Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2017 23:08 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur enn við ásakanir sínar um Barack Obama, forveri hans, hafi fyrirskipað að símar í Trump-turninum í New York yrðu hleraðir. Þingnefndir beggja deilda þings Bandaríkjanna segja ekkert eftirlit hafa átt sér stað og Paul Ryan, forseti þingsins og leiðtogi Repúblikanaflokksins, er á sama máli. Þrátt fyrir það varði Sean Spicer, talsmaður Trump, ásakanir forsetans. Vísaði hann til umfjöllunar um rannsóknir á samskiptum yfirvalda í Rússlandi og starfsmanna Trump, sér til stuðnings. Hann sagði deginum ljósara að einhvers konar eftirlit hefði átt sér stað.Spicer sagði að Trump hefði skrifað „wires tapped“ í tístum sínum og að hann hafi ekki átt sérstaklega við símahleranir, heldur einhvers konar eftirlit. Trump notaði gæsalappir í tveimur tístum af fjórum sem hann skrifaði um málið. Í hinum tveimur talaði hann beinum orðum um að Obama hefði „hlerað síma“ hans. „Hve lágt hefur Obama sokkið til að hlera síma mína í þessum mjög svo heilögu kosningum. Þetta er Nixon/Watergate. Vondur (eða sjúkur) gaur!“ skrifaði Trump.Tístin má sjá í hlekknum hér að neðan.Sjá einnig: Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Samkvæmt heimildarmanni Reuters, sem þekkir til rannsóknarinnar og annarra, hafa rannsóknaraðilar leitað „eins ítarlega og þeir gátu“ að vísbendingum um eftirlit með Trump eða samstarfsmönnum hans án árangurs.Trump gaf í skyn í gær að von væri á upplýsingum sem myndu sanna mál hans á næstu vikum. Hér má sjá myndband frá blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag, þar sem Sean Spicer var spurður út í málið.'CALM DOWN': Watch Sean Spicer spar with reporters over Trump's wiretap claims #PressBriefing pic.twitter.com/FS6NvGPY6d— Business Insider (@businessinsider) March 16, 2017 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur enn við ásakanir sínar um Barack Obama, forveri hans, hafi fyrirskipað að símar í Trump-turninum í New York yrðu hleraðir. Þingnefndir beggja deilda þings Bandaríkjanna segja ekkert eftirlit hafa átt sér stað og Paul Ryan, forseti þingsins og leiðtogi Repúblikanaflokksins, er á sama máli. Þrátt fyrir það varði Sean Spicer, talsmaður Trump, ásakanir forsetans. Vísaði hann til umfjöllunar um rannsóknir á samskiptum yfirvalda í Rússlandi og starfsmanna Trump, sér til stuðnings. Hann sagði deginum ljósara að einhvers konar eftirlit hefði átt sér stað.Spicer sagði að Trump hefði skrifað „wires tapped“ í tístum sínum og að hann hafi ekki átt sérstaklega við símahleranir, heldur einhvers konar eftirlit. Trump notaði gæsalappir í tveimur tístum af fjórum sem hann skrifaði um málið. Í hinum tveimur talaði hann beinum orðum um að Obama hefði „hlerað síma“ hans. „Hve lágt hefur Obama sokkið til að hlera síma mína í þessum mjög svo heilögu kosningum. Þetta er Nixon/Watergate. Vondur (eða sjúkur) gaur!“ skrifaði Trump.Tístin má sjá í hlekknum hér að neðan.Sjá einnig: Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Samkvæmt heimildarmanni Reuters, sem þekkir til rannsóknarinnar og annarra, hafa rannsóknaraðilar leitað „eins ítarlega og þeir gátu“ að vísbendingum um eftirlit með Trump eða samstarfsmönnum hans án árangurs.Trump gaf í skyn í gær að von væri á upplýsingum sem myndu sanna mál hans á næstu vikum. Hér má sjá myndband frá blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag, þar sem Sean Spicer var spurður út í málið.'CALM DOWN': Watch Sean Spicer spar with reporters over Trump's wiretap claims #PressBriefing pic.twitter.com/FS6NvGPY6d— Business Insider (@businessinsider) March 16, 2017
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira