Tom Hanks sendi blaðamönnum í Hvíta húsinu espressó-vél Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2017 10:31 Espresso-vélin góða. Vísir/AFP Óskarsverðlaunahafinn Tom Hanks hefur sent blaðamönnum sem starfa í Hvíta húsinu og fjalla um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, espresso-vél. Þetta er þriðja espressó-vélin sem Hanks gefur blaðamönnum sem hafa það að starfi að fjalla um forseta Bandaríkjanna. Guardian greinir frá. „Til blaðamanna í Hvíta húsinu. Haldið áfram að berjast fyrir sannleikanum, réttlæti og bandarísku leiðinni, sérstaklega fyrir sannleikanum,“ stóð í bréfi frá Hanks sem fylgdi gjöfinni. Espresso-vélin nýja kemur í stað þeirrar sem Hanks gaf blaðamönnum árið 2010 þegar hann tók eftir að espressó-vélin sem hann gaf árið 2004 var í slæmu ástandi vegna ofnotkunar. Samband blaðamanna við ríkisstjórn Trump hefur verið stormasamt en stutt er síðan blaðamönnum New York Times, CNN og fleiri fjölmiðla var meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu. Þá hefur Trump tilkynnt að hann muni ekki mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Verður það í fyrsta sinn í 36 ár sem að forseti lætur ekki sjá sig á þessum viðburði. Hanks, sem studdi Hillary Clinton í forsetakosningum í Bandaríkjunum á síðasta ári, vonast væntanlega til þess að gjöf sín auðveldi blaðamönnum að vinna starf sitt. Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20 Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Tom Hanks hefur sent blaðamönnum sem starfa í Hvíta húsinu og fjalla um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, espresso-vél. Þetta er þriðja espressó-vélin sem Hanks gefur blaðamönnum sem hafa það að starfi að fjalla um forseta Bandaríkjanna. Guardian greinir frá. „Til blaðamanna í Hvíta húsinu. Haldið áfram að berjast fyrir sannleikanum, réttlæti og bandarísku leiðinni, sérstaklega fyrir sannleikanum,“ stóð í bréfi frá Hanks sem fylgdi gjöfinni. Espresso-vélin nýja kemur í stað þeirrar sem Hanks gaf blaðamönnum árið 2010 þegar hann tók eftir að espressó-vélin sem hann gaf árið 2004 var í slæmu ástandi vegna ofnotkunar. Samband blaðamanna við ríkisstjórn Trump hefur verið stormasamt en stutt er síðan blaðamönnum New York Times, CNN og fleiri fjölmiðla var meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu. Þá hefur Trump tilkynnt að hann muni ekki mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Verður það í fyrsta sinn í 36 ár sem að forseti lætur ekki sjá sig á þessum viðburði. Hanks, sem studdi Hillary Clinton í forsetakosningum í Bandaríkjunum á síðasta ári, vonast væntanlega til þess að gjöf sín auðveldi blaðamönnum að vinna starf sitt.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20 Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39
CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20
Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00