Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. mars 2017 18:37 Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana hjá Landspítalanum varða börn 6 ára og yngri. Forstjóri Lyfjastofnunar segir þetta áhyggjuefni en á morgun setur stofnunin á fót átak til þess að taka á vandanum. Könnunin var framkvæmd af Lyfjastofnun í nóvember á síðasta ári og eru niðurstöðurnar sláandi en þær eru í takt við fjölda fyrirspurna vegna lyfjaeitrunartilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans. „Þetta er verkefni sem við kynntumst hjá norsku lyfjastofnuninni og vakti strax athylgi okkar og við skoðuðum hvort það væri raunverulega ástæða til þess að fara í þetta hérna,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunnar. Spurningarnar voru þrjár. „Hvar eru lyf geymd á heimilinu þínu?“ „Veistu hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf?“ og „Hvernig losar þú þig oftast við útrunnin eða ónotuð lyf?“ Einungis sjö prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og þriðjungur geymir lyf heimilisins á ekki á öruggan hátt. Þá kom í ljós að rétt rúm þrjátíu prósent hafa þekkingu eða upplýsingar um hvernig heppilegast sé að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf. Þriðjungur svarenda, helst ungt fólk, hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.70% telja sig vita hvernig á að losa sig við lyf Þrátt fyrir að tæp 70% telji sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf eru einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika. „Fólk er ekki að geyma lyf rétt heima hjá sér. Það er algjörlega ljóst og hópurinn sem var minnst upplýstur um það hvernig átti að geyma lyf var ungt fólk frá 25 ára til 34 ára,“ segur Rúna. Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans og hefur þessi fjöldi nánast staðið í stað síðustu ár. Fjórðungur fyrirspurna varðaði börn 6 ára og yngri. Á morgun mun Lyfjastofnun hefja átakið „Lyfjaskil - Taktu til“ og miðar það að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á heimilum. „Apótek eiga að taka á móti lyfjum til förgunar. Við erum líka að fara af stað með þetta verkefni núna og við mundum nota samfélagsmiðlana og við verðum með sérstaka heimasíðu sem heitir www.lyfjaskil.is. Við erum líka með facebooksíðu það sem við munum vekja sérstaka athygli á þessu, hvað fólk á að gera. Fara yfir lyfin sín. Skoða fyrningar og fara með lyf sem það ekki er að nota eða eru gömul í Apótek til eyðingar,“ segir Rúna. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira
Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana hjá Landspítalanum varða börn 6 ára og yngri. Forstjóri Lyfjastofnunar segir þetta áhyggjuefni en á morgun setur stofnunin á fót átak til þess að taka á vandanum. Könnunin var framkvæmd af Lyfjastofnun í nóvember á síðasta ári og eru niðurstöðurnar sláandi en þær eru í takt við fjölda fyrirspurna vegna lyfjaeitrunartilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans. „Þetta er verkefni sem við kynntumst hjá norsku lyfjastofnuninni og vakti strax athylgi okkar og við skoðuðum hvort það væri raunverulega ástæða til þess að fara í þetta hérna,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunnar. Spurningarnar voru þrjár. „Hvar eru lyf geymd á heimilinu þínu?“ „Veistu hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf?“ og „Hvernig losar þú þig oftast við útrunnin eða ónotuð lyf?“ Einungis sjö prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og þriðjungur geymir lyf heimilisins á ekki á öruggan hátt. Þá kom í ljós að rétt rúm þrjátíu prósent hafa þekkingu eða upplýsingar um hvernig heppilegast sé að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf. Þriðjungur svarenda, helst ungt fólk, hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.70% telja sig vita hvernig á að losa sig við lyf Þrátt fyrir að tæp 70% telji sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf eru einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika. „Fólk er ekki að geyma lyf rétt heima hjá sér. Það er algjörlega ljóst og hópurinn sem var minnst upplýstur um það hvernig átti að geyma lyf var ungt fólk frá 25 ára til 34 ára,“ segur Rúna. Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans og hefur þessi fjöldi nánast staðið í stað síðustu ár. Fjórðungur fyrirspurna varðaði börn 6 ára og yngri. Á morgun mun Lyfjastofnun hefja átakið „Lyfjaskil - Taktu til“ og miðar það að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á heimilum. „Apótek eiga að taka á móti lyfjum til förgunar. Við erum líka að fara af stað með þetta verkefni núna og við mundum nota samfélagsmiðlana og við verðum með sérstaka heimasíðu sem heitir www.lyfjaskil.is. Við erum líka með facebooksíðu það sem við munum vekja sérstaka athygli á þessu, hvað fólk á að gera. Fara yfir lyfin sín. Skoða fyrningar og fara með lyf sem það ekki er að nota eða eru gömul í Apótek til eyðingar,“ segir Rúna.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira