Ný lög um húsnæðisbætur haft þveröfug áhrif Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. mars 2017 18:46 Tekjulágum einstaklingum sem búa við örorku er nánast gert ókleift að eignast húsnæði eftir að ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi um síðustu áramót. Markmiðið með breytingunum var meðal annars að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar en þær hafa haft þveröfug áhrif. Þetta kom fram á opnum fundi sem Öryrkjabandalag Íslands hélt á Grand Hótel í dag, þar sem skattar, skerðingar og húsnæði voru til umfjöllunar. Lög um húsnæðisbætur voru afnumin um síðustu áramót og í staðinn tekinn upp húsnæðisstuðningur. Eftir breytingarnar teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning húsnæðisbóta. Tekjulágir einstaklingar, þeirra á meðal einstaklingar sem búa við örorku, eiga því enn erfiðara um vik um að koma sér upp heimili, að mati Ellenar Calmon, formanns Öryrkjabandalagsins.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins.Vísir/Anton„Því miður virðist þessi stuðningur ekki hafa hitt á þá sem mest þurfa á honum að halda,“ segir Ellen. „Og við erum að sjá verulegar skerðingar á húsnæðisstuðningi til fólks, sem eru svo verulegar að þær eru jafnvel engin fjárhagsleg uppbót fyrir þá sem þurfa. Ég hef það helst á tilfinningunni að hér hafi verið gerð enn ein mistökin í lagasetningu.“ Ellen segir að stór hópur fólks sé í slæmri stöðu. Í dag sé litið til allra skattskyldra tekna við útreikning húsnæðisbóta og til að gera stöðu þessa fólks enn erfiðari hefur húsaleiga hækkað um 53 prósent á síðustu fimm árum og á næstu tveimur til þremur árum gæti húsaleiga hækkað um tuttugu til þrjátíu prósent. „Þegar fólk fær enn frekari skerðingu á húsnæðisstuðningi, þá er alveg ljóst að örorkulífeyrisþegar hafa hreinlega ekki efni á því að leigja eða eiga þak yfir höfuðið,“ segir hún.“ Ellen segir fólk í þessari stöðu ekki geta beðið lengi eftir því að stjórnvöld leiðrétti stöðu þeirra. Hún hefur miklar áhyggjur af fólki sem þarf að búa til skertar tekjur til lengri tíma. „Ég get bara hreinlega ekki hugsað út í það,“ segir Ellen. „Ég biðla til nýrrar ríkisstjórnar að taka á þessum málum og snúa þessum hræðilegu breytingum við. Tilfinning mín er sú að það sé verið að kremja fólk til fátæktar.“ Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Tekjulágum einstaklingum sem búa við örorku er nánast gert ókleift að eignast húsnæði eftir að ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi um síðustu áramót. Markmiðið með breytingunum var meðal annars að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar en þær hafa haft þveröfug áhrif. Þetta kom fram á opnum fundi sem Öryrkjabandalag Íslands hélt á Grand Hótel í dag, þar sem skattar, skerðingar og húsnæði voru til umfjöllunar. Lög um húsnæðisbætur voru afnumin um síðustu áramót og í staðinn tekinn upp húsnæðisstuðningur. Eftir breytingarnar teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning húsnæðisbóta. Tekjulágir einstaklingar, þeirra á meðal einstaklingar sem búa við örorku, eiga því enn erfiðara um vik um að koma sér upp heimili, að mati Ellenar Calmon, formanns Öryrkjabandalagsins.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins.Vísir/Anton„Því miður virðist þessi stuðningur ekki hafa hitt á þá sem mest þurfa á honum að halda,“ segir Ellen. „Og við erum að sjá verulegar skerðingar á húsnæðisstuðningi til fólks, sem eru svo verulegar að þær eru jafnvel engin fjárhagsleg uppbót fyrir þá sem þurfa. Ég hef það helst á tilfinningunni að hér hafi verið gerð enn ein mistökin í lagasetningu.“ Ellen segir að stór hópur fólks sé í slæmri stöðu. Í dag sé litið til allra skattskyldra tekna við útreikning húsnæðisbóta og til að gera stöðu þessa fólks enn erfiðari hefur húsaleiga hækkað um 53 prósent á síðustu fimm árum og á næstu tveimur til þremur árum gæti húsaleiga hækkað um tuttugu til þrjátíu prósent. „Þegar fólk fær enn frekari skerðingu á húsnæðisstuðningi, þá er alveg ljóst að örorkulífeyrisþegar hafa hreinlega ekki efni á því að leigja eða eiga þak yfir höfuðið,“ segir hún.“ Ellen segir fólk í þessari stöðu ekki geta beðið lengi eftir því að stjórnvöld leiðrétti stöðu þeirra. Hún hefur miklar áhyggjur af fólki sem þarf að búa til skertar tekjur til lengri tíma. „Ég get bara hreinlega ekki hugsað út í það,“ segir Ellen. „Ég biðla til nýrrar ríkisstjórnar að taka á þessum málum og snúa þessum hræðilegu breytingum við. Tilfinning mín er sú að það sé verið að kremja fólk til fátæktar.“
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira