Fótbolti

Ráðist að leikmönnum PSG við heimkomuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cavani og félagar eru enn að sleikja sárin.
Cavani og félagar eru enn að sleikja sárin. vísir/getty
Leikmenn franska liðsins PSG fengu engar hetjumóttökur er þeir komu heim frá Barcelona eftir að hafa tapað 6-1 í Meistaradeildinni.

PSG fór til Barcelona með 4-0 forskot úr fyrri leiknum en kastaði leiknum frá sér á síðustu sjö mínútunum. Stærsta endurkoma í sögu Meistaradeildarinnar.

Reiðir stuðningsmenn PSG mættu úr á Bourget-flugvöllinn til þess að taka á móti leikmönnum liðsins og láta þá heyra það.

Stuðningsmennirnir urðuðu yfir leikmennina við komuna til París og bílar einhverra leikmanna voru einnig skemmdir er þeir reyndu að komast til síns heima.

Í yfirlýsingu frá PSG segir að leikmönnum hafi verið hótað öllu illu. Einn maður slasaðist er skelfingu lostinn leikmaður PSG reyndi að keyra í burtu en keyrði aðeins utan í stuðningsmann.


Tengdar fréttir

Sturlaðar staðreyndir um sigur Barcelona í gær

Barcelona er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að eitt besta lið heims fari áfram en hvernig Börsungar fóru að því verður hér eftir hluti af knattspyrnusögunni.

Shakira missti sig í stúkunni á Nou Camp | Myndband

Kólumbíska söngkonan Shakira var í hópi fjölmarga stuðningsmanna Barcelona sem gersamlega misstu sig í leikslok eftir að Börsungar höfðu gert hið ómögulega í gærkvöldi, komið til baka og slegið út Paris Saint Germain.

Lagerbäck sorgmæddur út af leikaraskap Suarez

Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, varð sorgmæddur er Luis Suarez, framherji Barcelona, fiskaði vítaspyrnu í hinum ótrúlega leik Barcelona og PSG í gær.

Velkomnir í endurkomuklúbbinn

Barcelona framkvæmdi íþróttakraftaverk númer tvö á á árinu í gær og það var vel við hæfi að hitt kraftaverkaliðið skildi óska Barcelona til hamingju í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×