Er Monchi sá besti í sínu starfi í fótboltaheiminum í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 07:30 Monchi. Vísir/Getty Sevilla varð að sætta sig við tap á móti Leicester City í Meistaradeildinni í vikunni en það er svo sannarlega ekkert tap á rekstri félagsins síðan að félagið réð Ramón Rodríguez Verdejo til starfa. Þvert á móti hefur Ramón Rodríguez Verdejo, oftast kallaður Monchi, grætt ótrúlegar upphæðir á því að kaupa leikmenn ódýrt og selja þá síðan fyrir miklu meiri pening til stærri félaga í Evrópu. Monchi hefur á sama tíma byggt upp knattspyrnuakademíu félagsins og þrátt fyrir að þurfa alltaf að selja sína bestu leikmenn hefur Sevilla tekist að halda sér í hópi bestu liða Spánar og vann meðal annars Evrópudeildina þrjú undanfarin ár. Það kemur enginn Evróputitil til Sevilla í ár þökk sé Englandsmeisturum Leicester City en liðið er í þriðja sæti í spænsku deildinni og það koma því nær örugglega fleiri Evrópukvöld á næsta tímabili. Monchi kom til Sevilla fyrir sautján árum þegar liðið var í spænsku b-deildinni. Liðið fór upp á fyrsta ári og hefur síðan aldrei verið neðar en í tíunda sæti í spænsku deildinni auk þess að vinna Evrópudeildina fimm sinnum og spænska konungsbikarinn tvisvar sinnum. Fólkið á Squawka.com tók saman þrettán ótrúleg viðskipti Monchi með leikmenn í stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Sevilla. Spænska félagið hefur grætt tæpar 136 milljónir punda á því að selja þessa þrettán leikmenn eða um átján milljarða íslenskra króna. Það má sjá þessa þrettán leikmenn hér fyrir neðan en eins er hægt að lesa meira um þá alla í féttinni á Squawka-síðunni.Dani Alves Keyptur frá: Bahia (2002) Verð: 413 þúsund pund Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 26,63 milljónir pundaJulio Baptista Keyptur frá: Sao Paulo (2003) Verð: 2,63 milljónir punda Seldur til: Real Madrid (2005) Verð: 15 milljónir pundaAdriano Keyptur frá: Coritiba (2004) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2010) Verð: 7,13 milljónir pundaFederico Fazio Keyptur frá: Ferro Carril (2006) Verð: 600 þúsund pund Seldur til: Tottenham Hotspur (2014) Verð: 7,5 milljónir pundaChristian Poulsen Kom frá: Schalke 04 (2006) Verð: Frjáls sala Seldur til: Juventus (2008) Verð: 7,31 milljónir pundaSeydou Keita Keyptur frá: Lens (2007) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 10,5 milljónir pundaAlvaro Negredo Keyptur frá: Real Madrid (2009) Verð: 11,75 milljónir punda Seldur til: Manchester City (2013) Verð: 18,75 milljónir pundaGary Medel Keyptur frá: Universidad Católica (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Cardiff City (2013) Verð: 9,75 milljónir pundaIvan Rakitic Keyptur frá: Schalke (2010) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2014) Verð: 13,5 milljónir pundaMartin Caceres Keyptur frá: Barcelona (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Juventus (2012) Verð: 6 milljónir pundaGeoffrey Kondogbia Keyptur frá: Lens (2012) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Mónakó (2013) Verð: 15 milljónir pundaCarlos Bacca Keyptur frá: Club Brugge (2013) Verð: 5,25 milljónir punda Seldur til: AC Milan (2015) Verð: 22,5 milljónir pundaAleix Vidal Keyptur frá: Almeria (2014) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2015) Verð: 12,75 milljónir pundaLeikmenn keyptir fyrir: 36.353.000 pundaLeikmenn seldir fyrir: 172.320.000 pundaGróði: 135.967.000 punda Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Sevilla varð að sætta sig við tap á móti Leicester City í Meistaradeildinni í vikunni en það er svo sannarlega ekkert tap á rekstri félagsins síðan að félagið réð Ramón Rodríguez Verdejo til starfa. Þvert á móti hefur Ramón Rodríguez Verdejo, oftast kallaður Monchi, grætt ótrúlegar upphæðir á því að kaupa leikmenn ódýrt og selja þá síðan fyrir miklu meiri pening til stærri félaga í Evrópu. Monchi hefur á sama tíma byggt upp knattspyrnuakademíu félagsins og þrátt fyrir að þurfa alltaf að selja sína bestu leikmenn hefur Sevilla tekist að halda sér í hópi bestu liða Spánar og vann meðal annars Evrópudeildina þrjú undanfarin ár. Það kemur enginn Evróputitil til Sevilla í ár þökk sé Englandsmeisturum Leicester City en liðið er í þriðja sæti í spænsku deildinni og það koma því nær örugglega fleiri Evrópukvöld á næsta tímabili. Monchi kom til Sevilla fyrir sautján árum þegar liðið var í spænsku b-deildinni. Liðið fór upp á fyrsta ári og hefur síðan aldrei verið neðar en í tíunda sæti í spænsku deildinni auk þess að vinna Evrópudeildina fimm sinnum og spænska konungsbikarinn tvisvar sinnum. Fólkið á Squawka.com tók saman þrettán ótrúleg viðskipti Monchi með leikmenn í stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Sevilla. Spænska félagið hefur grætt tæpar 136 milljónir punda á því að selja þessa þrettán leikmenn eða um átján milljarða íslenskra króna. Það má sjá þessa þrettán leikmenn hér fyrir neðan en eins er hægt að lesa meira um þá alla í féttinni á Squawka-síðunni.Dani Alves Keyptur frá: Bahia (2002) Verð: 413 þúsund pund Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 26,63 milljónir pundaJulio Baptista Keyptur frá: Sao Paulo (2003) Verð: 2,63 milljónir punda Seldur til: Real Madrid (2005) Verð: 15 milljónir pundaAdriano Keyptur frá: Coritiba (2004) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2010) Verð: 7,13 milljónir pundaFederico Fazio Keyptur frá: Ferro Carril (2006) Verð: 600 þúsund pund Seldur til: Tottenham Hotspur (2014) Verð: 7,5 milljónir pundaChristian Poulsen Kom frá: Schalke 04 (2006) Verð: Frjáls sala Seldur til: Juventus (2008) Verð: 7,31 milljónir pundaSeydou Keita Keyptur frá: Lens (2007) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 10,5 milljónir pundaAlvaro Negredo Keyptur frá: Real Madrid (2009) Verð: 11,75 milljónir punda Seldur til: Manchester City (2013) Verð: 18,75 milljónir pundaGary Medel Keyptur frá: Universidad Católica (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Cardiff City (2013) Verð: 9,75 milljónir pundaIvan Rakitic Keyptur frá: Schalke (2010) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2014) Verð: 13,5 milljónir pundaMartin Caceres Keyptur frá: Barcelona (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Juventus (2012) Verð: 6 milljónir pundaGeoffrey Kondogbia Keyptur frá: Lens (2012) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Mónakó (2013) Verð: 15 milljónir pundaCarlos Bacca Keyptur frá: Club Brugge (2013) Verð: 5,25 milljónir punda Seldur til: AC Milan (2015) Verð: 22,5 milljónir pundaAleix Vidal Keyptur frá: Almeria (2014) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2015) Verð: 12,75 milljónir pundaLeikmenn keyptir fyrir: 36.353.000 pundaLeikmenn seldir fyrir: 172.320.000 pundaGróði: 135.967.000 punda
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira