Þessi Gunnar getur farið á toppinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. mars 2017 06:00 MYND/MJÖLNIR/SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR Stressið var að fara með flesta Íslendingana í stúkunni í O2-höllinni í London á laugardagskvöldið þegar Gunnar Nelson og mótherji hans, Bandaríkjamaðurinn Alan Jouban, sátu á kollum sínum eftir fyrstu lotuna í bardaga þeirra kappanna. Enginn í húsinu var rólegri en Gunnar sjálfur en þannig var hann alla vikuna í aðdraganda bardagans. Gunnar vann fyrstu lotuna en Jouban sýndi nokkuð góð tilþrif í gólfinu með Gunnar er kom að því að verja sig. Stressið var svo algjör óþarfi því Gunnar slökkti ljósin hjá Jouban með fallegu höggi í byrjun annarrar lotu og kláraði bardagann í gólfinu með hengingartaki sem kallast fallöxin. Aðeins 47 sekúndur voru búnar af annarri lotu þegar Jouban baðst vægðar og sló nokkrum sinnum létt á afturendann á Gunnari til að gefa dómaranum merki um að hann gæti ekki meira.Fín æfing Á meðan flestir sem fylgdust með gátu vart andað fyrir spennu eftir fyrstu fimm mínúturnar leit Gunnar á þetta sem fína æfingu. „Það hefði verið geggjað að klára hann svakalega snöggt en ég er líka að elska að fá góðan tíma í búrinu án þess að taka mikinn skaða. Það skilar sér hrikalega vel inn í æfingarnar. Þannig getur maður bætt sig,“ sagði Gunnar við íþróttadeild eftir bardagann. Gunnar á enn eftir að klára mann með rothöggi í UFC en það var samt svakalegur hægri krókur sem breytti fótum Joubans í fransbrauð og gerði það að verkum að hann gat ekki varist árás Gunnars sem leiddi að hengingunni. Það kom aldrei til greina að klára hann með höggum því þetta var það rétta í stöðunni. „Þetta var það klíníska í stöðunni,“ sagði Gunnar. „Þetta var svo augljóst. Það var allt galopið þegar kom að því að hengja hann. Það er líka hreinna og fallegra að hengja hann heldur en að vera að djöflast á honum eins og graður hundur,“ sagði Gunnar og brosti.Gunnar hefur unnið tvo bardaga í röð.MYND/MJÖLNIR/SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIRLéttur og öruggur Maður hefði getað sagt sér það sjálfur í vikunni fyrir bardagann að eitthvað stórt eins og svona afgreiðsla ætti eftir að líta dagsins ljós. Gunnar var alveg ævintýralega öruggur, rólegur og fullur sjálfstrausts. Hann hefur aldrei mætt á blaðamannafundi, vigtun eða aðra fjölmiðlaviðburði eins og unglingur eftir þrjá til fjóra Red Bull en hann var ekki bara rólegur og yfirvegaður núna. Gunnar geislaði af sjálfstrausti og það sást líka þegar hann talaði við fjölmiðla. Það skipti ekki máli við hvern hann talaði, alltaf sló hann á létta strengi og grínaðist. Þegar Gunnar og Jouban mættust fyrst á fimmtudaginn var Bandaríkjamaðurinn að leika svala gaurinn á meðan Gunnar var tiltölulega nývaknaður með úfið hárið. Gunnar er ekki í þeim bransa að reyna að vera töff. Hann lætur bara verkin tala og það er flott. „Mér líður alltaf voðalega svipað ef ég á að segja eins og er. Ég er bara alltaf að spá í mig og spá í það sem ég geri en ekki hvað mótherjinn gerir. Mér leið vel að fara inn í þennan bardaga,“ sagði Gunnar um aðdraganda bardagakvöldsins.Tveimur frá toppnum? Gunnar er svo mikið undrabarn í gólfglímu og blönduðum bardagalistum að það var eðlilegt að margir héldu að hann væri nú þegar orðinn kóngurinn í veltivigtinni í UFC. Gleymum aldrei að þetta er maðurinn sem fékk svart belti undir Renzo Gracie á mettíma. Fyrir þá sem ekki vita þá fann Gracie-fjölskyldan upp íþróttina. En UFC-lífið er ekki svona einfalt. Þar eru allir góðir. Eins eðlilegt og það var að halda að Gunnar færi strax á toppinn var eðlilegt að byrja að efast eftir tapið á móti Rick Story. Það var svona svipaður bardagamaður og Jouban en þar fékk Gunnar aðalbardaga kvöldsins. Það átti að vera stundin sem hann skrifaði nafnið sitt í stjörnurnar. En það fór á annan veg því Story barði hann til óbóta. Tapið fyrir Demian Maia í Vegas var líka vont því þar sýndi reynsluboltinn Maia að hann er jiu-jitsu kóngurinn í veltivigtinni og bara innan UFC. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, kom inn á það í síðustu viku hvað hann væri ánægður með hvernig Gunnar lærði af þessum töpum. Tapinu fyrir Story svaraði hann með því að pakka saman Brandon Thatch og svo fékk Albert Tumenov að kenna á því í fyrra eftir tapið gegn Maia. Nú eru komnir tveir sigrar í röð. Þessi nýi, aðeins léttari en þó rólegi og öruggi Gunnar sem hefur lagt værukærðina aðeins til hliðar, er útgáfan af þessum magnaða íþróttamanni sem getur farið á toppinn. Búist er við að hann fái nokkuð stóran bardaga innan fárra mánaða og fari allt vel þar enn stærri bardaga undir lok árs sem gæti leitt til bardaga um beltið sjálft. Það er langur vegur framundan en þessi Gunnar er klár í slaginn. Bókstaflega. MMA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Sjá meira
