Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2017 23:08 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur enn við ásakanir sínar um Barack Obama, forveri hans, hafi fyrirskipað að símar í Trump-turninum í New York yrðu hleraðir. Þingnefndir beggja deilda þings Bandaríkjanna segja ekkert eftirlit hafa átt sér stað og Paul Ryan, forseti þingsins og leiðtogi Repúblikanaflokksins, er á sama máli. Þrátt fyrir það varði Sean Spicer, talsmaður Trump, ásakanir forsetans. Vísaði hann til umfjöllunar um rannsóknir á samskiptum yfirvalda í Rússlandi og starfsmanna Trump, sér til stuðnings. Hann sagði deginum ljósara að einhvers konar eftirlit hefði átt sér stað.Spicer sagði að Trump hefði skrifað „wires tapped“ í tístum sínum og að hann hafi ekki átt sérstaklega við símahleranir, heldur einhvers konar eftirlit. Trump notaði gæsalappir í tveimur tístum af fjórum sem hann skrifaði um málið. Í hinum tveimur talaði hann beinum orðum um að Obama hefði „hlerað síma“ hans. „Hve lágt hefur Obama sokkið til að hlera síma mína í þessum mjög svo heilögu kosningum. Þetta er Nixon/Watergate. Vondur (eða sjúkur) gaur!“ skrifaði Trump.Tístin má sjá í hlekknum hér að neðan.Sjá einnig: Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Samkvæmt heimildarmanni Reuters, sem þekkir til rannsóknarinnar og annarra, hafa rannsóknaraðilar leitað „eins ítarlega og þeir gátu“ að vísbendingum um eftirlit með Trump eða samstarfsmönnum hans án árangurs.Trump gaf í skyn í gær að von væri á upplýsingum sem myndu sanna mál hans á næstu vikum. Hér má sjá myndband frá blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag, þar sem Sean Spicer var spurður út í málið.'CALM DOWN': Watch Sean Spicer spar with reporters over Trump's wiretap claims #PressBriefing pic.twitter.com/FS6NvGPY6d— Business Insider (@businessinsider) March 16, 2017 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur enn við ásakanir sínar um Barack Obama, forveri hans, hafi fyrirskipað að símar í Trump-turninum í New York yrðu hleraðir. Þingnefndir beggja deilda þings Bandaríkjanna segja ekkert eftirlit hafa átt sér stað og Paul Ryan, forseti þingsins og leiðtogi Repúblikanaflokksins, er á sama máli. Þrátt fyrir það varði Sean Spicer, talsmaður Trump, ásakanir forsetans. Vísaði hann til umfjöllunar um rannsóknir á samskiptum yfirvalda í Rússlandi og starfsmanna Trump, sér til stuðnings. Hann sagði deginum ljósara að einhvers konar eftirlit hefði átt sér stað.Spicer sagði að Trump hefði skrifað „wires tapped“ í tístum sínum og að hann hafi ekki átt sérstaklega við símahleranir, heldur einhvers konar eftirlit. Trump notaði gæsalappir í tveimur tístum af fjórum sem hann skrifaði um málið. Í hinum tveimur talaði hann beinum orðum um að Obama hefði „hlerað síma“ hans. „Hve lágt hefur Obama sokkið til að hlera síma mína í þessum mjög svo heilögu kosningum. Þetta er Nixon/Watergate. Vondur (eða sjúkur) gaur!“ skrifaði Trump.Tístin má sjá í hlekknum hér að neðan.Sjá einnig: Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Samkvæmt heimildarmanni Reuters, sem þekkir til rannsóknarinnar og annarra, hafa rannsóknaraðilar leitað „eins ítarlega og þeir gátu“ að vísbendingum um eftirlit með Trump eða samstarfsmönnum hans án árangurs.Trump gaf í skyn í gær að von væri á upplýsingum sem myndu sanna mál hans á næstu vikum. Hér má sjá myndband frá blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag, þar sem Sean Spicer var spurður út í málið.'CALM DOWN': Watch Sean Spicer spar with reporters over Trump's wiretap claims #PressBriefing pic.twitter.com/FS6NvGPY6d— Business Insider (@businessinsider) March 16, 2017
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira