Ingi Þór: Skandall að Haukar séu að berjast við fall Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2017 21:39 Ingi Þór og félagar bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í Domino's deild karla. vísir/eyþór Snæfell bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Domino's deild karla í karla. En hvað vantaði upp á gegn Haukum í kvöld að mati Inga Þórs Steinþórssonar, þjálfara liðsins? „Það vantaði svolítið mikið upp á. Mér fannst byrjunarliðið í heild sinni svolítið flatt á meðan þeir voru tilbúnir og vel stemmdir,“ sagði Ingi Þór eftir leik. „Við sættum okkur við að vera fyrir utan þriggja stiga línuna og sóttum ekki á körfuna. Um leið og við gerðum það var þetta jafn leikur. Byrjunin sat í okkur og það var slæmt að missa þá tvisvar frá sér. Munurinn var líka of mikill í fráköstunum, þeir voru miklu grimmari í þeim.“ Snæfell skoraði níu fyrstu stig 3. leikhluta og náði að minnka muninn í þrjú stig, 53-30. Nær komust gestirnir þó ekki. „Við gerðum mistök í færslum og þeir skoruðu svona stemmningskörfur,“ sagði Ingi Þór og beindi talinu að liði Hauka. „Það er skandall á hvaða stað þetta lið er í töflunni. Þeir eru með tvo Kana og fullt af gríðarlega góðum körfuboltamönnum. Það er skandall að þeir séu að berjast við fall, það er bara asnalegt. Ég ber virðingu fyrir strákunum í þessu liði og þeir eru miklu betri í körfubolta en þeir sýna,“ sagði Ingi sem sagði allt havaríið í kringum skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, ekki hafa haft áhrif á sína menn í aðdraganda leiksins. „Nei nei, við vorum bara komnir til að skila körfubolta við Hauka. Ég er búinn að tjá mig um það. Eins og ég sagði, persónulega myndi mér aldrei detta í hug að gera þetta. Menn verða svo að meta hvort þetta sé diss. En við nýttum okkur það ekki,“ sagði Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 102-83 | Haukar komnir upp úr fallsæti Haukar komust upp úr fallsæti í Domino's deild karla eftir 102-83 sigur á Snæfelli í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. 3. mars 2017 21:45 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Snæfell bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Domino's deild karla í karla. En hvað vantaði upp á gegn Haukum í kvöld að mati Inga Þórs Steinþórssonar, þjálfara liðsins? „Það vantaði svolítið mikið upp á. Mér fannst byrjunarliðið í heild sinni svolítið flatt á meðan þeir voru tilbúnir og vel stemmdir,“ sagði Ingi Þór eftir leik. „Við sættum okkur við að vera fyrir utan þriggja stiga línuna og sóttum ekki á körfuna. Um leið og við gerðum það var þetta jafn leikur. Byrjunin sat í okkur og það var slæmt að missa þá tvisvar frá sér. Munurinn var líka of mikill í fráköstunum, þeir voru miklu grimmari í þeim.“ Snæfell skoraði níu fyrstu stig 3. leikhluta og náði að minnka muninn í þrjú stig, 53-30. Nær komust gestirnir þó ekki. „Við gerðum mistök í færslum og þeir skoruðu svona stemmningskörfur,“ sagði Ingi Þór og beindi talinu að liði Hauka. „Það er skandall á hvaða stað þetta lið er í töflunni. Þeir eru með tvo Kana og fullt af gríðarlega góðum körfuboltamönnum. Það er skandall að þeir séu að berjast við fall, það er bara asnalegt. Ég ber virðingu fyrir strákunum í þessu liði og þeir eru miklu betri í körfubolta en þeir sýna,“ sagði Ingi sem sagði allt havaríið í kringum skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, ekki hafa haft áhrif á sína menn í aðdraganda leiksins. „Nei nei, við vorum bara komnir til að skila körfubolta við Hauka. Ég er búinn að tjá mig um það. Eins og ég sagði, persónulega myndi mér aldrei detta í hug að gera þetta. Menn verða svo að meta hvort þetta sé diss. En við nýttum okkur það ekki,“ sagði Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 102-83 | Haukar komnir upp úr fallsæti Haukar komust upp úr fallsæti í Domino's deild karla eftir 102-83 sigur á Snæfelli í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. 3. mars 2017 21:45 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 102-83 | Haukar komnir upp úr fallsæti Haukar komust upp úr fallsæti í Domino's deild karla eftir 102-83 sigur á Snæfelli í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. 3. mars 2017 21:45