Liverpool er ekki eina félagið sem á tvo brasilíska landsliðsmenn því Paris Saint Germain og Real Madrid eiga einnig tvo leikmenn í þessum hóp.
Philippe Coutinho og Roberto Firmino hafa átt fínt tímabil með Liverpool-liðinu þótt að lítið hafi gengið hjá þeim að undanförnu.
Philippe Coutinho er með 6 mörk og 5 stoðsendingar í 19 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en Roberto Firmino er með 8 mörk og 5 stoðsendingar í 25 leikjum.
Brasilía heimsækir Úrúgvæ 23. mars en tekur síðan á móti Paragvæ í Sao Paulo fimm dögum síðar.
Brasilía er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins með 27 stig eða fjórum stigum meira en Úrúgvæ sem er í öðru sæti. Paragvæ er í 7. sæti með 15 stig.
Hópurinn hjá Brasilíu:
Markverðiir
Alisson - Roma
Weverton - Atlético Paranaense
Ederson - Benfica
Miðverðir
Gil - Shandong Luneng
Marquinhos - PSG
Miranda - Inter Milan
Thiago Silva - PSG
Bakverðir
Dani Alves - Juventus
Fagner - Corinthians
Filipe Luis - Atlético de Madrid
Marcelo - Real Madrid
Miðjumenn
Casemiro - Real Madrid
Diego - Flamengo
Fernandinho - Manchester City
Giuliano - Zenit
Paulinho - Guangzhou Evergrande
Philippe Coutinho - Liverpool
Renato Augusto - Beijing Guoan
Willian - Chelsea
Sóknarmenn
Diego Souza - Sport
Douglas Costa - Bayern München
Roberto Firmino - Liverpool
Neymar - Barcelona
Confira novamente todos os convocados de Tite para os próximos jogos da #SeleçãoBrasileira! #FechadoComASeleção pic.twitter.com/yVCelhCsFv
— CBF Futebol (@CBF_Futebol) March 3, 2017