Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. mars 2017 18:30 Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. „Þetta eru alveg hörmulegir atburðir og það taka þetta allir mjög nærri sér. Það er ekki búið að jafna sig samfélagið hér frá fyrra slysinu þegar þetta brestur á núna,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavíkurbæ.Vegamálayfirvöld verði að setja málið í forgangEftir fyrra slysið setti bæjarstjórnin það í algjöran forgang að fá í gegn úrbætur á veginum. „Það var stofnaður samráðshópur bæjaryfirvalda og fulltrúa stærstu fyrirtækjanna í bænum, ásamt öðrum aðilum, sem eru að vinna að því að þrýsta á yfirvöld að bæta hér um betur,“ segir Fannar. Samráðshópurinn hefur nú fundað með öllum þingmönnum kjördæmisins auk þess sem hann mun funda með vegamálastjóra og Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra á næstu dögum. „Við erum að gera það sem við getum til að hitta þá sem að ráða þarna málum, fjárveitingarvaldið og yfirvöld samgöngumála. Við erum að reyna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og vona það besta. Því miður er verið að skera niður fjárveitingar til vegagerðar í landinu en við verðum að treysta því að allir leggist á árarnar að setja okkur í forgang með þennan veg, sem er svona hættulegur eins og hörmuleg dæmi sanna,“ segir Fannar.Ekki hægt að horfa upp á þetta lengur Umferð um Grindavíkurveg hefur aukist um næstum fimmtíu og fjögur prósent á fjórum árum og er vegurinn einn sá hættulegasti á landinu. Fannar segir að vegamálayfirvöld verði að bregðast við og að ekki sé hægt að horfa upp á þetta lengur. „Hættan er til staðar og hún eykst ef eitthvað er. Núna þegar þessi dæmi sanna það að það verður eitthvað að gera, þá veit ég að góðhjartað fólk getur ekki horft upp á þetta lengur.“ Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. „Þetta eru alveg hörmulegir atburðir og það taka þetta allir mjög nærri sér. Það er ekki búið að jafna sig samfélagið hér frá fyrra slysinu þegar þetta brestur á núna,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavíkurbæ.Vegamálayfirvöld verði að setja málið í forgangEftir fyrra slysið setti bæjarstjórnin það í algjöran forgang að fá í gegn úrbætur á veginum. „Það var stofnaður samráðshópur bæjaryfirvalda og fulltrúa stærstu fyrirtækjanna í bænum, ásamt öðrum aðilum, sem eru að vinna að því að þrýsta á yfirvöld að bæta hér um betur,“ segir Fannar. Samráðshópurinn hefur nú fundað með öllum þingmönnum kjördæmisins auk þess sem hann mun funda með vegamálastjóra og Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra á næstu dögum. „Við erum að gera það sem við getum til að hitta þá sem að ráða þarna málum, fjárveitingarvaldið og yfirvöld samgöngumála. Við erum að reyna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og vona það besta. Því miður er verið að skera niður fjárveitingar til vegagerðar í landinu en við verðum að treysta því að allir leggist á árarnar að setja okkur í forgang með þennan veg, sem er svona hættulegur eins og hörmuleg dæmi sanna,“ segir Fannar.Ekki hægt að horfa upp á þetta lengur Umferð um Grindavíkurveg hefur aukist um næstum fimmtíu og fjögur prósent á fjórum árum og er vegurinn einn sá hættulegasti á landinu. Fannar segir að vegamálayfirvöld verði að bregðast við og að ekki sé hægt að horfa upp á þetta lengur. „Hættan er til staðar og hún eykst ef eitthvað er. Núna þegar þessi dæmi sanna það að það verður eitthvað að gera, þá veit ég að góðhjartað fólk getur ekki horft upp á þetta lengur.“
Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00
Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50
Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent