Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 90-86 | Carberry í stuði er Þórsarar jöfnuðu metin Sindri Ágústsson í Iceland Glacial höllinni skrifar 19. mars 2017 20:45 Tobin Carberry skoraði 30 stig og var stigahæstur á vellinum. vísir/anton Þór Þ. jafnaði metin í einvíginu við Grindavík í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla með 90-86 sigri í Þorlákshöfn í kvöld. Tobin Carberry var að venju atkvæðamestur í liði Þórsara með 30 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með 12 stigum eftir hann, 52-40. Grindvíkingar gerðu ágætis atlögu að þessu forskoti í seinni hálfleiknum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 90-86, Þór í vil. Dagur Kár Jónsson var stigahæstur í liði Grindavíkur með 20 stig. Þriðji leikur liðanna fer fram í Grindavík á miðvikudaginn.Af hverju vann Þór? Lykillinn að sigrinum hjá Þórsörum var án nokkurs vafa góð byrjun hjá þeim. Heimamenn frá Þorlákshöfn byrjuðu mjög vel og leiddu þeir með 12 stigum í hálfleik, 52-40. Grindvíkingar náðu þeim aldrei alveg en náðu nokkru sinnum að komast mjög nálægt Þórsurum. Heimamenn héldu samt alltaf áfram og voru að setja skotin sín niður og það var aðal ástæðan fyrir sigrinum. Tapaðir boltar var líka önnur ástæða fyrir sigri þórsara en Grindvíkingar töpuðu 15 boltum sem er ansi mikið og það gerði þeim lífið leitt í kvöld. Þórsarar voru með fleiri stoðsendingar og var bolta hreyfingin hjá þeim virkilega góð sem gaf þeim mikið af opnum skotum.Bestu menn vallarins: Tobin Carberry var frábær í kvöld eins og hann er oftast. Tobin skoraði 30 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoösendingar, algjör lykilmaður í sigrinum hjá heimamönnum. Emil Karel og Ragnar Örn byrjuðu báðir af miklum krafti og skoruðu þeir fyrstu 16 stig Þórsara. Halldór Garðar var síðan aðalmaður í lokinn þegar hann setti niður tvö rosalega þrista seint í leiknum, hann endaði með 14 stig. Hjá Grindavík var Dagur Kár stigahæstur með 20 stig. Ólafur Ólafsson var með flotta tvennu, 12 stig og 12 fráköst. Lewis Clinch átti síðan fínan leik með 18 stig skoruð og fráköst að auki.Hvað gekk illa? Fyrst og fremst var það töpuðu boltanir hjá Grindavík sem gengu illa, 15 tapaðir boltar í úrslitakeppnini er ekki boðlegt. Slæm byrjun hjá gestunum er líka einhvað sem þeir verða að laga 52 stig í fyrri hálfleik er alltof mikið. Fráköstin hjá Þórsörum var það sem mætti laga mest hjá þeim en þeir töpuðu þeirri baráttu 33 gegn 42. Bæði lið mættu aðeins laga sinn varnar leik bæði lið að fá sirka 90 stig á sig í úrslitakeppninni, það er bara hreinlega of mikið.Þór Þ.-Grindavík 90-86 (25-19, 27-21, 21-27, 17-19)Þór Þ.: Tobin Carberry 30/7 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 14/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 14/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 12/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9/6 fráköst/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 9, Grétar Ingi Erlendsson 2.Grindavík: Dagur Kár Jónsson 20, Lewis Clinch Jr. 18/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 15/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 15/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/12 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 6/7 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 0/4 fráköst.Einar Árni: Það voru allir að leggja í púkkið Einar Árni Jóhannesson, þjálfari Þórsara, var mjög sáttur eftir leikinn í kvöld. „Að fara inn í Grindavík 0-2 hefði verið fjandi erfitt, það hefði ekkki verið vonlaust en mjög erfið staða. Við lögðum mikið á okkur í dag og mér fannst við bæta fullt af hlutum frá síðasta leik, fengum 99 stig í síðasta leik á okkur sem er mesta sem við höfum fengið á okkur á tímabilinu og varnarlega vorum við betri í dag en við þurfum að bæta okkur enn frekar,“ sagði Einar Árni eftir leik. Hann kvaðst ánægður með liðsheildina í leiknum í kvöld. „Í dag fannst mér ég sjá það lið sem hefur svo oft reynst öðrum liðum erfitt í vetur þar sem það voru allir að leggja í púkkið, Emil byrjaði með hvelli rétt eins og Raggi Braga, svo kom Dóri flottur inn í seinni og svo steig Tobin upp í síðari hálfleiknum,“ sagði Einar Árni.Jóhann: Fannst vanta neista í mína menn Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur að tapa í kvöld og var sérstaklega svekktur með hvernig hans lið hóf leikinn. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik, sérstaklega varnarlega. Við töpum þessum leik bara með 4 stigum en töpum samt 15 boltum og klúðrum 10 vítum, þetta var bara virkilega skrítinn leikur. Mér fannst vanta neista í mína menn allan leikinn og það er margt sem við getum gert betur,“ sagði Jóhann. Hann vildi sjá meira frá sínum mönnum í leiknum í kvöld. „Ég er bara fyrst og fremst bara svekktur með tapið, alltaf þegar við vorum alveg að ná þeim þá köstuðu við boltanum bara frá okkur en þetta er bara einn leikur við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Jóhann.Halldór Garðar: Þeir voru að finna mig vel í dag Halldór Garðar, leikmaður Þórsara, var sáttur með sigurinn og sagði að vörnin hefði unnið þetta fyrir þá. „Ég er sáttur með vörnina hjá okkur þrátt fyrir að þeir skoruðu 86 stig, það var bara mun meira aggresion hjá okkur en til dæmis í síðasta leik þar sem þeir skoruðu 99 stig“ sagði Halldór Garðar. Leikstjórnandinn var ánægður með þjónustuna sem hann fékk í leiknum í kvöld. „Þeir voru að finna mig vel í dag, ég var að fá opin skot og ég skaut bara og það datt niður. Við vildum fá miklu meiri hreyfingu og hraða í okkar leik eins og síðasta leik þá vorum við helvíti hægir, við reyndum bara að auka tempóið og fá fleirri skot og það gekk í dag,“ sagði Halldór Garðar.Bein lýsing: Þór Þ. - Grindavík Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Þór Þ. jafnaði metin í einvíginu við Grindavík í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla með 90-86 sigri í Þorlákshöfn í kvöld. Tobin Carberry var að venju atkvæðamestur í liði Þórsara með 30 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með 12 stigum eftir hann, 52-40. Grindvíkingar gerðu ágætis atlögu að þessu forskoti í seinni hálfleiknum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 90-86, Þór í vil. Dagur Kár Jónsson var stigahæstur í liði Grindavíkur með 20 stig. Þriðji leikur liðanna fer fram í Grindavík á miðvikudaginn.Af hverju vann Þór? Lykillinn að sigrinum hjá Þórsörum var án nokkurs vafa góð byrjun hjá þeim. Heimamenn frá Þorlákshöfn byrjuðu mjög vel og leiddu þeir með 12 stigum í hálfleik, 52-40. Grindvíkingar náðu þeim aldrei alveg en náðu nokkru sinnum að komast mjög nálægt Þórsurum. Heimamenn héldu samt alltaf áfram og voru að setja skotin sín niður og það var aðal ástæðan fyrir sigrinum. Tapaðir boltar var líka önnur ástæða fyrir sigri þórsara en Grindvíkingar töpuðu 15 boltum sem er ansi mikið og það gerði þeim lífið leitt í kvöld. Þórsarar voru með fleiri stoðsendingar og var bolta hreyfingin hjá þeim virkilega góð sem gaf þeim mikið af opnum skotum.Bestu menn vallarins: Tobin Carberry var frábær í kvöld eins og hann er oftast. Tobin skoraði 30 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoösendingar, algjör lykilmaður í sigrinum hjá heimamönnum. Emil Karel og Ragnar Örn byrjuðu báðir af miklum krafti og skoruðu þeir fyrstu 16 stig Þórsara. Halldór Garðar var síðan aðalmaður í lokinn þegar hann setti niður tvö rosalega þrista seint í leiknum, hann endaði með 14 stig. Hjá Grindavík var Dagur Kár stigahæstur með 20 stig. Ólafur Ólafsson var með flotta tvennu, 12 stig og 12 fráköst. Lewis Clinch átti síðan fínan leik með 18 stig skoruð og fráköst að auki.Hvað gekk illa? Fyrst og fremst var það töpuðu boltanir hjá Grindavík sem gengu illa, 15 tapaðir boltar í úrslitakeppnini er ekki boðlegt. Slæm byrjun hjá gestunum er líka einhvað sem þeir verða að laga 52 stig í fyrri hálfleik er alltof mikið. Fráköstin hjá Þórsörum var það sem mætti laga mest hjá þeim en þeir töpuðu þeirri baráttu 33 gegn 42. Bæði lið mættu aðeins laga sinn varnar leik bæði lið að fá sirka 90 stig á sig í úrslitakeppninni, það er bara hreinlega of mikið.Þór Þ.-Grindavík 90-86 (25-19, 27-21, 21-27, 17-19)Þór Þ.: Tobin Carberry 30/7 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 14/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 14/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 12/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9/6 fráköst/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 9, Grétar Ingi Erlendsson 2.Grindavík: Dagur Kár Jónsson 20, Lewis Clinch Jr. 18/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 15/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 15/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/12 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 6/7 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 0/4 fráköst.Einar Árni: Það voru allir að leggja í púkkið Einar Árni Jóhannesson, þjálfari Þórsara, var mjög sáttur eftir leikinn í kvöld. „Að fara inn í Grindavík 0-2 hefði verið fjandi erfitt, það hefði ekkki verið vonlaust en mjög erfið staða. Við lögðum mikið á okkur í dag og mér fannst við bæta fullt af hlutum frá síðasta leik, fengum 99 stig í síðasta leik á okkur sem er mesta sem við höfum fengið á okkur á tímabilinu og varnarlega vorum við betri í dag en við þurfum að bæta okkur enn frekar,“ sagði Einar Árni eftir leik. Hann kvaðst ánægður með liðsheildina í leiknum í kvöld. „Í dag fannst mér ég sjá það lið sem hefur svo oft reynst öðrum liðum erfitt í vetur þar sem það voru allir að leggja í púkkið, Emil byrjaði með hvelli rétt eins og Raggi Braga, svo kom Dóri flottur inn í seinni og svo steig Tobin upp í síðari hálfleiknum,“ sagði Einar Árni.Jóhann: Fannst vanta neista í mína menn Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur að tapa í kvöld og var sérstaklega svekktur með hvernig hans lið hóf leikinn. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik, sérstaklega varnarlega. Við töpum þessum leik bara með 4 stigum en töpum samt 15 boltum og klúðrum 10 vítum, þetta var bara virkilega skrítinn leikur. Mér fannst vanta neista í mína menn allan leikinn og það er margt sem við getum gert betur,“ sagði Jóhann. Hann vildi sjá meira frá sínum mönnum í leiknum í kvöld. „Ég er bara fyrst og fremst bara svekktur með tapið, alltaf þegar við vorum alveg að ná þeim þá köstuðu við boltanum bara frá okkur en þetta er bara einn leikur við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Jóhann.Halldór Garðar: Þeir voru að finna mig vel í dag Halldór Garðar, leikmaður Þórsara, var sáttur með sigurinn og sagði að vörnin hefði unnið þetta fyrir þá. „Ég er sáttur með vörnina hjá okkur þrátt fyrir að þeir skoruðu 86 stig, það var bara mun meira aggresion hjá okkur en til dæmis í síðasta leik þar sem þeir skoruðu 99 stig“ sagði Halldór Garðar. Leikstjórnandinn var ánægður með þjónustuna sem hann fékk í leiknum í kvöld. „Þeir voru að finna mig vel í dag, ég var að fá opin skot og ég skaut bara og það datt niður. Við vildum fá miklu meiri hreyfingu og hraða í okkar leik eins og síðasta leik þá vorum við helvíti hægir, við reyndum bara að auka tempóið og fá fleirri skot og það gekk í dag,“ sagði Halldór Garðar.Bein lýsing: Þór Þ. - Grindavík
Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum