Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2017 06:00 Að mati sérfræðinga er ólíklegt að afnám hafta muni hafa mikil áhrif á gengi krónunnar eða næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Bankinn tilkynnir ákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Í dag mun Seðlabanki Íslands setja nýjar reglur sem slaka á gjaldeyrishöftum. Almennt öðlast lög og reglur gildi degi eftir birtingu. Reglurnar aflétta öllum gjaldeyrishöftum sem hægt er að létta án lagabreytinga. Tilkynnt var um aðgerðirnar á blaðamannafundi seðlabankastjóra og forsætis- og fjármálaráðherra í gær. Undanfarnar vikur hefur krónan verið í miklum styrkingarham þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir að meðaltali þrjá milljarða á dag. Forðinn er nú rúmlega 800 milljarðar króna og er að stærstum hluta óskuldsettur forði.„Ég hef aldrei viljað spá fyrir um gengi krónunnar,“ segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík. „Ég sé ekki neina ástæðu til að það verði miklar sviptingar í gengi krónunnar á næstunni. Seðlabankinn hefur það nokkuð í hendi sér að vinna á móti sviptingum.“ Friðrik telur ólíklegt að afnám hafta muni hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar. „Það er ekki gott að segja til um hvort þetta auki eða minnki líkur á lægri stýrivöxtum. Ég geri ráð fyrir að nefndin taki sína ákvörðun á þriðjudag og þá er í raun of stuttur tími liðinn til að taka þetta með í reikninginn. Það er frekar að þetta hafi áhrif í næstu ákvörðun nefndarinnar,“ segir Friðrik Már. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, tekur í sama streng. „Við gáfum út okkar spá fyrir helgi. Það stendur að óbreyttir vextir séu líklegastir.“ Að mati Daníels eru gleðitíðindi að höftin hverfi frá og með morgundeginum enda hafi þess lengi verið beðið. Stærsta skrefið hafi verið stigið um síðustu áramót. „Ég vildi óska að ég gæti sagt til um hvaða áhrif þetta hefur á gengið,“ segir Daníel. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki nýtt sér heimildirnar að fullu sem þeir hafa og ekki útlit fyrir að þeir muni rjúka út við þessi tíðindi. Ef það verða einhverjar sveiflur þá verða þær sennilega minniháttar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20 Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 „Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Að mati sérfræðinga er ólíklegt að afnám hafta muni hafa mikil áhrif á gengi krónunnar eða næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Bankinn tilkynnir ákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Í dag mun Seðlabanki Íslands setja nýjar reglur sem slaka á gjaldeyrishöftum. Almennt öðlast lög og reglur gildi degi eftir birtingu. Reglurnar aflétta öllum gjaldeyrishöftum sem hægt er að létta án lagabreytinga. Tilkynnt var um aðgerðirnar á blaðamannafundi seðlabankastjóra og forsætis- og fjármálaráðherra í gær. Undanfarnar vikur hefur krónan verið í miklum styrkingarham þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir að meðaltali þrjá milljarða á dag. Forðinn er nú rúmlega 800 milljarðar króna og er að stærstum hluta óskuldsettur forði.„Ég hef aldrei viljað spá fyrir um gengi krónunnar,“ segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík. „Ég sé ekki neina ástæðu til að það verði miklar sviptingar í gengi krónunnar á næstunni. Seðlabankinn hefur það nokkuð í hendi sér að vinna á móti sviptingum.“ Friðrik telur ólíklegt að afnám hafta muni hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar. „Það er ekki gott að segja til um hvort þetta auki eða minnki líkur á lægri stýrivöxtum. Ég geri ráð fyrir að nefndin taki sína ákvörðun á þriðjudag og þá er í raun of stuttur tími liðinn til að taka þetta með í reikninginn. Það er frekar að þetta hafi áhrif í næstu ákvörðun nefndarinnar,“ segir Friðrik Már. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, tekur í sama streng. „Við gáfum út okkar spá fyrir helgi. Það stendur að óbreyttir vextir séu líklegastir.“ Að mati Daníels eru gleðitíðindi að höftin hverfi frá og með morgundeginum enda hafi þess lengi verið beðið. Stærsta skrefið hafi verið stigið um síðustu áramót. „Ég vildi óska að ég gæti sagt til um hvaða áhrif þetta hefur á gengið,“ segir Daníel. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki nýtt sér heimildirnar að fullu sem þeir hafa og ekki útlit fyrir að þeir muni rjúka út við þessi tíðindi. Ef það verða einhverjar sveiflur þá verða þær sennilega minniháttar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20 Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 „Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20
Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07
„Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16