Faraldurinn fær líka frelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Vímuefnaneysla í Fangelsinu Litla-Hrauni er með því mesta sem sést hefur, efnin eru verri en áður og afleiðingarnar fyrir fanga eftir því. Afstaða – félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun hefur um langa hríð reynt að vara fangelsismálayfirvöld við þeirri neikvæðu þróun sem fylgir baráttunni gegn neyslu vægari vímuefna. Það að reglulegt sé að fangar missi meðvitund vegna vímuefnaneyslu er skýrt merki um að baráttan sé að tapast. Vægari efnum hefur verið skipt út fyrir harðari, óþekktari og nær ávallt hættulegri efni. Á dögunum fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um ástandið í HMP Northumberland, ensku fangelsi, og vakti umfjöllunin eðlilega mikla athygli. Gegndarlaus vímuefnaneysla, ofbeldi og vanmáttugir fangaverðir vegna fámennis. Þrátt fyrir að ástandið sé einna verst á Bretlandseyjum ber að hafa í huga að um sömu vímuefni er að ræða og í íslenskum fangelsum, vegna sömu aðferðafræða fangelsisyfirvalda í báðum löndum. Má því búast við sömu afleiðingum. Þegar íslensk fangelsismálayfirvöld hófu baráttu sína gegn vægum vímuefnum í fangelsum árið 2006 var neysla mest á kannabisefnum. Baráttan skilaði því vissulega að neysla kannabisefna minnkaði til mikilla muna en í stað þeirra hófu fangar að smygla öðrum efnum, þeim sem auðveldara er að koma inn í fangelsin og mælast ekki í þvagi – eða alla vega í styttri tíma. Á tiltölulega stuttum tíma jókst neysla harðari vímuefna, efna sem erfitt er fyrir fangelsismálayfirvöld að koma höndum yfir. Og dæmi eru um að fangar hafi látist af völdum þeirra.Faraldur á Litla-Hrauni Á undanförnum misserum hafa borist fregnir af ótímabærum andlátum vegna notkunar fentanýls og einhverjir jafnvel talað um faraldur. Sá faraldur hófst á Litla-Hrauni og er þetta fráleitt í fyrsta skipti sem misnotkun hættulegra efna hefst í fangelsum landsins og berst út fyrir veggi þeirra. Þetta skelfilega ferli er engu að síður sjaldan til umræðu, mögulega vegna þess að samfélagið er ekki tilbúið að viðurkenna það. Afstaða hefur engu að síður reynt hvað það getur til að vekja athygli á þessu vandamáli og bent á aðferðir sem fangelsismálayfirvöld í nágrannalöndum okkar hafa tileinkað sér til að sporna við nákvæmlega þessu. Með góðum árangri. Nú þegar ný ríkisstjórn er tekin við taumunum, nýtt ráðuneyti á gömlum grunni tekið við fangelsismálum, telur Afstaða enn á ný rétt að benda á hið augljósa. Núllstefna gagnvart vægum vímuefnum í fangelsum leiðir til neyslu harðari og hættulegri efna sem á endanum leiðir til faraldurs í samfélaginu. Stefnan leiðir til óstjórnar í fangelsunum, ofbeldis og jafnvel andláta fanga. Síðar gerist það sama utan veggja fangelsanna.Skelfilegar afleiðingar Þessa dagana geisar faraldur á Litla-Hrauni. Hið stórhættulega Spice gengur kaupum og sölum eins og hver önnur nauðsynjavara með skelfilegum afleiðingum fyrir vímuefnaneytendur. Innan tveggja ára munum við sjá það sama gerast í samfélaginu, rétt eins og gerðist með Contalgin, Rítalín, Mogadon og jafnvel LSD. Afstaða mælir ekki vímuefnum bót en hvetur til að forgangsraðað sé innan fangelsanna með hag allra í samfélaginu fyrir brjósti. Stjórnvöld hafa verið treg til að ræða þessi mál og hvetur Afstaða nýjan dómsmálaráðherra til að koma að borðinu. Jafnframt hvetur félagið þingmenn til að taka málið upp á Alþingi, því það þarf að ræða á breiðum grunni og Afstaða skorast ekki undan því að taka þátt í þeirri umræðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Sjá meira
Vímuefnaneysla í Fangelsinu Litla-Hrauni er með því mesta sem sést hefur, efnin eru verri en áður og afleiðingarnar fyrir fanga eftir því. Afstaða – félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun hefur um langa hríð reynt að vara fangelsismálayfirvöld við þeirri neikvæðu þróun sem fylgir baráttunni gegn neyslu vægari vímuefna. Það að reglulegt sé að fangar missi meðvitund vegna vímuefnaneyslu er skýrt merki um að baráttan sé að tapast. Vægari efnum hefur verið skipt út fyrir harðari, óþekktari og nær ávallt hættulegri efni. Á dögunum fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um ástandið í HMP Northumberland, ensku fangelsi, og vakti umfjöllunin eðlilega mikla athygli. Gegndarlaus vímuefnaneysla, ofbeldi og vanmáttugir fangaverðir vegna fámennis. Þrátt fyrir að ástandið sé einna verst á Bretlandseyjum ber að hafa í huga að um sömu vímuefni er að ræða og í íslenskum fangelsum, vegna sömu aðferðafræða fangelsisyfirvalda í báðum löndum. Má því búast við sömu afleiðingum. Þegar íslensk fangelsismálayfirvöld hófu baráttu sína gegn vægum vímuefnum í fangelsum árið 2006 var neysla mest á kannabisefnum. Baráttan skilaði því vissulega að neysla kannabisefna minnkaði til mikilla muna en í stað þeirra hófu fangar að smygla öðrum efnum, þeim sem auðveldara er að koma inn í fangelsin og mælast ekki í þvagi – eða alla vega í styttri tíma. Á tiltölulega stuttum tíma jókst neysla harðari vímuefna, efna sem erfitt er fyrir fangelsismálayfirvöld að koma höndum yfir. Og dæmi eru um að fangar hafi látist af völdum þeirra.Faraldur á Litla-Hrauni Á undanförnum misserum hafa borist fregnir af ótímabærum andlátum vegna notkunar fentanýls og einhverjir jafnvel talað um faraldur. Sá faraldur hófst á Litla-Hrauni og er þetta fráleitt í fyrsta skipti sem misnotkun hættulegra efna hefst í fangelsum landsins og berst út fyrir veggi þeirra. Þetta skelfilega ferli er engu að síður sjaldan til umræðu, mögulega vegna þess að samfélagið er ekki tilbúið að viðurkenna það. Afstaða hefur engu að síður reynt hvað það getur til að vekja athygli á þessu vandamáli og bent á aðferðir sem fangelsismálayfirvöld í nágrannalöndum okkar hafa tileinkað sér til að sporna við nákvæmlega þessu. Með góðum árangri. Nú þegar ný ríkisstjórn er tekin við taumunum, nýtt ráðuneyti á gömlum grunni tekið við fangelsismálum, telur Afstaða enn á ný rétt að benda á hið augljósa. Núllstefna gagnvart vægum vímuefnum í fangelsum leiðir til neyslu harðari og hættulegri efna sem á endanum leiðir til faraldurs í samfélaginu. Stefnan leiðir til óstjórnar í fangelsunum, ofbeldis og jafnvel andláta fanga. Síðar gerist það sama utan veggja fangelsanna.Skelfilegar afleiðingar Þessa dagana geisar faraldur á Litla-Hrauni. Hið stórhættulega Spice gengur kaupum og sölum eins og hver önnur nauðsynjavara með skelfilegum afleiðingum fyrir vímuefnaneytendur. Innan tveggja ára munum við sjá það sama gerast í samfélaginu, rétt eins og gerðist með Contalgin, Rítalín, Mogadon og jafnvel LSD. Afstaða mælir ekki vímuefnum bót en hvetur til að forgangsraðað sé innan fangelsanna með hag allra í samfélaginu fyrir brjósti. Stjórnvöld hafa verið treg til að ræða þessi mál og hvetur Afstaða nýjan dómsmálaráðherra til að koma að borðinu. Jafnframt hvetur félagið þingmenn til að taka málið upp á Alþingi, því það þarf að ræða á breiðum grunni og Afstaða skorast ekki undan því að taka þátt í þeirri umræðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar