Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Njarðvík 92-85 | Rosalega mikilvægur sigur hjá Þór Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. mars 2017 21:45 Tryggvi Hlinason er lykilmaður í liði Þórs. Vísir Þór frá Akureyri steig stórt skref í átt að úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld eftir sjö stiga sigur á Njarðvík, 92-85, í lokaleik 20. umferðar í Höllinni á Akureyri í kvöld. Þórsarar eru með 20 stig ásamt þremur öðrum liðum í fimmta til áttunda sæti deildarinnar. Njarðvíkingar sitja eftir í níunda sæti með 18 stig en eru núna verri innbyrðis á móti flestum liðum í kringum sig. Þórsarar byrjuðu betur og voru tólf stigum yfir í hálfleik, 48-36, en Njarðvíkingum tókst að jafna leikinn með frábærum þriðja leikhluta. Liðin skiptust á því að hafa forystuna í fjórða leikhluta en heimamenn voru sterkari í lokin og tryggðu sér rosalega mikilvægan sigur. George Beamon skoraði 33 stig og tók 13 fráköst fyrir Þór í kvöld og Darrel Keith Lewis var með 24 sig. Tryggvi Snær Hlinason bætti við 14 stigum og 8 fráköstum og Ragnar Helgi Friðriksson gaf 10 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skoraði 21 stig fyrir Njarðvík og Myron Dempsey var með 18 stig. Björn Kristjánsson skoraði 13 stig og gaf 9 stoðsendingar og Jóhann Árni Ólafsson var með 13 stig.Af hverju vann Þór? Þórsarar voru betri í fyrri hálfleik og leiða leikinn með tólf stigum í leikhléi. Þeir mættu hinsvegar seint til leiks í síðari hálfleik sem hleypti gestunum inn í leikinn og vel það. Síðasti leikhluti var jafn og spennandi og skiptust liðin á forystunni. Í raun hefði sigurinn getað dottið hvorum megin sem var en mögulega fór of mikil orka í þriðja leikhlutann hjá Njarðvíkingum og því áttu heimamenn meira eftir á tanknum. Þá verður að minnast á atvinnumenn Njarðvíkinga sem bregðast liðinu sínu í tvígang í fjórða leikhluta. Jeremy Atkinson og Myron Dempsey sóttu sér báðir tæknivillu á afar barnalegan hátt á mikilvægum augnablikum í leiknum.Bestu menn vallarins Þegar upp var staðið má segja að George Beamon hafi verið munurinn á annars afar jöfnum liðum Þórs og Njarðvíkur í kvöld. Beamon lýkur leik sem langstigahæsti maður vallarins með 33 stig og tekur þar að auki 13 fráköst. Þegar Þórsarar voru í vandræðum leituðu þeir til hans og hann svaraði oftast kallinu. Spilaði hverja einustu sekúndu leiksins í þokkabót. Þó Ragnar Helgi Friðriksson hafi aðeins skilað tveim stigum á töfluna gaf hann 10 stoðsendingar og stjórnaði sóknarleik Þórs reglulega vel. Njarðvík vantaði mann sem þeir gátu leitað til þegar þeir voru í vandræðum. Logi Gunnarsson átti sína spretti og sama má segja um Björn Kristjánsson og Myron Dempsey.Hvað gekk illa? Þórsarar voru á löngum köflum í algjöru rugli varnarlega, þá sérstaklega þegar kom að fráköstum enda taka Njarðvíkingar alls átján sóknarfráköst í leiknum. Hefðu þeir hitt á Njarðvíkinga í aðeins betra formi í skotunum sínum hefði það getað reynst dýrkeypt.Tölfræði sem vakti athygli Þórsarar fara tuttugu og átta sinnum á vítalínuna en það skilar þeim þó aðeins fjórtán stigum. Njarðvíkingar eru sömuleiðis með 50% vítanýtingu en þeir skora úr fimm af tíu vítaskotum sínum.Benedikt: Brjálaður yfir byrjuninni í síðari hálfleik Það var engu líkara en þungu fargi væri létt af Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Þórs, í leikslok. „Þetta eru gríðarlega mikilvæg tvö stig sem eiga eftir að telja gríðarlega í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Mér fannst við vera betri aðilinn í fyrri hálfleik en ég er brjálaður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það er algjörlega úti í hött hvernig við nálgumst þriðja leikhluta. Við þurftum að hafa fyrir því að ná taktinum aftur en sem betur fer tókst það," segir Benedikt sem á erfitt með að átta sig á því af hverju leikmenn hans léku jafn illa og raun bar vitni í upphafi síðari hálfleiks. „Ég skil þetta ekki. Við vorum búnir að vera að tala um að stíga út skotmann. Ég eyddi hálfleiknum mínum í að tala um þetta og í fyrstu sókn stígur kaninn minn ekki út og þeir ná enn einu sóknarfrákastinu. Ég á eftir að pirra mig eitthvað á þessu í kvöld en ég verð líka að hrósa mínum leikmönnum fyrir góðar 30 mínútur hérna í kvöld." George Beamon var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í kvöld. „Það er langt síðan hann hefur spilað jafn vel sóknarlega. Við erum búnir að vera að bíða eftir þessu. Hann er búinn að vera ekki nógu öflugur í sókninni í mörgum leikjum. Ég geri miklar kröfur til minna erlendu leikmanna. Hann er duglegur í vörninni en þarf oft að vera klárari," segir Benedikt. Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Hart barist um sæti í úrslitakeppni Í beinni: KR - Haukar | KR-ingar á tæpasta vaði Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Í beinni: Valur - Grindavík | Liðin sem börðust um titilinn „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Sjá meira
Þór frá Akureyri steig stórt skref í átt að úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld eftir sjö stiga sigur á Njarðvík, 92-85, í lokaleik 20. umferðar í Höllinni á Akureyri í kvöld. Þórsarar eru með 20 stig ásamt þremur öðrum liðum í fimmta til áttunda sæti deildarinnar. Njarðvíkingar sitja eftir í níunda sæti með 18 stig en eru núna verri innbyrðis á móti flestum liðum í kringum sig. Þórsarar byrjuðu betur og voru tólf stigum yfir í hálfleik, 48-36, en Njarðvíkingum tókst að jafna leikinn með frábærum þriðja leikhluta. Liðin skiptust á því að hafa forystuna í fjórða leikhluta en heimamenn voru sterkari í lokin og tryggðu sér rosalega mikilvægan sigur. George Beamon skoraði 33 stig og tók 13 fráköst fyrir Þór í kvöld og Darrel Keith Lewis var með 24 sig. Tryggvi Snær Hlinason bætti við 14 stigum og 8 fráköstum og Ragnar Helgi Friðriksson gaf 10 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skoraði 21 stig fyrir Njarðvík og Myron Dempsey var með 18 stig. Björn Kristjánsson skoraði 13 stig og gaf 9 stoðsendingar og Jóhann Árni Ólafsson var með 13 stig.Af hverju vann Þór? Þórsarar voru betri í fyrri hálfleik og leiða leikinn með tólf stigum í leikhléi. Þeir mættu hinsvegar seint til leiks í síðari hálfleik sem hleypti gestunum inn í leikinn og vel það. Síðasti leikhluti var jafn og spennandi og skiptust liðin á forystunni. Í raun hefði sigurinn getað dottið hvorum megin sem var en mögulega fór of mikil orka í þriðja leikhlutann hjá Njarðvíkingum og því áttu heimamenn meira eftir á tanknum. Þá verður að minnast á atvinnumenn Njarðvíkinga sem bregðast liðinu sínu í tvígang í fjórða leikhluta. Jeremy Atkinson og Myron Dempsey sóttu sér báðir tæknivillu á afar barnalegan hátt á mikilvægum augnablikum í leiknum.Bestu menn vallarins Þegar upp var staðið má segja að George Beamon hafi verið munurinn á annars afar jöfnum liðum Þórs og Njarðvíkur í kvöld. Beamon lýkur leik sem langstigahæsti maður vallarins með 33 stig og tekur þar að auki 13 fráköst. Þegar Þórsarar voru í vandræðum leituðu þeir til hans og hann svaraði oftast kallinu. Spilaði hverja einustu sekúndu leiksins í þokkabót. Þó Ragnar Helgi Friðriksson hafi aðeins skilað tveim stigum á töfluna gaf hann 10 stoðsendingar og stjórnaði sóknarleik Þórs reglulega vel. Njarðvík vantaði mann sem þeir gátu leitað til þegar þeir voru í vandræðum. Logi Gunnarsson átti sína spretti og sama má segja um Björn Kristjánsson og Myron Dempsey.Hvað gekk illa? Þórsarar voru á löngum köflum í algjöru rugli varnarlega, þá sérstaklega þegar kom að fráköstum enda taka Njarðvíkingar alls átján sóknarfráköst í leiknum. Hefðu þeir hitt á Njarðvíkinga í aðeins betra formi í skotunum sínum hefði það getað reynst dýrkeypt.Tölfræði sem vakti athygli Þórsarar fara tuttugu og átta sinnum á vítalínuna en það skilar þeim þó aðeins fjórtán stigum. Njarðvíkingar eru sömuleiðis með 50% vítanýtingu en þeir skora úr fimm af tíu vítaskotum sínum.Benedikt: Brjálaður yfir byrjuninni í síðari hálfleik Það var engu líkara en þungu fargi væri létt af Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Þórs, í leikslok. „Þetta eru gríðarlega mikilvæg tvö stig sem eiga eftir að telja gríðarlega í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Mér fannst við vera betri aðilinn í fyrri hálfleik en ég er brjálaður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það er algjörlega úti í hött hvernig við nálgumst þriðja leikhluta. Við þurftum að hafa fyrir því að ná taktinum aftur en sem betur fer tókst það," segir Benedikt sem á erfitt með að átta sig á því af hverju leikmenn hans léku jafn illa og raun bar vitni í upphafi síðari hálfleiks. „Ég skil þetta ekki. Við vorum búnir að vera að tala um að stíga út skotmann. Ég eyddi hálfleiknum mínum í að tala um þetta og í fyrstu sókn stígur kaninn minn ekki út og þeir ná enn einu sóknarfrákastinu. Ég á eftir að pirra mig eitthvað á þessu í kvöld en ég verð líka að hrósa mínum leikmönnum fyrir góðar 30 mínútur hérna í kvöld." George Beamon var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í kvöld. „Það er langt síðan hann hefur spilað jafn vel sóknarlega. Við erum búnir að vera að bíða eftir þessu. Hann er búinn að vera ekki nógu öflugur í sókninni í mörgum leikjum. Ég geri miklar kröfur til minna erlendu leikmanna. Hann er duglegur í vörninni en þarf oft að vera klárari," segir Benedikt.
Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Hart barist um sæti í úrslitakeppni Í beinni: KR - Haukar | KR-ingar á tæpasta vaði Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Í beinni: Valur - Grindavík | Liðin sem börðust um titilinn „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Sjá meira