Ölduspá og viðvörunarkerfi í Reynisfjöru Garðar Örn Úlfarsson og Svavar Hávarðsson skrifa 15. mars 2017 06:00 Stöðugt leika ferðamenn sér að eldinum, en nýtt viðvörunarkerfi gæti bætt ástandið. vísir/vilhelm Þróuð verður ölduspá og viðvörunarkerfi fyrir ferðamannafjörurnar á Suðurlandi; Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Þetta er ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, og samkvæmt tillögu vinnuhóps Stjórnstöðvar ferðamála um brýnar úrbætur í öryggismálum. Markmiðið með verkefninu er að geta spáð um það með nokkurra daga fyrirvara hvenær hættulegar aðstæður skapast, svo að hægt verði að vara sérstaklega við því og mögulega auka gæslu, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Til að þetta sé unnt þarf að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp ýmiss konar búnað, og er þess vænst að hægt verði að taka kerfið í notkun strax á þessu ári. Ráðherra hefur óskað formlega eftir því við Ferðamálastofu að hún gangi til samninga við Vegagerðina um framkvæmd á verkefninu. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á rúmar 20 milljónir króna og hefur ráðherra ákveðið að nýta í verkefnið fé sem lagt var til hliðar af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á síðasta ári í þágu öryggismála. Ráðherra kynnir verkefnið formlega á blaðamannafundi í dag þar sem einnig verður greint frá rúmlega 600 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til 58 verkefna víðsvegar um landið. Fréttablaðið fjallaði um málið í byrjun febrúar, og talaði þá við Sigurð Sigurðarson, strandverkfræðing hjá Vegagerðinni, en hugmyndin er hans. Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, segir lögregluna hafa verið með nokkrar hugmyndir varðandi öryggi í Reynisfjöru í samstarfi við mismunandi aðila. Ein þeirra sé að nota öldulíkan Vegagerðarinnar til að spá um hættulegar öldur. „Hugmyndin er að það liggi alltaf fyrir spá einhverja daga fram í tímann. Hugmyndin er líka að vera með einhver ljósamerki á staðnum þá daga sem aðstæður eru verri og full ástæða til að vera með blikkljós og fána eða eitthvað slíkt,“ segir Víðir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni leggur til að ölduspákerfi stofnunarinnar verði nýtt til að setja upp viðvörunarkerfi í Reynis- og Kirkjufjöru. 6. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Þróuð verður ölduspá og viðvörunarkerfi fyrir ferðamannafjörurnar á Suðurlandi; Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Þetta er ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, og samkvæmt tillögu vinnuhóps Stjórnstöðvar ferðamála um brýnar úrbætur í öryggismálum. Markmiðið með verkefninu er að geta spáð um það með nokkurra daga fyrirvara hvenær hættulegar aðstæður skapast, svo að hægt verði að vara sérstaklega við því og mögulega auka gæslu, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Til að þetta sé unnt þarf að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp ýmiss konar búnað, og er þess vænst að hægt verði að taka kerfið í notkun strax á þessu ári. Ráðherra hefur óskað formlega eftir því við Ferðamálastofu að hún gangi til samninga við Vegagerðina um framkvæmd á verkefninu. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á rúmar 20 milljónir króna og hefur ráðherra ákveðið að nýta í verkefnið fé sem lagt var til hliðar af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á síðasta ári í þágu öryggismála. Ráðherra kynnir verkefnið formlega á blaðamannafundi í dag þar sem einnig verður greint frá rúmlega 600 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til 58 verkefna víðsvegar um landið. Fréttablaðið fjallaði um málið í byrjun febrúar, og talaði þá við Sigurð Sigurðarson, strandverkfræðing hjá Vegagerðinni, en hugmyndin er hans. Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, segir lögregluna hafa verið með nokkrar hugmyndir varðandi öryggi í Reynisfjöru í samstarfi við mismunandi aðila. Ein þeirra sé að nota öldulíkan Vegagerðarinnar til að spá um hættulegar öldur. „Hugmyndin er að það liggi alltaf fyrir spá einhverja daga fram í tímann. Hugmyndin er líka að vera með einhver ljósamerki á staðnum þá daga sem aðstæður eru verri og full ástæða til að vera með blikkljós og fána eða eitthvað slíkt,“ segir Víðir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni leggur til að ölduspákerfi stofnunarinnar verði nýtt til að setja upp viðvörunarkerfi í Reynis- og Kirkjufjöru. 6. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni leggur til að ölduspákerfi stofnunarinnar verði nýtt til að setja upp viðvörunarkerfi í Reynis- og Kirkjufjöru. 6. febrúar 2017 08:00