Trump efast um tilvist heimildarmanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur sig geta miðlað upplýsingum betur en hann hefur gert. vísir/afp „Ég held að stundum hafi þeir enga heimildarmenn. Ég held að mikill fjöldi heimildarmanna sé tilbúningur. Ég held að heimildarmennirnir séu skáldaðir. Þeir séu úr lausu lofti gripnir,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í viðtali í sjónvarpsþættinum Fox and Friends sem sýndur var á fréttastöðinni Fox News í gær. Trump hefur kljáðst við fjölmiðla undanfarin misseri, bæði á meðan á forsetaframboði hans stóð og nú eftir að hann tók við embætti forseta í janúar. Hefur hann meðal annars kallað fréttir CNN lygafréttir (e. fake news) áður en hann skipti um skoðun og kallaði þær þess í stað miklar lygafréttir (e. very fake news). Einnig hefur aðalráðgjafi hans, Steve Bannon, kallað fjölmiðla stjórnarandstöðuna þar í landi. Snemma í febrúarmánuði birti The Washington Post frétt um að Mike Flynn, þáverandi öryggisráðgjafi Trumps, hefði átt samskipti við rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Var sú frétt byggð á upplýsingum nafnlausra heimildarmanna í bandarískum öryggisstofnunum. Fjölmargir aðrir lekar úr bandaríska stjórnkerfinu hafa borist fjölmiðlum. Hefur Trump sjálfur sagt að upplýsingarnar séu raunverulegar en fréttirnar falskar. Í síðustu viku var greint frá því að upplýsingafulltrúi Trumps, Sean Spicer, hefði fundað með tugum starfsmanna og skoðað síma þeirra og tölvur í því skyni að koma í veg fyrir meiri leka. Í viðtalinu við Fox and Friends sagðist Trump ósammála aðferð Spicers. „Sean Spicer er góð manneskja. Hann er góður maður. Ég hefði samt gert þetta á annan hátt. Ég hefði gert þetta maður á mann,“ sagði Trump og bætti við: „Sean vinnur á sinn hátt og það er í lagi mín vegna.“ Þá sagðist forsetinn vera kominn með ágæta mynd af því hverjir hefðu verið að leka upplýsingum í fjölmiðla. „Við höfum fólk úr öðrum framboðum. Við höfum fólk fyrri ríkisstjórna.“ Aðspurður um árangur ríkisstjórnarinnar enn sem komið er sagðist Trump ánægður. Þó hefði getað tekist betur að miðla upplýsingum til almennings. „Og það er kannski mér sjálfum að kenna,“ sagði Trump. Hann gaf sér einkunnina C fyrir samskipti, A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. Vísaði hann sérstaklega til innflytjendamála. „Við erum að ná þeim slæmu út. Slæma fólkinu, fólki í glæpagengjum, eiturlyfjabarónum og í sumum tilfellum morðingjum,“ sagði Trump. „Ég er miklu harðari á því að ná slæmu gaurunum út,“ sagði Trump og bar sig saman við fyrirrennara sinn, Barack Obama. „Hann einbeitti sér mun minna að því.“ Trump hélt ræðu frammi fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. Fréttablaðið var farið í prentun þegar sú ræða hófst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Sjá meira
„Ég held að stundum hafi þeir enga heimildarmenn. Ég held að mikill fjöldi heimildarmanna sé tilbúningur. Ég held að heimildarmennirnir séu skáldaðir. Þeir séu úr lausu lofti gripnir,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í viðtali í sjónvarpsþættinum Fox and Friends sem sýndur var á fréttastöðinni Fox News í gær. Trump hefur kljáðst við fjölmiðla undanfarin misseri, bæði á meðan á forsetaframboði hans stóð og nú eftir að hann tók við embætti forseta í janúar. Hefur hann meðal annars kallað fréttir CNN lygafréttir (e. fake news) áður en hann skipti um skoðun og kallaði þær þess í stað miklar lygafréttir (e. very fake news). Einnig hefur aðalráðgjafi hans, Steve Bannon, kallað fjölmiðla stjórnarandstöðuna þar í landi. Snemma í febrúarmánuði birti The Washington Post frétt um að Mike Flynn, þáverandi öryggisráðgjafi Trumps, hefði átt samskipti við rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Var sú frétt byggð á upplýsingum nafnlausra heimildarmanna í bandarískum öryggisstofnunum. Fjölmargir aðrir lekar úr bandaríska stjórnkerfinu hafa borist fjölmiðlum. Hefur Trump sjálfur sagt að upplýsingarnar séu raunverulegar en fréttirnar falskar. Í síðustu viku var greint frá því að upplýsingafulltrúi Trumps, Sean Spicer, hefði fundað með tugum starfsmanna og skoðað síma þeirra og tölvur í því skyni að koma í veg fyrir meiri leka. Í viðtalinu við Fox and Friends sagðist Trump ósammála aðferð Spicers. „Sean Spicer er góð manneskja. Hann er góður maður. Ég hefði samt gert þetta á annan hátt. Ég hefði gert þetta maður á mann,“ sagði Trump og bætti við: „Sean vinnur á sinn hátt og það er í lagi mín vegna.“ Þá sagðist forsetinn vera kominn með ágæta mynd af því hverjir hefðu verið að leka upplýsingum í fjölmiðla. „Við höfum fólk úr öðrum framboðum. Við höfum fólk fyrri ríkisstjórna.“ Aðspurður um árangur ríkisstjórnarinnar enn sem komið er sagðist Trump ánægður. Þó hefði getað tekist betur að miðla upplýsingum til almennings. „Og það er kannski mér sjálfum að kenna,“ sagði Trump. Hann gaf sér einkunnina C fyrir samskipti, A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. Vísaði hann sérstaklega til innflytjendamála. „Við erum að ná þeim slæmu út. Slæma fólkinu, fólki í glæpagengjum, eiturlyfjabarónum og í sumum tilfellum morðingjum,“ sagði Trump. „Ég er miklu harðari á því að ná slæmu gaurunum út,“ sagði Trump og bar sig saman við fyrirrennara sinn, Barack Obama. „Hann einbeitti sér mun minna að því.“ Trump hélt ræðu frammi fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. Fréttablaðið var farið í prentun þegar sú ræða hófst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Sjá meira