Stressið var að fara með flesta Íslendingana í stúkunni í O2-höllinni í London á laugardagskvöldið þegar Gunnar Nelson og mótherji hans, Bandaríkjamaðurinn Alan Jouban, sátu á kollum sínum eftir fyrstu lotuna í bardaga þeirra kappanna. Enginn í húsinu var rólegri en Gunnar sjálfur en þannig var hann alla vikuna í aðdraganda bardagans. Gunnar vann fyrstu lotuna en Jouban sýndi nokkuð góð tilþrif í gólfinu með Gunnar er kom að því að verja sig. Stressið var svo algjör óþarfi því Gunnar slökkti ljósin hjá Jouban með fallegu höggi í byrjun annarrar lotu og kláraði bardagann í gólfinu með hengingartaki sem kallast fallöxin. Aðeins 47 sekúndur voru búnar af annarri lotu þegar Jouban baðst vægðar og sló nokkrum sinnum létt á afturendann á Gunnari til að gefa dómaranum merki um að hann gæti ekki meira.Fín æfing Á meðan flestir sem fylgdust með gátu vart andað fyrir spennu eftir fyrstu fimm mínúturnar leit Gunnar á þetta sem fína æfingu. „Það hefði verið geggjað að klára hann svakalega snöggt en ég er líka að elska að fá góðan tíma í búrinu án þess að taka mikinn skaða. Það skilar sér hrikalega vel inn í æfingarnar. Þannig getur maður bætt sig,“ sagði Gunnar við íþróttadeild eftir bardagann. Gunnar á enn eftir að klára mann með rothöggi í UFC en það var samt svakalegur hægri krókur sem breytti fótum Joubans í fransbrauð og gerði það að verkum að hann gat ekki varist árás Gunnars sem leiddi að hengingunni. Það kom aldrei til greina að klára hann með höggum því þetta var það rétta í stöðunni. „Þetta var það klíníska í stöðunni,“ sagði Gunnar. „Þetta var svo augljóst. Það var allt galopið þegar kom að því að hengja hann. Það er líka hreinna og fallegra að hengja hann heldur en að vera að djöflast á honum eins og graður hundur,“ sagði Gunnar og brosti.Gunnar hefur unnið tvo bardaga í röð.MYND/MJÖLNIR/SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIRLéttur og öruggur Maður hefði getað sagt sér það sjálfur í vikunni fyrir bardagann að eitthvað stórt eins og svona afgreiðsla ætti eftir að líta dagsins ljós. Gunnar var alveg ævintýralega öruggur, rólegur og fullur sjálfstrausts. Hann hefur aldrei mætt á blaðamannafundi, vigtun eða aðra fjölmiðlaviðburði eins og unglingur eftir þrjá til fjóra Red Bull en hann var ekki bara rólegur og yfirvegaður núna. Gunnar geislaði af sjálfstrausti og það sást líka þegar hann talaði við fjölmiðla. Það skipti ekki máli við hvern hann talaði, alltaf sló hann á létta strengi og grínaðist. Þegar Gunnar og Jouban mættust fyrst á fimmtudaginn var Bandaríkjamaðurinn að leika svala gaurinn á meðan Gunnar var tiltölulega nývaknaður með úfið hárið. Gunnar er ekki í þeim bransa að reyna að vera töff. Hann lætur bara verkin tala og það er flott. „Mér líður alltaf voðalega svipað ef ég á að segja eins og er. Ég er bara alltaf að spá í mig og spá í það sem ég geri en ekki hvað mótherjinn gerir. Mér leið vel að fara inn í þennan bardaga,“ sagði Gunnar um aðdraganda bardagakvöldsins.Tveimur frá toppnum? Gunnar er svo mikið undrabarn í gólfglímu og blönduðum bardagalistum að það var eðlilegt að margir héldu að hann væri nú þegar orðinn kóngurinn í veltivigtinni í UFC. Gleymum aldrei að þetta er maðurinn sem fékk svart belti undir Renzo Gracie á mettíma. Fyrir þá sem ekki vita þá fann Gracie-fjölskyldan upp íþróttina. En UFC-lífið er ekki svona einfalt. Þar eru allir góðir. Eins eðlilegt og það var að halda að Gunnar færi strax á toppinn var eðlilegt að byrja að efast eftir tapið á móti Rick Story. Það var svona svipaður bardagamaður og Jouban en þar fékk Gunnar aðalbardaga kvöldsins. Það átti að vera stundin sem hann skrifaði nafnið sitt í stjörnurnar. En það fór á annan veg því Story barði hann til óbóta. Tapið fyrir Demian Maia í Vegas var líka vont því þar sýndi reynsluboltinn Maia að hann er jiu-jitsu kóngurinn í veltivigtinni og bara innan UFC. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, kom inn á það í síðustu viku hvað hann væri ánægður með hvernig Gunnar lærði af þessum töpum. Tapinu fyrir Story svaraði hann með því að pakka saman Brandon Thatch og svo fékk Albert Tumenov að kenna á því í fyrra eftir tapið gegn Maia. Nú eru komnir tveir sigrar í röð. Þessi nýi, aðeins léttari en þó rólegi og öruggi Gunnar sem hefur lagt værukærðina aðeins til hliðar, er útgáfan af þessum magnaða íþróttamanni sem getur farið á toppinn. Búist er við að hann fái nokkuð stóran bardaga innan fárra mánaða og fari allt vel þar enn stærri bardaga undir lok árs sem gæti leitt til bardaga um beltið sjálft. Það er langur vegur framundan en þessi Gunnar er klár í slaginn. Bókstaflega.
MMA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Sjá meira