Pétur Marinó: Menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2017 19:30 Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban í London. Það eru tíu mánuðir síðan Gunnar Nelson pakkaði Rússanum Albert Tumenov saman í Rotterdam. Vegna meiðsla gat Gunnar ekki barist aftur eins og til stóð í Dyflinni í nóvember á síðasta ári en nú er komið að því. Gunnar Nelson stígur aftur inn í búrið í O2-Höllinni í London á laugardagskvöldið. Þrátt fyrir að reyna fékk Gunnar ekki bardaga á móti manni á topplistanum í veltivigtinni en mótherjinn, Alan Jouban, er á mikilli uppleið - búinn að vinna þrjá bardaga í röð. Bandaríkjamaðurinn getur látið heiminn vita af sér með sigri á okkar manni en hvað er það sem Gunnar fær út úr þessum bardaga? „Fyrst og fremst minnir hann á sig. Það er langt síðan hann hefur barist og þetta er fínt tækifæri fyrir hann að berjast og sýna öllum hvað hann getur því menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa,“ segir Pétur Marinó Jónsson, aðalsérfræðingur 365 um MMA og lýsandi UFC á Stöð 2 Sport. „Það er betra að klára þetta því hann hefur klárað svo marga bardaga. Það er helsta ástæðan fyrir því að hann er svona ofarlega á styrkleikalistanum. Þó hann hafi ekki unnið stór nöfn þá er hann að klára þessa gaura og ef hann heldur því áfram verður það bara enn ein fjöðurinn í hattinn hans.“ Þrátt fyrir að Jouban sé á uppleið segir Pétur það alveg klárt hver á að vinna bardagann. „Gunni. Hann á að klára hann í gólfinu. Gunni er frábær svartbeltingur í gólfinu. Hann er með brúnt belti í jiu-jitsu sem er mjög gott. Það er samt munur á að vera góður í gólfinu og að vera heimsklassa glímumaður eins og Gunni er þannig Gunni á að taka þetta,“ segir Pétur Marinó Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). MMA Tengdar fréttir Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00 Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30 Gunnar Nelson mættur til London Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Alan Jouban í O2-höllinni í Lundúnum. 14. mars 2017 16:00 Jouban: Biðin í búningsklefanum er hrikalega erfið Í nýju innslagi frá UFC er hægt að kynnast næsta andstæðingi Gunnars Nelson, Alan Jouban, betur. 14. mars 2017 14:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjá meira
Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban í London. Það eru tíu mánuðir síðan Gunnar Nelson pakkaði Rússanum Albert Tumenov saman í Rotterdam. Vegna meiðsla gat Gunnar ekki barist aftur eins og til stóð í Dyflinni í nóvember á síðasta ári en nú er komið að því. Gunnar Nelson stígur aftur inn í búrið í O2-Höllinni í London á laugardagskvöldið. Þrátt fyrir að reyna fékk Gunnar ekki bardaga á móti manni á topplistanum í veltivigtinni en mótherjinn, Alan Jouban, er á mikilli uppleið - búinn að vinna þrjá bardaga í röð. Bandaríkjamaðurinn getur látið heiminn vita af sér með sigri á okkar manni en hvað er það sem Gunnar fær út úr þessum bardaga? „Fyrst og fremst minnir hann á sig. Það er langt síðan hann hefur barist og þetta er fínt tækifæri fyrir hann að berjast og sýna öllum hvað hann getur því menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa,“ segir Pétur Marinó Jónsson, aðalsérfræðingur 365 um MMA og lýsandi UFC á Stöð 2 Sport. „Það er betra að klára þetta því hann hefur klárað svo marga bardaga. Það er helsta ástæðan fyrir því að hann er svona ofarlega á styrkleikalistanum. Þó hann hafi ekki unnið stór nöfn þá er hann að klára þessa gaura og ef hann heldur því áfram verður það bara enn ein fjöðurinn í hattinn hans.“ Þrátt fyrir að Jouban sé á uppleið segir Pétur það alveg klárt hver á að vinna bardagann. „Gunni. Hann á að klára hann í gólfinu. Gunni er frábær svartbeltingur í gólfinu. Hann er með brúnt belti í jiu-jitsu sem er mjög gott. Það er samt munur á að vera góður í gólfinu og að vera heimsklassa glímumaður eins og Gunni er þannig Gunni á að taka þetta,“ segir Pétur Marinó Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
MMA Tengdar fréttir Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00 Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30 Gunnar Nelson mættur til London Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Alan Jouban í O2-höllinni í Lundúnum. 14. mars 2017 16:00 Jouban: Biðin í búningsklefanum er hrikalega erfið Í nýju innslagi frá UFC er hægt að kynnast næsta andstæðingi Gunnars Nelson, Alan Jouban, betur. 14. mars 2017 14:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjá meira
Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00
Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30
Gunnar Nelson mættur til London Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Alan Jouban í O2-höllinni í Lundúnum. 14. mars 2017 16:00
Jouban: Biðin í búningsklefanum er hrikalega erfið Í nýju innslagi frá UFC er hægt að kynnast næsta andstæðingi Gunnars Nelson, Alan Jouban, betur. 14. mars 2017 14:30