Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8 prósenta eignarhlut í Búnaðarbankanum var kynnt í morgun. Niðurstaða nefndarinnar er afdráttarlaus; stjórnvöld voru skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar.
Þá segir í skýrslunni að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi í raun aldrei verið fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar eignarhlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram.
Sem fyrr segir mun Kjartan Bjarni sitja fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 12.