Haukakonur unnu Skallagrím í Borgarnesi | Úrslitin í kvennakörfunni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2017 21:08 Dýrfinna Arnardóttir. Vísir/Eyþór Snæfell steig eitt skref nær deildarmeistaratitlinum og Skallagrímur missti endanlega af möguleikanum á öðru sætinu í Domino´s deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar 26. umferðin fór fram. Stjörnukonur voru nálægt því að stela sigri í Stykkishólmi í lokin en úrslit í öðrum leikjum í kvöld sáu til þess að Stjörnuliðið er öruggt í úrslitakeppnina. Grindavík er jafnframt endanlega fallið úr deildinni. Óvæntustu úrslit kvöldsins voru í Borgarnesi þar sem Haukar unnu 63-62 sigur á heimastúlkum í Skallagrímu í miklum spennuleik. Haukaliðið var 17-7 undir eftir fyrsta leikhlutann en vann sig aftur inn í leikinn og tryggði sér eins stigs sigur með því að vinna þrjá síðustu leikhlutana. Dýrfinna Arnardóttir tryggði Haukum sigur með þriggja stiga körfu rétt fyrir leikslok en hún skoraði 16 stig fyrir Hauka í kvöld. Nashika Wiliams var með 20 stig og 11 fráköst og þá var Þóra Kristín Jónsdóttir með 13 stig og 9 stoðsendingar.. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir átti stórleik í liði Skallagríms með 24 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar en það dugði ekki til. Snæfell vann þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 79-76, en það er mjög líklegt að þessi lið mætist í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Stjörnukonur eru öruggar í úrslitakeppnina eftir úrslit kvöldsins en Snæfellskonur þurfa einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Snæfellsliðið var með öruggt forskot stærsta hluta leiksins en Stjörnukonur voru nánast búnar að stela sigrinum á lokamínútunum. Keflavík sótti tvö stig til Njarðvíkur en Njarðvíkurliðið lék án Carmen Tyson-Thomas sem var rekinn í síðustu viku þrátt fyrir að vera að skora 37 stig að meðaltali í leik fyrir liðið. Án Tyson-Thomas var Njarðvík engin mótstaða fyrir bikarmeistara Keflavíkur. Úrslitin réðust líka á hinum enda vallarins. Valskonur keyrðu yfir Grindavík í seinni hálfleiknum en eftir tapið í kvöld er ljóst að Grindavíkurliðið er fallið í 1. deild.Úrslit og stigaskorarar í kvöld:Valur-Grindavík 83-68 (18-24, 21-22, 23-14, 21-8)Valur: Mia Loyd 34/15 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 14/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 9/10 fráköst, Elfa Falsdottir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2.Grindavík: Angela Marie Rodriguez 18/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 17/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10, María Ben Erlingsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 6/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 3, Angela Björg Steingrímsdóttir 2, Hrund Skúladóttir 2/4 fráköst. Njarðvík-Keflavík 49-73 (12-25, 8-12, 12-16, 17-20)Njarðvík: María Jónsdóttir 17/6 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 8, Björk Gunnarsdótir 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 6/4 fráköst, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 5, Hulda Bergsteinsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/6 fráköst, Svala Sigurðadóttir 1.Keflavík: Ariana Moorer 13/9 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 11/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8/4 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Tinna Björg Gunnarsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 2.Snæfell-Stjarnan 79-76 (24-13, 26-18, 13-18, 16-27)Snæfell: Aaryn Ellenberg 22/10 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 17, Bryndís Guðmundsdóttir 12/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/9 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8, Sara Diljá Sigurðardóttir 5, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 25/9 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 17/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 10, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Hafrún Hálfdánardóttir 6/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 3, Shanna Dacanay 2. Skallagrímur-Haukar 62-63 (17-7, 10-15, 19-21, 16-20)Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/15 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/7 fráköst, Fanney Lind Thomas 9/5 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 7/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 4/5 fráköst/5 stoðsendingar.Haukar: Nashika Wiliams 20/11 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 16, Þóra Kristín Jónsdóttir 13/4 fráköst/9 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 2, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/6 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Sjá meira
Snæfell steig eitt skref nær deildarmeistaratitlinum og Skallagrímur missti endanlega af möguleikanum á öðru sætinu í Domino´s deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar 26. umferðin fór fram. Stjörnukonur voru nálægt því að stela sigri í Stykkishólmi í lokin en úrslit í öðrum leikjum í kvöld sáu til þess að Stjörnuliðið er öruggt í úrslitakeppnina. Grindavík er jafnframt endanlega fallið úr deildinni. Óvæntustu úrslit kvöldsins voru í Borgarnesi þar sem Haukar unnu 63-62 sigur á heimastúlkum í Skallagrímu í miklum spennuleik. Haukaliðið var 17-7 undir eftir fyrsta leikhlutann en vann sig aftur inn í leikinn og tryggði sér eins stigs sigur með því að vinna þrjá síðustu leikhlutana. Dýrfinna Arnardóttir tryggði Haukum sigur með þriggja stiga körfu rétt fyrir leikslok en hún skoraði 16 stig fyrir Hauka í kvöld. Nashika Wiliams var með 20 stig og 11 fráköst og þá var Þóra Kristín Jónsdóttir með 13 stig og 9 stoðsendingar.. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir átti stórleik í liði Skallagríms með 24 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar en það dugði ekki til. Snæfell vann þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 79-76, en það er mjög líklegt að þessi lið mætist í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Stjörnukonur eru öruggar í úrslitakeppnina eftir úrslit kvöldsins en Snæfellskonur þurfa einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Snæfellsliðið var með öruggt forskot stærsta hluta leiksins en Stjörnukonur voru nánast búnar að stela sigrinum á lokamínútunum. Keflavík sótti tvö stig til Njarðvíkur en Njarðvíkurliðið lék án Carmen Tyson-Thomas sem var rekinn í síðustu viku þrátt fyrir að vera að skora 37 stig að meðaltali í leik fyrir liðið. Án Tyson-Thomas var Njarðvík engin mótstaða fyrir bikarmeistara Keflavíkur. Úrslitin réðust líka á hinum enda vallarins. Valskonur keyrðu yfir Grindavík í seinni hálfleiknum en eftir tapið í kvöld er ljóst að Grindavíkurliðið er fallið í 1. deild.Úrslit og stigaskorarar í kvöld:Valur-Grindavík 83-68 (18-24, 21-22, 23-14, 21-8)Valur: Mia Loyd 34/15 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 14/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 9/10 fráköst, Elfa Falsdottir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2.Grindavík: Angela Marie Rodriguez 18/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 17/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10, María Ben Erlingsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 6/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 3, Angela Björg Steingrímsdóttir 2, Hrund Skúladóttir 2/4 fráköst. Njarðvík-Keflavík 49-73 (12-25, 8-12, 12-16, 17-20)Njarðvík: María Jónsdóttir 17/6 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 8, Björk Gunnarsdótir 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 6/4 fráköst, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 5, Hulda Bergsteinsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/6 fráköst, Svala Sigurðadóttir 1.Keflavík: Ariana Moorer 13/9 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 11/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8/4 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Tinna Björg Gunnarsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 2.Snæfell-Stjarnan 79-76 (24-13, 26-18, 13-18, 16-27)Snæfell: Aaryn Ellenberg 22/10 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 17, Bryndís Guðmundsdóttir 12/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/9 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8, Sara Diljá Sigurðardóttir 5, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 25/9 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 17/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 10, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Hafrún Hálfdánardóttir 6/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 3, Shanna Dacanay 2. Skallagrímur-Haukar 62-63 (17-7, 10-15, 19-21, 16-20)Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/15 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/7 fráköst, Fanney Lind Thomas 9/5 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 7/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 4/5 fráköst/5 stoðsendingar.Haukar: Nashika Wiliams 20/11 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 16, Þóra Kristín Jónsdóttir 13/4 fráköst/9 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 2, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/6 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Sjá meira