Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. mars 2017 18:30 Silfra á Þingvöllum í dag. Svæðinu hefur verið lokað tímabundið. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fimm hafa látist í tíu alvarlegum slysum í Silfru á síðustu sjö árum. Gjánni var lokað tímabundið í morgun eftir banaslys í gær en umhverfisráðherra og þjóðgarðsvörður hafa fundað með ferðaþjónustuaðilum vegna málsins í dag. Aðdráttarafl Silfru er ótvírætt og afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Á síðasta ári voru um fimmtíu þúsund manns sem fóru í Silfru. Tíu þúsund þeirra köfuðu og fjörutíuþúsund fóru í svokallaða yfirborðsköfun. Slysið í gær er fimmta banaslysið í Silfru frá árinu 2010 en jafnframt tíunda alvarlega slysið á síðustu sjö árum. Síðasta banaslys í gjánni var fyrir rétt rúmum mánuði. Eftir það slys boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í Silfru yrðu hertar. Allt kom fyrir ekki og í kjölfar slyssins í gær tóku Umhverfisráðherra, Samgöngustofa og Þjóðgarðsvörður ákvörðun um að loka Silfru tímabundið fyrir köfun og tók lokunin gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Á þeim tíma verður unnið að því að fara yfir regluverk og ákveða næstu skref en Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra fundaði með þjóðgarðsverði í morgun. Eftir hádegi voru svo aðilar ferðaþjónustufyrirtækjanna, sem bjóða upp á köfunarþjónustu á staðnum, boðaðir til fundar. Níu fyrirtæki bjóða upp á köfun í Silfru. Það níunda hóf starfsemi í síðustu viku. Ferðaþjónustufyrirtækið Dive.is var með manninn sem lést í gær undir leiðsögn og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfsmenn sína í áfalli. „Við erum í rauninni búin að vera bíða lengi eftir því að reglurnar verði hertar og við erum búin að vera vinna eftir hertari reglum en hefur verið, þannig að við fögnum í raun og veru því að það gerist,“ sagði Tobias Klose, framkvæmdastjóri og eigandi Dive.is í dag. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að lengi hafi verið rætt að loka Silfru. „Við höfum verið uggandi, alltaf, um að slys yrði í Silfru og ástandið að mínu mati er mjög alvarlegt,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ákvörðun um að loka Silfru hafi verið gerð til þess að undirstrika hversu alvarleg málið er orðið. „Og gera það alveg skýrt að þjóðgarðurinn ætlar ekki að leggja land undir starfsemi sem hefur í för með sér þessa hættu öðruvísi en að það sé breyting á,“ sagði Ólafur. Meðal þeirra fyrirmæla sem þjóðgarðsvörður hefur sett ferðaþjónustufyrirtækjum eru; að fækka ferðamönnum sem fylgja hverjum leiðsögumanni og kafa eða yfirborðskafa, að herða kröfur um andlega og líkamlega burði, að opnunartíma verði breytt, og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Samkvæmt, heimildum fréttastofu eru fyrirmælin íþyngjandi fyrir fyrirtækin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að Silfra opni aftur á mánudag. „Og ef fyrirtækin gangast inn á þetta þá munu þau getað opnað ef að það gerist ekki þá verður ekki opnað,“ segir Ólafur Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Fimm hafa látist í tíu alvarlegum slysum í Silfru á síðustu sjö árum. Gjánni var lokað tímabundið í morgun eftir banaslys í gær en umhverfisráðherra og þjóðgarðsvörður hafa fundað með ferðaþjónustuaðilum vegna málsins í dag. Aðdráttarafl Silfru er ótvírætt og afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Á síðasta ári voru um fimmtíu þúsund manns sem fóru í Silfru. Tíu þúsund þeirra köfuðu og fjörutíuþúsund fóru í svokallaða yfirborðsköfun. Slysið í gær er fimmta banaslysið í Silfru frá árinu 2010 en jafnframt tíunda alvarlega slysið á síðustu sjö árum. Síðasta banaslys í gjánni var fyrir rétt rúmum mánuði. Eftir það slys boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í Silfru yrðu hertar. Allt kom fyrir ekki og í kjölfar slyssins í gær tóku Umhverfisráðherra, Samgöngustofa og Þjóðgarðsvörður ákvörðun um að loka Silfru tímabundið fyrir köfun og tók lokunin gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Á þeim tíma verður unnið að því að fara yfir regluverk og ákveða næstu skref en Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra fundaði með þjóðgarðsverði í morgun. Eftir hádegi voru svo aðilar ferðaþjónustufyrirtækjanna, sem bjóða upp á köfunarþjónustu á staðnum, boðaðir til fundar. Níu fyrirtæki bjóða upp á köfun í Silfru. Það níunda hóf starfsemi í síðustu viku. Ferðaþjónustufyrirtækið Dive.is var með manninn sem lést í gær undir leiðsögn og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfsmenn sína í áfalli. „Við erum í rauninni búin að vera bíða lengi eftir því að reglurnar verði hertar og við erum búin að vera vinna eftir hertari reglum en hefur verið, þannig að við fögnum í raun og veru því að það gerist,“ sagði Tobias Klose, framkvæmdastjóri og eigandi Dive.is í dag. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að lengi hafi verið rætt að loka Silfru. „Við höfum verið uggandi, alltaf, um að slys yrði í Silfru og ástandið að mínu mati er mjög alvarlegt,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ákvörðun um að loka Silfru hafi verið gerð til þess að undirstrika hversu alvarleg málið er orðið. „Og gera það alveg skýrt að þjóðgarðurinn ætlar ekki að leggja land undir starfsemi sem hefur í för með sér þessa hættu öðruvísi en að það sé breyting á,“ sagði Ólafur. Meðal þeirra fyrirmæla sem þjóðgarðsvörður hefur sett ferðaþjónustufyrirtækjum eru; að fækka ferðamönnum sem fylgja hverjum leiðsögumanni og kafa eða yfirborðskafa, að herða kröfur um andlega og líkamlega burði, að opnunartíma verði breytt, og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Samkvæmt, heimildum fréttastofu eru fyrirmælin íþyngjandi fyrir fyrirtækin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að Silfra opni aftur á mánudag. „Og ef fyrirtækin gangast inn á þetta þá munu þau getað opnað ef að það gerist ekki þá verður ekki opnað,“ segir Ólafur
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58
Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27
Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35