Leik lokið: Stjarnan - ÍR 75-68 | Endurkoma ÍR-inga dugði næstum því Kristinn Geir Friðriksson í Ásgarði skrifar 16. mars 2017 21:15 Justin Shouse kom til baka inn í Stjörnuliðið og skilaði 17 stigum á 22 mínútum. Vísir/Hanna Stjarnan er komið í 1-0 í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í spennuleik í Ásgarði í kvöld. Stjarnan vann leikinn 75-68 eftir æsispennandi lokamínútur en ÍR-inga höfðu unnið upp sautján stiga forystu Garðbæinga í seinni hálfleiknum.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Garðabænum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjarnan, sem endaði í 2.sæti fékk heimavallarréttinn gegn ÍR sem lenti í 7.sæti. ÍR-ingar hafa ekki spilað í úrslitakeppninni síðan 2011 mættu fullir sjálfstraust í Garðabæinn og gáfu heimamönnum ekkert eftir í baráttu og eljusemi. Leikurinn var skemmtilegur, spennandi og gríðarlega baráttumikill. Heimamönnum í Stjörnunni tókst að sigra að lokum en alveg ljóst eftir þennan fyrsta leik í seríunni að hún mun verða hin mesta skemmtun og líklega eitthvað blóðug. Stjarnan tók öll völd á vellinum í upphafi leiks en missti einbeitingu undir lok fyrsta hluta og hleypti ÍR aftur inní leikinn. Stjörnumenn náðu svo aftur undirtökum í leiknum og héldu ÍR í tíu stigum í öðrum hluta og hálfleikstölur 49-32 fyrir heimamenn. Þarna héldu flestir að Stjarnan væri kominn með það kverkatak sem þyrfti til að kæfa andstæðinginn en ÍR var á öðru máli og setti allt í lás í sínum varnarleik og Stjarnan skoraði aðeins sjö stig í þriðja hluta gegn sextán frá gestunum. Lokafjórðungur var gríðarlega spennandi og aðeins klaufalegar sóknaraðgerðir gestanna sem kostuðu liðið sigurinn á lokamínútum leiksins. Það má alveg segja að ÍR-ingar hafi einfaldlega kastað sigurmöguleikanum frá sér. Lokatölur 75-68. Hjá ÍR var Quincy Cole bestur en hann skoraði 15 stig og tók 18 fráköst, en var samt langt frá sínu besta sóknarlega en það má segja um allt ÍR-liðið. Matthías Sigurðarson átti ágæta spretti en var aldrei með nægilega góða stjórn á sínu liði. Hann skoraði 16, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson góður með 19 stig og 14 fráköst. Justin Shouse, sem snéri aftur eftir langt hlé kom mjög vel inní leikinn og skoraði 17 stig og tók 8 fráköst (Gaf enga stoðsendingu í leiknum! Sem gæti mögulega verið fyrsti stoðsendingalausi leikur kappans frá upphafi!). Anthony Odunsi var einnig góður og skoraði 18 og tók 8 fráköst, gaf jafnmargar stoðsendingar og Shouse! Leikurinn veit á gott fyrir þessa úrslitarimmu og ljóst að Hertz-hellirinn verður trylltur næsta laugardag kl. 16 þegar liðin mætast í öðrum leik sínum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.Stjarnan-ÍR 75-68 (25-22, 24-10, 7-16, 19-20)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/14 fráköst, Anthony Odunsi 18/8 fráköst, Justin Shouse 17/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4/10 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 16/9 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 15/9 fráköst, Quincy Hankins-Cole 12/18 fráköst/4 varin skot, Sveinbjörn Claessen 11, Sæþór Elmar Kristjánsson 7/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 5, Kristinn Marinósson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Stjarnan er komið í 1-0 í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í spennuleik í Ásgarði í kvöld. Stjarnan vann leikinn 75-68 eftir æsispennandi lokamínútur en ÍR-inga höfðu unnið upp sautján stiga forystu Garðbæinga í seinni hálfleiknum.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Garðabænum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjarnan, sem endaði í 2.sæti fékk heimavallarréttinn gegn ÍR sem lenti í 7.sæti. ÍR-ingar hafa ekki spilað í úrslitakeppninni síðan 2011 mættu fullir sjálfstraust í Garðabæinn og gáfu heimamönnum ekkert eftir í baráttu og eljusemi. Leikurinn var skemmtilegur, spennandi og gríðarlega baráttumikill. Heimamönnum í Stjörnunni tókst að sigra að lokum en alveg ljóst eftir þennan fyrsta leik í seríunni að hún mun verða hin mesta skemmtun og líklega eitthvað blóðug. Stjarnan tók öll völd á vellinum í upphafi leiks en missti einbeitingu undir lok fyrsta hluta og hleypti ÍR aftur inní leikinn. Stjörnumenn náðu svo aftur undirtökum í leiknum og héldu ÍR í tíu stigum í öðrum hluta og hálfleikstölur 49-32 fyrir heimamenn. Þarna héldu flestir að Stjarnan væri kominn með það kverkatak sem þyrfti til að kæfa andstæðinginn en ÍR var á öðru máli og setti allt í lás í sínum varnarleik og Stjarnan skoraði aðeins sjö stig í þriðja hluta gegn sextán frá gestunum. Lokafjórðungur var gríðarlega spennandi og aðeins klaufalegar sóknaraðgerðir gestanna sem kostuðu liðið sigurinn á lokamínútum leiksins. Það má alveg segja að ÍR-ingar hafi einfaldlega kastað sigurmöguleikanum frá sér. Lokatölur 75-68. Hjá ÍR var Quincy Cole bestur en hann skoraði 15 stig og tók 18 fráköst, en var samt langt frá sínu besta sóknarlega en það má segja um allt ÍR-liðið. Matthías Sigurðarson átti ágæta spretti en var aldrei með nægilega góða stjórn á sínu liði. Hann skoraði 16, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson góður með 19 stig og 14 fráköst. Justin Shouse, sem snéri aftur eftir langt hlé kom mjög vel inní leikinn og skoraði 17 stig og tók 8 fráköst (Gaf enga stoðsendingu í leiknum! Sem gæti mögulega verið fyrsti stoðsendingalausi leikur kappans frá upphafi!). Anthony Odunsi var einnig góður og skoraði 18 og tók 8 fráköst, gaf jafnmargar stoðsendingar og Shouse! Leikurinn veit á gott fyrir þessa úrslitarimmu og ljóst að Hertz-hellirinn verður trylltur næsta laugardag kl. 16 þegar liðin mætast í öðrum leik sínum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.Stjarnan-ÍR 75-68 (25-22, 24-10, 7-16, 19-20)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/14 fráköst, Anthony Odunsi 18/8 fráköst, Justin Shouse 17/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4/10 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 16/9 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 15/9 fráköst, Quincy Hankins-Cole 12/18 fráköst/4 varin skot, Sveinbjörn Claessen 11, Sæþór Elmar Kristjánsson 7/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 5, Kristinn Marinósson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum