Fótbolti

Tveir Liverpool-menn valdir í brasilíska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Coutinho og Roberto Firmino.
Philippe Coutinho og Roberto Firmino. Vísir/Getty
Liverpool-mennirnir Philippe Coutinho og Roberto Firmino komust báðir í hópinn hjá Brasilíu fyrir leiki á móti Úrúgvæ og Paragvæ í undankeppni HM seinna í þessum mánuði.

Liverpool er ekki eina félagið sem á tvo brasilíska landsliðsmenn því Paris Saint Germain og Real Madrid eiga einnig tvo leikmenn í þessum hóp.

Philippe Coutinho og Roberto Firmino hafa átt fínt tímabil með Liverpool-liðinu þótt að lítið hafi gengið hjá þeim að undanförnu.

Philippe Coutinho er með 6 mörk og 5 stoðsendingar í 19 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en Roberto Firmino er með 8 mörk og 5 stoðsendingar í 25 leikjum.

Brasilía heimsækir Úrúgvæ 23. mars en tekur síðan á móti Paragvæ í Sao Paulo fimm dögum síðar.

Brasilía er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins með 27 stig eða fjórum stigum meira en Úrúgvæ sem er í öðru sæti. Paragvæ er í 7. sæti með 15 stig.



Hópurinn hjá Brasilíu:

Markverðiir

Alisson - Roma

Weverton - Atlético Paranaense

Ederson - Benfica

Miðverðir

Gil - Shandong Luneng

Marquinhos - PSG

Miranda - Inter Milan

Thiago Silva - PSG

Bakverðir

Dani Alves - Juventus

Fagner - Corinthians

Filipe Luis - Atlético de Madrid

Marcelo - Real Madrid

Miðjumenn

Casemiro - Real Madrid

Diego - Flamengo

Fernandinho - Manchester City

Giuliano - Zenit

Paulinho - Guangzhou Evergrande

Philippe Coutinho - Liverpool

Renato Augusto - Beijing Guoan

Willian - Chelsea

Sóknarmenn

Diego Souza - Sport

Douglas Costa - Bayern München

Roberto Firmino - Liverpool

Neymar - Barcelona




Fleiri fréttir

Sjá meira


×