Er Monchi sá besti í sínu starfi í fótboltaheiminum í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 07:30 Monchi. Vísir/Getty Sevilla varð að sætta sig við tap á móti Leicester City í Meistaradeildinni í vikunni en það er svo sannarlega ekkert tap á rekstri félagsins síðan að félagið réð Ramón Rodríguez Verdejo til starfa. Þvert á móti hefur Ramón Rodríguez Verdejo, oftast kallaður Monchi, grætt ótrúlegar upphæðir á því að kaupa leikmenn ódýrt og selja þá síðan fyrir miklu meiri pening til stærri félaga í Evrópu. Monchi hefur á sama tíma byggt upp knattspyrnuakademíu félagsins og þrátt fyrir að þurfa alltaf að selja sína bestu leikmenn hefur Sevilla tekist að halda sér í hópi bestu liða Spánar og vann meðal annars Evrópudeildina þrjú undanfarin ár. Það kemur enginn Evróputitil til Sevilla í ár þökk sé Englandsmeisturum Leicester City en liðið er í þriðja sæti í spænsku deildinni og það koma því nær örugglega fleiri Evrópukvöld á næsta tímabili. Monchi kom til Sevilla fyrir sautján árum þegar liðið var í spænsku b-deildinni. Liðið fór upp á fyrsta ári og hefur síðan aldrei verið neðar en í tíunda sæti í spænsku deildinni auk þess að vinna Evrópudeildina fimm sinnum og spænska konungsbikarinn tvisvar sinnum. Fólkið á Squawka.com tók saman þrettán ótrúleg viðskipti Monchi með leikmenn í stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Sevilla. Spænska félagið hefur grætt tæpar 136 milljónir punda á því að selja þessa þrettán leikmenn eða um átján milljarða íslenskra króna. Það má sjá þessa þrettán leikmenn hér fyrir neðan en eins er hægt að lesa meira um þá alla í féttinni á Squawka-síðunni.Dani Alves Keyptur frá: Bahia (2002) Verð: 413 þúsund pund Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 26,63 milljónir pundaJulio Baptista Keyptur frá: Sao Paulo (2003) Verð: 2,63 milljónir punda Seldur til: Real Madrid (2005) Verð: 15 milljónir pundaAdriano Keyptur frá: Coritiba (2004) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2010) Verð: 7,13 milljónir pundaFederico Fazio Keyptur frá: Ferro Carril (2006) Verð: 600 þúsund pund Seldur til: Tottenham Hotspur (2014) Verð: 7,5 milljónir pundaChristian Poulsen Kom frá: Schalke 04 (2006) Verð: Frjáls sala Seldur til: Juventus (2008) Verð: 7,31 milljónir pundaSeydou Keita Keyptur frá: Lens (2007) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 10,5 milljónir pundaAlvaro Negredo Keyptur frá: Real Madrid (2009) Verð: 11,75 milljónir punda Seldur til: Manchester City (2013) Verð: 18,75 milljónir pundaGary Medel Keyptur frá: Universidad Católica (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Cardiff City (2013) Verð: 9,75 milljónir pundaIvan Rakitic Keyptur frá: Schalke (2010) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2014) Verð: 13,5 milljónir pundaMartin Caceres Keyptur frá: Barcelona (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Juventus (2012) Verð: 6 milljónir pundaGeoffrey Kondogbia Keyptur frá: Lens (2012) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Mónakó (2013) Verð: 15 milljónir pundaCarlos Bacca Keyptur frá: Club Brugge (2013) Verð: 5,25 milljónir punda Seldur til: AC Milan (2015) Verð: 22,5 milljónir pundaAleix Vidal Keyptur frá: Almeria (2014) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2015) Verð: 12,75 milljónir pundaLeikmenn keyptir fyrir: 36.353.000 pundaLeikmenn seldir fyrir: 172.320.000 pundaGróði: 135.967.000 punda Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Sevilla varð að sætta sig við tap á móti Leicester City í Meistaradeildinni í vikunni en það er svo sannarlega ekkert tap á rekstri félagsins síðan að félagið réð Ramón Rodríguez Verdejo til starfa. Þvert á móti hefur Ramón Rodríguez Verdejo, oftast kallaður Monchi, grætt ótrúlegar upphæðir á því að kaupa leikmenn ódýrt og selja þá síðan fyrir miklu meiri pening til stærri félaga í Evrópu. Monchi hefur á sama tíma byggt upp knattspyrnuakademíu félagsins og þrátt fyrir að þurfa alltaf að selja sína bestu leikmenn hefur Sevilla tekist að halda sér í hópi bestu liða Spánar og vann meðal annars Evrópudeildina þrjú undanfarin ár. Það kemur enginn Evróputitil til Sevilla í ár þökk sé Englandsmeisturum Leicester City en liðið er í þriðja sæti í spænsku deildinni og það koma því nær örugglega fleiri Evrópukvöld á næsta tímabili. Monchi kom til Sevilla fyrir sautján árum þegar liðið var í spænsku b-deildinni. Liðið fór upp á fyrsta ári og hefur síðan aldrei verið neðar en í tíunda sæti í spænsku deildinni auk þess að vinna Evrópudeildina fimm sinnum og spænska konungsbikarinn tvisvar sinnum. Fólkið á Squawka.com tók saman þrettán ótrúleg viðskipti Monchi með leikmenn í stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Sevilla. Spænska félagið hefur grætt tæpar 136 milljónir punda á því að selja þessa þrettán leikmenn eða um átján milljarða íslenskra króna. Það má sjá þessa þrettán leikmenn hér fyrir neðan en eins er hægt að lesa meira um þá alla í féttinni á Squawka-síðunni.Dani Alves Keyptur frá: Bahia (2002) Verð: 413 þúsund pund Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 26,63 milljónir pundaJulio Baptista Keyptur frá: Sao Paulo (2003) Verð: 2,63 milljónir punda Seldur til: Real Madrid (2005) Verð: 15 milljónir pundaAdriano Keyptur frá: Coritiba (2004) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2010) Verð: 7,13 milljónir pundaFederico Fazio Keyptur frá: Ferro Carril (2006) Verð: 600 þúsund pund Seldur til: Tottenham Hotspur (2014) Verð: 7,5 milljónir pundaChristian Poulsen Kom frá: Schalke 04 (2006) Verð: Frjáls sala Seldur til: Juventus (2008) Verð: 7,31 milljónir pundaSeydou Keita Keyptur frá: Lens (2007) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 10,5 milljónir pundaAlvaro Negredo Keyptur frá: Real Madrid (2009) Verð: 11,75 milljónir punda Seldur til: Manchester City (2013) Verð: 18,75 milljónir pundaGary Medel Keyptur frá: Universidad Católica (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Cardiff City (2013) Verð: 9,75 milljónir pundaIvan Rakitic Keyptur frá: Schalke (2010) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2014) Verð: 13,5 milljónir pundaMartin Caceres Keyptur frá: Barcelona (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Juventus (2012) Verð: 6 milljónir pundaGeoffrey Kondogbia Keyptur frá: Lens (2012) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Mónakó (2013) Verð: 15 milljónir pundaCarlos Bacca Keyptur frá: Club Brugge (2013) Verð: 5,25 milljónir punda Seldur til: AC Milan (2015) Verð: 22,5 milljónir pundaAleix Vidal Keyptur frá: Almeria (2014) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2015) Verð: 12,75 milljónir pundaLeikmenn keyptir fyrir: 36.353.000 pundaLeikmenn seldir fyrir: 172.320.000 pundaGróði: 135.967.000 punda
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn