Einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Guðrún Inga Sívertsen og Ragnhildur Skúladóttir gáfu Söru Björk blómvönd í gær fyrir hönd KSÍ í tilefni af hundraðasta landsleiknum hennar. Mynd/Knattspyrnusamband Íslands Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-0 á móti heimsklassaliði Japans í öðrum leik sínum á Algarve-mótinu í gær en þrátt fyrir tap var þetta sögulegur dagur fyrir íslenska knattspyrnu. Sara Björk Gunnarsdóttir varð þá sjöundi leikmaðurinn sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir kvennalandsliðið en hún er sú langyngsta sem nær þeim merka áfanga. Sara bætti met Dóru Maríu Lárusdóttur um meira en tvö ár. „Það er magnað að hún sé að ná þessu 26 ára. Ef Sara verður ekki óheppin með meiðsli og hugsar svona vel um sig eins og hún gerir þá getur hún náð 200 landsleikjum á sínum ferli,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins.Unun að vinna með henni „Hún er einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig. Það er unun fyrir mig að vinna með henni og fyrir liðsfélagana að taka þátt í þessari vegferð með henni,“ sagði Freyr. „Þetta er rosalega stór áfangi og eitthvað sem ég get verið mjög stolt af,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. „Ég var mjög ung þegar ég var valin í landsliðið og ég hef verið að spila með því síðan. Við höfum fengið fleiri leiki með landsliðinu eftir að ég kom inn í landsliðið og það er fljótt að tikka,“ sagði Sara. „Ég hefði auðvitað viljað vinna á þessum degi en þetta var mjög erfiður leikur og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá áttum við ekki mikinn séns. Japönsku stelpurnar voru frábærar og þetta var fínt próf fyrir okkur,“ sagði Sara.Meiri og meiri ábyrgð „Það er ótrúlegt að hugsa til baka og að þetta séu orðin tíu ár. Þetta er fljótt að líða. Hlutverk mitt hefur vaxið. Ég kom inn sem kjúklingur og síðan hef ég fengið meiri og meiri ábyrgð hjá liðinu og ákveðið leiðtogahlutverk. Það hefur bara gengið vel,“ sagði Sara. Freyr færði hana aftar á völlinn þegar hann tók við. „Hún var ekki sátt við mig í byrjun og vildi fá að hlaupa oftar inn í teiginn til að skora mörk og svona. Ég held og vona það að hún sé sátt við mig í dag. Ég veit að Wolfsburg er mjög hrifið af þessu hlutverki líka. Ég og þjálfari Wolfsburg erum allavega sammála,“ sagði Freyr og hann hrósar Söru mikið.Fer fyrir rútuna alla daga „Hún er aldrei sátt og er alltaf að horfa fram á við. Hún er þessi leiðtogi sem leiðir með fordæmi. Hún er ekki endilega sú sem er að tala við alla og klappa öllum á bakið. Hún er hins vegar alltaf til staðar og myndi fara fyrir rútuna alla daga. Allir vita það. Það spýtir ávallt eldmóði í liðsfélagana,“ sagði Freyr. Sara Björk spilaði alla hina sex leikina þar sem íslensk landsliðskona náði að spila hundraðasta landsleikinn sinn eins og sést hér á töflunni hér fyrir ofan.Slatti af leikjum til viðbótar „Ég þekki til hinna í klúbbnum,“ segir Sara í léttum tón en hvað verða landsleikirnir hennar margir á endanum? „Það er nóg eftir. Svo lengi sem mér líður vel, líkaminn heldur sér góðum, ég er að spila vel og er í toppstandi, þá vil ég halda áfram. Það á bara eftir að koma í ljós hversu mörgum leikjum ég get náð. Það verður örugglega slatti vona ég,“ sagði Sara Björk en fram undan er stórt ár með nóg af leikjum. „Ég ætla ekki að fara segja tvö hundruð en ég reyni mitt besta. Það er svolítið langt í 200. landsleikinn,“ sagði Sara. Landsleikur númer 101 er væntanlega strax á móti Spáni á mánudaginn. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Tengdar fréttir Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34 Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45 Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Í beinni: Twente - Breiðablik | Amanda og Blikar í úrslitaleik Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-0 á móti heimsklassaliði Japans í öðrum leik sínum á Algarve-mótinu í gær en þrátt fyrir tap var þetta sögulegur dagur fyrir íslenska knattspyrnu. Sara Björk Gunnarsdóttir varð þá sjöundi leikmaðurinn sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir kvennalandsliðið en hún er sú langyngsta sem nær þeim merka áfanga. Sara bætti met Dóru Maríu Lárusdóttur um meira en tvö ár. „Það er magnað að hún sé að ná þessu 26 ára. Ef Sara verður ekki óheppin með meiðsli og hugsar svona vel um sig eins og hún gerir þá getur hún náð 200 landsleikjum á sínum ferli,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins.Unun að vinna með henni „Hún er einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig. Það er unun fyrir mig að vinna með henni og fyrir liðsfélagana að taka þátt í þessari vegferð með henni,“ sagði Freyr. „Þetta er rosalega stór áfangi og eitthvað sem ég get verið mjög stolt af,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. „Ég var mjög ung þegar ég var valin í landsliðið og ég hef verið að spila með því síðan. Við höfum fengið fleiri leiki með landsliðinu eftir að ég kom inn í landsliðið og það er fljótt að tikka,“ sagði Sara. „Ég hefði auðvitað viljað vinna á þessum degi en þetta var mjög erfiður leikur og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá áttum við ekki mikinn séns. Japönsku stelpurnar voru frábærar og þetta var fínt próf fyrir okkur,“ sagði Sara.Meiri og meiri ábyrgð „Það er ótrúlegt að hugsa til baka og að þetta séu orðin tíu ár. Þetta er fljótt að líða. Hlutverk mitt hefur vaxið. Ég kom inn sem kjúklingur og síðan hef ég fengið meiri og meiri ábyrgð hjá liðinu og ákveðið leiðtogahlutverk. Það hefur bara gengið vel,“ sagði Sara. Freyr færði hana aftar á völlinn þegar hann tók við. „Hún var ekki sátt við mig í byrjun og vildi fá að hlaupa oftar inn í teiginn til að skora mörk og svona. Ég held og vona það að hún sé sátt við mig í dag. Ég veit að Wolfsburg er mjög hrifið af þessu hlutverki líka. Ég og þjálfari Wolfsburg erum allavega sammála,“ sagði Freyr og hann hrósar Söru mikið.Fer fyrir rútuna alla daga „Hún er aldrei sátt og er alltaf að horfa fram á við. Hún er þessi leiðtogi sem leiðir með fordæmi. Hún er ekki endilega sú sem er að tala við alla og klappa öllum á bakið. Hún er hins vegar alltaf til staðar og myndi fara fyrir rútuna alla daga. Allir vita það. Það spýtir ávallt eldmóði í liðsfélagana,“ sagði Freyr. Sara Björk spilaði alla hina sex leikina þar sem íslensk landsliðskona náði að spila hundraðasta landsleikinn sinn eins og sést hér á töflunni hér fyrir ofan.Slatti af leikjum til viðbótar „Ég þekki til hinna í klúbbnum,“ segir Sara í léttum tón en hvað verða landsleikirnir hennar margir á endanum? „Það er nóg eftir. Svo lengi sem mér líður vel, líkaminn heldur sér góðum, ég er að spila vel og er í toppstandi, þá vil ég halda áfram. Það á bara eftir að koma í ljós hversu mörgum leikjum ég get náð. Það verður örugglega slatti vona ég,“ sagði Sara Björk en fram undan er stórt ár með nóg af leikjum. „Ég ætla ekki að fara segja tvö hundruð en ég reyni mitt besta. Það er svolítið langt í 200. landsleikinn,“ sagði Sara. Landsleikur númer 101 er væntanlega strax á móti Spáni á mánudaginn.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Tengdar fréttir Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34 Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45 Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Í beinni: Twente - Breiðablik | Amanda og Blikar í úrslitaleik Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira
Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34
Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45
Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49