Gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir orð hans um siðlaust og stjórnlaust Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2017 14:27 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, var gagnrýndur af þingmönnum stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar í dag. Vísir Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og gagnrýndu Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, fyrir orð sem hann lét falla í útvarpsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Ráðherrann ræddi þar samgönguáætlun og boðaðan niðurskurð á henni á þessu ári þar hann sagði það meðal annars skandal skyldu hafa samþykkt samgönguáætlun við lok síðasta löggjafarþings án þess að samþykkja eða tryggja fjármögnun á sama tíma. Þá sagði Benedikt þingið sem samþykkti fjárlög þessa árs hafa verið stjórnlaust þar sem engin ríkisstjórn með meirihluta var við völd en síðar í viðtalinu fór hann aftur í samþykkt samgönguáætlunar skömmu fyrir kosningarnar í október: „Það er byrjað á því að skapa rangar væntingar með því að samþykkja ófjármagnaða samgönguáætlun og það má segja að sé nánast siðlaust af síðasta Alþingi en þarna kemur síðan í kjölfarið að þetta sé klaufaskapur en það er að minnsta kosti afar óheppilegt að þarna virðist hafa rofnað sambandið á milli þess sem alþingismenn töldu sig vera að samþykkja og þess sem raunverulega gerist.“Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagðist á þingi ekki geta orða bundist vegna orða ráðherrans. „Ég hef á þeim árum sem ég hef fylgst með Alþingi held ég aldrei orðið vitni að slíkum dónaskap gagnvart þinginu. Að tala um að vilji löggjafans, sem kemur skýrt fram í samgönguáætlun, að það sé siðlaust af löggjafanum, þetta er þvílík lítilsvirðing og brengluð hugsun á þrískiptingu ríkisvaldsins. Hæstvirtum fjármálaráðherra ber að fara eftir samþykktum löggjafans. Mig langar að spyrja virðulegan forseta hvað virðlegur forseti ætli að gera í því að hæstvirtur fjármálaráðherra sýni þinginu þessa fádæmalausu óvirðingu,“ sagði Kolbeinn í dag. Undir orð hans tók flokkssystir hans Svandís Svavarsdóttir sem og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Sagði hún þingið upplifa stöðugt vanvirðu frá framkvæmdavaldinu. „Það var líka þannig á síðasta kjörtímabili að þingið var vanvirt en nú er það orðið þannig að það er ekki lengur hægt að sitja undir þessu ofríki framkvæmdavaldsins. Mér finnst mjög brýnt að forseti beiti sér fyrir því að ráðherranum verði gert ljóst hvernig þrískipting valdsins fari fram.“„Það er farið að bera á einhverju keisarablæti á meðal þeirra“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi orð fjármálaráðherra einnig. „Þetta er í annað skipti sem að ráðherrar í þessari ríkisstjórn virðast ekki átta sig á því hverjir það eru sem hafa völdin hér í samfélaginu þegar kemur að þessum hlutum. Það er farið að bera á einhverju smitandi keisarablæti á meðal þeirra. Halda þeir virkilega að vegna þess að þeir sitja tímabundið í þessum embættum að þeir geti tekið sér þau völd sem þeir vilja? Að kalla það siðlaust af Alþingi að lýsa ósk og kalla eftir í rauninni framkvæmdum sem þjóðin er búin að vera að biðja um í mörg misseri, það finnst mér skrýtið,“ sagði Logi og kallaði eftir því að ráðherrann kæmi fyrir þingið og gerði nánari grein fyrir orðum sínum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kom einnig í pontu og sagðist ekki geta tekið undir það að Alþingi hafi verið stjórnlaust fyrir áramót þegar fjárlög voru samþykkt. „Ég auðvitað sat í þessari fjárlaganefnd fyrir jólin og var í þessari vinnu ásamt, eins og hér hefur komið fram, hæstvirtum forseta, hæstvirtum félags-og jafnréttisráðherra og hæstvirtum utanríkisráðherra. Þetta fólk, samkvæmt orðum ráðherrans, er sagt að hafi verið siðlaust. Ég get engan veginn fallist á það að svo sé. Mér finnst þetta gríðarlega ábyrgðarmikið af ráðherranum að komast svona að orði og tala um að þingið hafi verið stjórnlaust... Í fjárlaganefnd sat hans fólk, eins og úr mínum flokki, og við vorum ekkert stjórnlaus.“ Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og gagnrýndu Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, fyrir orð sem hann lét falla í útvarpsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Ráðherrann ræddi þar samgönguáætlun og boðaðan niðurskurð á henni á þessu ári þar hann sagði það meðal annars skandal skyldu hafa samþykkt samgönguáætlun við lok síðasta löggjafarþings án þess að samþykkja eða tryggja fjármögnun á sama tíma. Þá sagði Benedikt þingið sem samþykkti fjárlög þessa árs hafa verið stjórnlaust þar sem engin ríkisstjórn með meirihluta var við völd en síðar í viðtalinu fór hann aftur í samþykkt samgönguáætlunar skömmu fyrir kosningarnar í október: „Það er byrjað á því að skapa rangar væntingar með því að samþykkja ófjármagnaða samgönguáætlun og það má segja að sé nánast siðlaust af síðasta Alþingi en þarna kemur síðan í kjölfarið að þetta sé klaufaskapur en það er að minnsta kosti afar óheppilegt að þarna virðist hafa rofnað sambandið á milli þess sem alþingismenn töldu sig vera að samþykkja og þess sem raunverulega gerist.“Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagðist á þingi ekki geta orða bundist vegna orða ráðherrans. „Ég hef á þeim árum sem ég hef fylgst með Alþingi held ég aldrei orðið vitni að slíkum dónaskap gagnvart þinginu. Að tala um að vilji löggjafans, sem kemur skýrt fram í samgönguáætlun, að það sé siðlaust af löggjafanum, þetta er þvílík lítilsvirðing og brengluð hugsun á þrískiptingu ríkisvaldsins. Hæstvirtum fjármálaráðherra ber að fara eftir samþykktum löggjafans. Mig langar að spyrja virðulegan forseta hvað virðlegur forseti ætli að gera í því að hæstvirtur fjármálaráðherra sýni þinginu þessa fádæmalausu óvirðingu,“ sagði Kolbeinn í dag. Undir orð hans tók flokkssystir hans Svandís Svavarsdóttir sem og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Sagði hún þingið upplifa stöðugt vanvirðu frá framkvæmdavaldinu. „Það var líka þannig á síðasta kjörtímabili að þingið var vanvirt en nú er það orðið þannig að það er ekki lengur hægt að sitja undir þessu ofríki framkvæmdavaldsins. Mér finnst mjög brýnt að forseti beiti sér fyrir því að ráðherranum verði gert ljóst hvernig þrískipting valdsins fari fram.“„Það er farið að bera á einhverju keisarablæti á meðal þeirra“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi orð fjármálaráðherra einnig. „Þetta er í annað skipti sem að ráðherrar í þessari ríkisstjórn virðast ekki átta sig á því hverjir það eru sem hafa völdin hér í samfélaginu þegar kemur að þessum hlutum. Það er farið að bera á einhverju smitandi keisarablæti á meðal þeirra. Halda þeir virkilega að vegna þess að þeir sitja tímabundið í þessum embættum að þeir geti tekið sér þau völd sem þeir vilja? Að kalla það siðlaust af Alþingi að lýsa ósk og kalla eftir í rauninni framkvæmdum sem þjóðin er búin að vera að biðja um í mörg misseri, það finnst mér skrýtið,“ sagði Logi og kallaði eftir því að ráðherrann kæmi fyrir þingið og gerði nánari grein fyrir orðum sínum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kom einnig í pontu og sagðist ekki geta tekið undir það að Alþingi hafi verið stjórnlaust fyrir áramót þegar fjárlög voru samþykkt. „Ég auðvitað sat í þessari fjárlaganefnd fyrir jólin og var í þessari vinnu ásamt, eins og hér hefur komið fram, hæstvirtum forseta, hæstvirtum félags-og jafnréttisráðherra og hæstvirtum utanríkisráðherra. Þetta fólk, samkvæmt orðum ráðherrans, er sagt að hafi verið siðlaust. Ég get engan veginn fallist á það að svo sé. Mér finnst þetta gríðarlega ábyrgðarmikið af ráðherranum að komast svona að orði og tala um að þingið hafi verið stjórnlaust... Í fjárlaganefnd sat hans fólk, eins og úr mínum flokki, og við vorum ekkert stjórnlaus.“
Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00