Í nafni samstöðu Ellert B. Schram skrifar 1. mars 2017 07:00 Þau tíðindi bárust frá Alþingi í síðustu viku, að mistök hefðu átt sér stað í texta lagafrumvarps um Almannatryggingar sem var samþykkt óbreytt en öðru vísi en til stóð. Afleiðingin er sú að ríkissjóður og TR eigi að greiða verulega hærri upphæð, a.m.k meðan þessi mistök eru ekki lagfærð. Staðan hefur verið rædd við lögfræðinga, sérfræðinga og fulltrúa eldri borgara í Félagi FEB í Reykjavík og Landssambandsins. Ljóst er að það geti kostað ríkissjóð verulegar upphæðir ef þessi mistök verða ekki afturkölluð. Sem er aðgerð (afturköllunin) sem sennilega kemur ekki í veg fyrir skyldu hins opinbera til að fylgja og virða lög, sem afgreidd eru frá Alþingi. Á fundi með velferðarnefnd Alþingis hafa talsmenn Félags eldri borgara ítrekað að frumvarpið og lögin í heild sinni feli í sér annmarka, sem skerða rétt eldri borgara með einum og öðrum hætti. Það er okkar vilji að frumvarpið og (lögin) skuli endurskoða og lagfæra um leið og mistök þingsins sjálfs eru leiðrétt. Stjórn eldri borgara í Reykjavík gerir ekki kröfu um að lög, þar sem augljós mistök hafa átt sér stað, haldi gildi sínu. Við heimtum ekki að augljós mistök í vinnu við texta löggjafar standi áfram sem lög og skiljum það ástand sem það hefur í för með sér. En hér blasa við aðstæður, sem kalla á endurskoðun allrar lagasetningarinnar. Við viljum nota þetta tækifæri til að byggja brú yfir til stjórnvalda um varanlegan bata á hag þeirra eldri borgara sem búa við bágan efnahag og alltof lágar bætur frá hinu opinbera kerfi almannatrygginga. Varanlega lagfæringu. Ekki þá síst í því sem lýtur að frítekjumörkum og lágmarksgreiðslum.Snúum bökum saman Við erum öll saman í þessu samfélagi og það er skylda okkar að rétta út hjálparhönd til þess hóps, meðbræðra og jafnaldra sem búa við óboðleg kjör. Við viljum rétta fram hönd okkar og liðveislu og biðja um viðræður, samstarf og vilja til að skapa umhverfi og setja löggjöf, sem tekur á raunverulegum vanda og skýtur skjólshúsi yfir þá sem minnst eiga og mest þurfa á stuðningi að halda. Við köllum eftir heiðarlegri og opinskárri nálgun, beggja vegna borðsins, frá talsmönnum eldri borgara og ráðandi ráðherrum og þingmönnum. Ekki leggjast í leirslag og útúrsnúninga. Félag eldri borgara vill ekki notfæra sér mistök, sem kosta mikið, þar sem tjaldað er til einnar nætur. Ekki tala saman eins og viðmælandinn sé óvinur. Snúum bökum saman, við, talsmenn fullorðinna annars vegar og fulltrúar Alþingis og ríkisins hins vegar. Leitum leiða, finnum veginn til betra lífs, betri efri ár, betri samstöðu, sem byggist á heiðarleika og tillitssemi. Hagsmuni eldra fólks verður að skoða af alvöru, því sá hópur stækkar stöðugt. Samfélagið erum við, fólk á öllum aldri. Við erum ein og sama fjölskyldan. Burt með flokkapólitík, burt með togstreitu og vantrú. Horfumst í augu við mistök, sem allir geta gert og aukum samkennd og skilning á þeim vandamálum sem verða á vegi okkar. Leysum þau. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þau tíðindi bárust frá Alþingi í síðustu viku, að mistök hefðu átt sér stað í texta lagafrumvarps um Almannatryggingar sem var samþykkt óbreytt en öðru vísi en til stóð. Afleiðingin er sú að ríkissjóður og TR eigi að greiða verulega hærri upphæð, a.m.k meðan þessi mistök eru ekki lagfærð. Staðan hefur verið rædd við lögfræðinga, sérfræðinga og fulltrúa eldri borgara í Félagi FEB í Reykjavík og Landssambandsins. Ljóst er að það geti kostað ríkissjóð verulegar upphæðir ef þessi mistök verða ekki afturkölluð. Sem er aðgerð (afturköllunin) sem sennilega kemur ekki í veg fyrir skyldu hins opinbera til að fylgja og virða lög, sem afgreidd eru frá Alþingi. Á fundi með velferðarnefnd Alþingis hafa talsmenn Félags eldri borgara ítrekað að frumvarpið og lögin í heild sinni feli í sér annmarka, sem skerða rétt eldri borgara með einum og öðrum hætti. Það er okkar vilji að frumvarpið og (lögin) skuli endurskoða og lagfæra um leið og mistök þingsins sjálfs eru leiðrétt. Stjórn eldri borgara í Reykjavík gerir ekki kröfu um að lög, þar sem augljós mistök hafa átt sér stað, haldi gildi sínu. Við heimtum ekki að augljós mistök í vinnu við texta löggjafar standi áfram sem lög og skiljum það ástand sem það hefur í för með sér. En hér blasa við aðstæður, sem kalla á endurskoðun allrar lagasetningarinnar. Við viljum nota þetta tækifæri til að byggja brú yfir til stjórnvalda um varanlegan bata á hag þeirra eldri borgara sem búa við bágan efnahag og alltof lágar bætur frá hinu opinbera kerfi almannatrygginga. Varanlega lagfæringu. Ekki þá síst í því sem lýtur að frítekjumörkum og lágmarksgreiðslum.Snúum bökum saman Við erum öll saman í þessu samfélagi og það er skylda okkar að rétta út hjálparhönd til þess hóps, meðbræðra og jafnaldra sem búa við óboðleg kjör. Við viljum rétta fram hönd okkar og liðveislu og biðja um viðræður, samstarf og vilja til að skapa umhverfi og setja löggjöf, sem tekur á raunverulegum vanda og skýtur skjólshúsi yfir þá sem minnst eiga og mest þurfa á stuðningi að halda. Við köllum eftir heiðarlegri og opinskárri nálgun, beggja vegna borðsins, frá talsmönnum eldri borgara og ráðandi ráðherrum og þingmönnum. Ekki leggjast í leirslag og útúrsnúninga. Félag eldri borgara vill ekki notfæra sér mistök, sem kosta mikið, þar sem tjaldað er til einnar nætur. Ekki tala saman eins og viðmælandinn sé óvinur. Snúum bökum saman, við, talsmenn fullorðinna annars vegar og fulltrúar Alþingis og ríkisins hins vegar. Leitum leiða, finnum veginn til betra lífs, betri efri ár, betri samstöðu, sem byggist á heiðarleika og tillitssemi. Hagsmuni eldra fólks verður að skoða af alvöru, því sá hópur stækkar stöðugt. Samfélagið erum við, fólk á öllum aldri. Við erum ein og sama fjölskyldan. Burt með flokkapólitík, burt með togstreitu og vantrú. Horfumst í augu við mistök, sem allir geta gert og aukum samkennd og skilning á þeim vandamálum sem verða á vegi okkar. Leysum þau. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun