Krefjast þess að DV fari í þrot vegna vangoldinna launa Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Skjáskot af vef DV. VR hefur krafist þess að DV ehf., útgáfufélag DV, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Erfiðlega hefur reynst að innheimta kröfur af útgáfufélaginu því áður hafði Lífeyrissjóður verslunarmanna gert árangurslaust fjárnám þar. Árangurslaust fjárnám hefur þau réttaráhrif samkvæmt lögum að í þrjá mánuði á eftir geta allir kröfuhafar DV ehf. farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. „Ég er með launakröfu fyrir einn fyrrverandi starfsmann DV. Við erum búin að senda út innheimtubréf og við erum í viðræðum við þá um að leysa þetta,“ segir Guðmundur B. Ólafsson sem rekur málið fyrir VR. Verði krafan ekki greidd og félagið sett í þrot getur launþeginn sótt um greiðslur frá Ábyrgðasjóði launa. Guðmundur segir að hann muni draga kröfuna til baka ef samningar nást og krafan verður greidd. „Það er í raun alveg hægt að draga hana til baka þangað til úrskurður kemur,“ segir hann. Ólafur Haukur Hákonarson auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV síðasta sumar. Hann segir að krafa sín nemi rétt tæplega milljón krónum. Auk þess að halda eftir launum segir Ólafur að útgáfufélagið hafi líka haldið eftir meðlagsgreiðslum. „Það sem var kveikjan að því að ég hætti hjá þeim var að ég var með stefnu frá Innheimtustofnun sveitarfélaganna þar sem kom í ljós að ég átti að skulda þeim einhvers staðar á milli 6-700 þúsund krónur í meðlög en varð mjög undrandi af því að meðlög voru alltaf dregin af laununum mínum. En það kom í ljós að þau skiluðu sér ekki til Innheimtustofnunarinnar og ég gat sýnt fram á það að þetta hafði alltaf verið dregið af laununum mínum. Þannig að þeir færðu kröfuna bara yfir á DV,“ segir Ólafur Haukur. Rétt er að taka fram að eftir að Ólafur auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV ehf. hóf hann störf hjá 365 sem gefur út Fréttablaðið og Vísi. „Ég er búinn að semja um þetta en á vissulega eftir að greiða þetta,“ segir Sigurvin Ólafsson, framkvæmdastjóri DV ehf., um launakröfu Ólafs. Hann segir árangurslausa fjárnámið vera óskylt launakröfunni sem Ólafur gerði. Samkvæmt Creditinfo er síðasti ársreikningur sem DV ehf. skilaði inn fyrir árið 2014 og var honum skilað inn til ársreikningaskrár hinn 22. desember 2015. Samkvæmt þeim reikningi á Pressan ehf. stærsta hlutinn í DV ehf., eða rétt tæp 70 prósent. Eigendur Pressunnar eru Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira
VR hefur krafist þess að DV ehf., útgáfufélag DV, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Erfiðlega hefur reynst að innheimta kröfur af útgáfufélaginu því áður hafði Lífeyrissjóður verslunarmanna gert árangurslaust fjárnám þar. Árangurslaust fjárnám hefur þau réttaráhrif samkvæmt lögum að í þrjá mánuði á eftir geta allir kröfuhafar DV ehf. farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. „Ég er með launakröfu fyrir einn fyrrverandi starfsmann DV. Við erum búin að senda út innheimtubréf og við erum í viðræðum við þá um að leysa þetta,“ segir Guðmundur B. Ólafsson sem rekur málið fyrir VR. Verði krafan ekki greidd og félagið sett í þrot getur launþeginn sótt um greiðslur frá Ábyrgðasjóði launa. Guðmundur segir að hann muni draga kröfuna til baka ef samningar nást og krafan verður greidd. „Það er í raun alveg hægt að draga hana til baka þangað til úrskurður kemur,“ segir hann. Ólafur Haukur Hákonarson auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV síðasta sumar. Hann segir að krafa sín nemi rétt tæplega milljón krónum. Auk þess að halda eftir launum segir Ólafur að útgáfufélagið hafi líka haldið eftir meðlagsgreiðslum. „Það sem var kveikjan að því að ég hætti hjá þeim var að ég var með stefnu frá Innheimtustofnun sveitarfélaganna þar sem kom í ljós að ég átti að skulda þeim einhvers staðar á milli 6-700 þúsund krónur í meðlög en varð mjög undrandi af því að meðlög voru alltaf dregin af laununum mínum. En það kom í ljós að þau skiluðu sér ekki til Innheimtustofnunarinnar og ég gat sýnt fram á það að þetta hafði alltaf verið dregið af laununum mínum. Þannig að þeir færðu kröfuna bara yfir á DV,“ segir Ólafur Haukur. Rétt er að taka fram að eftir að Ólafur auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV ehf. hóf hann störf hjá 365 sem gefur út Fréttablaðið og Vísi. „Ég er búinn að semja um þetta en á vissulega eftir að greiða þetta,“ segir Sigurvin Ólafsson, framkvæmdastjóri DV ehf., um launakröfu Ólafs. Hann segir árangurslausa fjárnámið vera óskylt launakröfunni sem Ólafur gerði. Samkvæmt Creditinfo er síðasti ársreikningur sem DV ehf. skilaði inn fyrir árið 2014 og var honum skilað inn til ársreikningaskrár hinn 22. desember 2015. Samkvæmt þeim reikningi á Pressan ehf. stærsta hlutinn í DV ehf., eða rétt tæp 70 prósent. Eigendur Pressunnar eru Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira