Hafa klifið Everest og K2 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2017 17:45 Gerlinde Kaltenbrunner við klifur á K2. Skjáskot úr heimildarmynd Hann hefur komist upp á topp Everest og hún hefur ná tindi K2 fjallsins og eiga það sameiginlegt að hafa gert það fyrst manna og kvenna án viðbótarsúrefnis. Fjallgöngufólkið heldur fyrirlestur á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni. Ferðafélag Íslands fagnar á þessu ári níutíu ára afmæli en þau eru sein stærstu félaga samtök landsins með hátt í tíu þúsund meðlimi. Í kvöld klukkan átta verður Háfjallakvöld haldið á vegum samtakanna í Eldborgarsal Hörpunnar og að því tilefni eru staddir hér á landi tveir fjallgöngumenn sem bæði hafa klifið ein mest krefjandi fjöll í heimi. Peter Habeler komst á topp Everest 8. maí 1978 á viðbótarsúrefnis fyrstur manna. „Það er langt síðan. Þetta var 1978. Minningarnar eru góðar því við lifðum þetta af og við notuðum ekki súrefni. Ég kleif þessa tinda með eins einfaldri aðferð og hægt var. Afrekið var geysimikið,“ sagði Peter í dag. Auk Everest heftur Peter klifið mörg af hæstu fjöllum jarðar og flesta af erfiðustu tindum og klettaveggi Alpafjalla og þrátt fyrir að vera kominn mitt á áttræðisaldur er hann enn á fullu í krefjandi fjallgöngum og fjallaskíðaferðum víða um heim. Hann hefur mikið dálæti á Íslenskum fjöllum. Gerlinde Kaltenbrunner er einn þekktasta fjallgöngukona heims en árið 2011 náði hún tindi K2-fjallsins í Kína, næst hæsta fjalli í heimi, eftir sjö tilraunir. „Frá upphafi átti ég mér þann draum að ef ég öðlaðist nægan styrk langaði mig til að klífa þetta fallega fjall. Fyrsta tilraunin var 2007 og þær urðu tvær þetta ár. Þetta tókst samt ekki því það var of illviðrasamt og snjóflóðahættan var mikil. Eftir sjöttu tilraunina varð mikið persónulegt og tilfinningalegt bakslag hjá mér. Ég var ekki viss um að ég myndi reyna aftur. En sem betur fór tókst mér að ná á tind K2 með teymi mínu,“ sagði Gerlinde í dag. Eftir að hafa náð þessu takmarki varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla 14 hæstu tindi veraldar án viðbótarsúrefnis. Peter og Gerlinda koma til með að halda fyrirlestur á Háfjallakvöldinu í Hörpu í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni bæði eiga þau þó eftir að klífa fjöll á Íslandi „Því miður á ég það eftir. Mér þykir það leitt og ég skammast mín. Ég ætla að breyta því eins fljótt og auðið er, sagði Peter. Hægt er að nálgast miða á viðburðinn á harpa.is. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Hann hefur komist upp á topp Everest og hún hefur ná tindi K2 fjallsins og eiga það sameiginlegt að hafa gert það fyrst manna og kvenna án viðbótarsúrefnis. Fjallgöngufólkið heldur fyrirlestur á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni. Ferðafélag Íslands fagnar á þessu ári níutíu ára afmæli en þau eru sein stærstu félaga samtök landsins með hátt í tíu þúsund meðlimi. Í kvöld klukkan átta verður Háfjallakvöld haldið á vegum samtakanna í Eldborgarsal Hörpunnar og að því tilefni eru staddir hér á landi tveir fjallgöngumenn sem bæði hafa klifið ein mest krefjandi fjöll í heimi. Peter Habeler komst á topp Everest 8. maí 1978 á viðbótarsúrefnis fyrstur manna. „Það er langt síðan. Þetta var 1978. Minningarnar eru góðar því við lifðum þetta af og við notuðum ekki súrefni. Ég kleif þessa tinda með eins einfaldri aðferð og hægt var. Afrekið var geysimikið,“ sagði Peter í dag. Auk Everest heftur Peter klifið mörg af hæstu fjöllum jarðar og flesta af erfiðustu tindum og klettaveggi Alpafjalla og þrátt fyrir að vera kominn mitt á áttræðisaldur er hann enn á fullu í krefjandi fjallgöngum og fjallaskíðaferðum víða um heim. Hann hefur mikið dálæti á Íslenskum fjöllum. Gerlinde Kaltenbrunner er einn þekktasta fjallgöngukona heims en árið 2011 náði hún tindi K2-fjallsins í Kína, næst hæsta fjalli í heimi, eftir sjö tilraunir. „Frá upphafi átti ég mér þann draum að ef ég öðlaðist nægan styrk langaði mig til að klífa þetta fallega fjall. Fyrsta tilraunin var 2007 og þær urðu tvær þetta ár. Þetta tókst samt ekki því það var of illviðrasamt og snjóflóðahættan var mikil. Eftir sjöttu tilraunina varð mikið persónulegt og tilfinningalegt bakslag hjá mér. Ég var ekki viss um að ég myndi reyna aftur. En sem betur fór tókst mér að ná á tind K2 með teymi mínu,“ sagði Gerlinde í dag. Eftir að hafa náð þessu takmarki varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla 14 hæstu tindi veraldar án viðbótarsúrefnis. Peter og Gerlinda koma til með að halda fyrirlestur á Háfjallakvöldinu í Hörpu í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni bæði eiga þau þó eftir að klífa fjöll á Íslandi „Því miður á ég það eftir. Mér þykir það leitt og ég skammast mín. Ég ætla að breyta því eins fljótt og auðið er, sagði Peter. Hægt er að nálgast miða á viðburðinn á harpa.is. Aðgangseyrir er 1000 krónur.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira