavanagh kallaði eftir því eftir sigurinn á Alan Jouban að Gunnar berjist næst við Stephen Thompson sem kallar sig Undradrenginn eða Wonderboy. Thompson, sem hefur grunn úr karate eins og Gunnar, er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyrone Woodley en er búinn að tapa tvisvar sinnum í röð fyrir Woodley í bardaga um beltið. „Ég myndi elska að berjast við Undradrenginn. Það er bardagi sem fólkið vill sjá. Það er bardaginn sem allir eru að tala um núna. Bardagi við hann og sigur á Undradrengnum yrði risastórt fyrir minn feril. Ég myndi elska það en eins og ég hef alltaf sagt þá er ég klár í að berjast við hvern sem er af þessum bestu,“ segir Gunnar Nelson í viðtali við Fox Sports.Stephen „Wonderboy“ Thompson er efstur á styrkleikalistanum.vísir/gettySama í hvaða röð þeir koma Líklegt þykir að Gunnar, sem er í níunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar, berjist fyrst við einhvern af mönnunum sem eru aðeins fyrir ofan hann. Hafa nöfn eins og Dong Hyun Kim (7. sæti) og Neil Magny (6. sæti) verið nefnd til sögunnar sem og Carlos Condit sem er í fjórða sæti. Taki Gunnar þetta eðlilega milliskref yrði bardaginn á eftir því líklega á móti Thompson eða Robbie Lawler sem er í öðru sæti styrkleikalistans að því gefnu að ekkert breytist á toppnum og Woodley haldi beltinu sínu út árið. Titilbardagi gæti þá verið möguleiki snemma á næsta ári. „Það væri líka risastórt að berjast við Robbie Lawler eða bara einhvern af þessum bestu,“ segir Gunnar sem áttar sig alveg á því að hann væri að sleppa einu þrepi eða svo fari hann beint í þá bestu. En honum er alveg sama. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá veit ég alveg að ég væri að sleppa nokkrum þrepum ef ég berst við Robbie eða Undradrenginn næst. Ég kæmist hraðar að peningunum og gullinu en mér líst vel á þá hugmynd. Þegar allt kemur til alls þá trúi ég því að ég muni berjast við alla þessa gaura þannig það skipti mig ekki miklu í hvaða röð þeir koma,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00 Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00 Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00 Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30 Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00
Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00
Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00
Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30
Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45