Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðsins, hefur valið 22 manna hóp sem fer til Georgíu og Ítalíu seinna í þessum mánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.
Íslenska liðið mun leika þrjá vináttulandsleik á tæpri viku i til að undirbúa sig fyrir komandi undankeppni. Liðið leikur gegn Georgíu 22. og 25. mars í Georgíu og mætir síðan Sádí Arabíu á Ítalíu 28. mars.
Albert Guðmundsson, sem hefur skorað 8 mörk í síðustu 5 leikjum með PSV í hollensku b-deildinni, er í hópnum hjá Eyjólfi. Hann er einn af sex leikmönnum hans sem spila erlendis en hinir eru Alfons Sampsted hjá Norrköping, Axel Óskar Andrésson hjá Bath City, Júlíus Magnússon hjá Heerenveen, Jón Dagur Þorsteinsson hjá Fulham og Viktor Karl Einarsson hjá AZ Alkmaar.
Fjölnismenn eiga fjóra leikmenn í hópnum en það eru þeir Jökull Blængsson, Birnir Snær Ingason, Hans Viktor Guðmundsson og Ægir Jarl Jónasson.
Skagamenn eiga þrjá leikmenn í hópnum og þar á meðal er Tryggvi Hrafn Haraldsson sem hefur ekki spilað leik fyrir 21 árs landsliðið en spilaði sinn fyrsta A-landsleik á dögunum.
Hópurinn sem mætir Georgíu og Sádí Arabíu
Markmenn
Jökull Blængsson, Fjölnir
Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík
Aðrir leikmenn
Albert Guðmundsson, PSV
Alfons Sampsted, Norrköping
Aron Ingi Kristinsson, ÍA
Ari Leifsson, Fylkir
Arnór Gauti Ragnarsson, ÍBV
Axel Óskar Andrésson, Bath City
Ásgeir Sigurgeirsson, KA
Birnir Snær Ingason, Fjölnir
Grétar Snær Gunnarsson, FH
Hans Viktor Guðmundsson, Fjölnir
Hörður Ingi Gunnarsson, FH
Júlíus Magnússon, Heerenveen
Jón Dagur Þorsteinsson, Fulham
Kristófer Konráðsson, Stjarnan
Orri Sveinn Stefánsson, Fylkir
Sindri Scheving, Valur
Steinar Þorsteinsson, ÍA
Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA
Viktor Karl Einarsson, AZ Alkmaar
Ægir Jarl Jónasson, Fjölnir
Albert Guðmundsson í hópnum hjá Eyjólfi

Tengdar fréttir

Albert í úrvalsliði vikunnar
Hefur spilað vel Jong PSV í hollensku B-deildinni.

Albert með bæði mörk Jong PSV í sigri
Albert Guðmundsson skoraði bæði mörk Jong PSV þegar liðið vann 2-0 sigur á Breda í hollensku B-deildinni í kvöld.

Fimm marka vika hjá Alberti
Albert Guðmundsson, leikmaður Jong PSV, hefur átt heldur betur góða viku.

Þrenna á aðeins tíu mínútum hjá Alberti í kvöld
Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir unglingalið PSV Eindhoven sem vann fimm marka útisigur á FC Eindhoven, 5-0, í hollensku b-deildinni í kvöld. Þetta var önnur þrenna hans á sautján dögum.