Ákvæði mögulega sett í samninga til að sporna við upplýsingaleka Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2017 19:00 Leikmannasamningar Stjörnunnar í Domino´s-deild karla í körfubolta munu í framtíðinni líklega taka mið af leka á innherjaupplýsingum fyrir veðmálastarfsemi.Vísir fjallaði í gær um veðmálasíðuna B-Ball Bets en þar selja tveir menn innherjaupplýsingar um liðin í Domino´s-deildinni til áskrifenda sinna gegn greiðslu. Annar mannanna viðurkenndi í hlaðvarpsþætti karfan.is að þeir hringja í leikmenn deildarinnar til að fá stöðu á þeirra liðum fyrir næstu leiki og að þeir fá upplýsingarnar auðveldlega. Þær eru svo nýttar til að græða peninga á veðmálum. Ekki er bara hringt í leikmenn heldur líka þjálfara.Sjá einnig:Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ „Það hefur ekki gerst í ár en það var hringt fyrir hvern einasta leik í fyrra. Við vorum einmitt að tala um þetta inn í klefa. Þetta er bara eins og að drekka vatn. Ég veit ekki hvort þetta má eða má ekki,“ segir Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur nákvæmlega engan húmor fyrir þessari iðju. Hann sagði líka þeim sem hringdu í hann fyrir hálfu öðru ári síðan að gera slíkt aldrei aftur. „Ég hef aldrei gefið upplýsingar um mitt lið en það hefur verið haft samband við mig,“ segir Hrafn en hefur verið haft samband við hann? „Ekki eftir að það gerðist í fyrsta skiptið fyrir um einu og hálfu ári síðan. Þeim hefur ekki dottið í hug að gera það aftur.“ Hrafn segist ekki hafa orðið var við að sínir leikmenn hafi fengið slík símtöl eða látið í té upplýsingar um liðið. Þeim er líka hollast að sleppa því. „Nei, en það verður rætt um það strax á morgun. Ég vildi klára þennan leik fyrst. Það er algjörlega kýrskýrt hjá mér og minni stjórn að þetta verður ekki liðið. Þetta er bara eitt skref í áttina að einhverju alvarlegra og það er í rauninni þannig að héðan í frá myndi ég ætla að hver einstasti samningur sem verður undirritaður hjá Stjörnunni í Garðabæ innihaldi eitthvað sem varar fólk við að gera svona þó það sé erfitt að fylgjast með þessu. Þetta er eitthvað sem á ekki að finna sér stað í huganum á leikmanni sem er að taka þátt í verkefni með félögum sínum,“ sagði Hrafn Kristjánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30 Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Þjálfari Snæfells í Domino´s-deildunum segir svona upplýsingaflæði geta komið í bakið á mönnum. 2. mars 2017 14:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Leikmannasamningar Stjörnunnar í Domino´s-deild karla í körfubolta munu í framtíðinni líklega taka mið af leka á innherjaupplýsingum fyrir veðmálastarfsemi.Vísir fjallaði í gær um veðmálasíðuna B-Ball Bets en þar selja tveir menn innherjaupplýsingar um liðin í Domino´s-deildinni til áskrifenda sinna gegn greiðslu. Annar mannanna viðurkenndi í hlaðvarpsþætti karfan.is að þeir hringja í leikmenn deildarinnar til að fá stöðu á þeirra liðum fyrir næstu leiki og að þeir fá upplýsingarnar auðveldlega. Þær eru svo nýttar til að græða peninga á veðmálum. Ekki er bara hringt í leikmenn heldur líka þjálfara.Sjá einnig:Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ „Það hefur ekki gerst í ár en það var hringt fyrir hvern einasta leik í fyrra. Við vorum einmitt að tala um þetta inn í klefa. Þetta er bara eins og að drekka vatn. Ég veit ekki hvort þetta má eða má ekki,“ segir Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur nákvæmlega engan húmor fyrir þessari iðju. Hann sagði líka þeim sem hringdu í hann fyrir hálfu öðru ári síðan að gera slíkt aldrei aftur. „Ég hef aldrei gefið upplýsingar um mitt lið en það hefur verið haft samband við mig,“ segir Hrafn en hefur verið haft samband við hann? „Ekki eftir að það gerðist í fyrsta skiptið fyrir um einu og hálfu ári síðan. Þeim hefur ekki dottið í hug að gera það aftur.“ Hrafn segist ekki hafa orðið var við að sínir leikmenn hafi fengið slík símtöl eða látið í té upplýsingar um liðið. Þeim er líka hollast að sleppa því. „Nei, en það verður rætt um það strax á morgun. Ég vildi klára þennan leik fyrst. Það er algjörlega kýrskýrt hjá mér og minni stjórn að þetta verður ekki liðið. Þetta er bara eitt skref í áttina að einhverju alvarlegra og það er í rauninni þannig að héðan í frá myndi ég ætla að hver einstasti samningur sem verður undirritaður hjá Stjörnunni í Garðabæ innihaldi eitthvað sem varar fólk við að gera svona þó það sé erfitt að fylgjast með þessu. Þetta er eitthvað sem á ekki að finna sér stað í huganum á leikmanni sem er að taka þátt í verkefni með félögum sínum,“ sagði Hrafn Kristjánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30 Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Þjálfari Snæfells í Domino´s-deildunum segir svona upplýsingaflæði geta komið í bakið á mönnum. 2. mars 2017 14:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45
Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30
Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Þjálfari Snæfells í Domino´s-deildunum segir svona upplýsingaflæði geta komið í bakið á mönnum. 2. mars 2017 14:00
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum